Fréttablaðið - 23.11.2012, Side 34

Fréttablaðið - 23.11.2012, Side 34
8 • LÍFIÐ 23. NÓVEMBER 2012 Hvað gerið þið til að rækta sam- bandið ykkar þegar þið eruð ekki að vinna saman? Við erum dugleg að kúpla okkur frá og fara upp í bústað og erum heppin að vera mjög góðir vinir auk þess að vera par. Svo passa ég að rækta vinkonur mínar og hann vini sína. Þá verðum við ríkari og fullnægðari einstak lingar og eigum meira að gefa hvort öðru þegar við erum saman. Stundar þú einhvers konar lík- amsrækt, hugleiðslu, útivist til að hreinsa hugann og halda þér við? Ég fer með dóttur minni og vin- konum í ræktina þrisvar í viku. Það er mjög skemmtilegt og hvetjandi að vera nokkrar saman að sprikla. Ég fór á mitt fyrsta hugleiðslunámskeið tuttugu ára gömul og hef hugleitt allar götur síðan. Ég stend á haus á hverj- um degi og svo er nauðsynlegt fyrir mig að anda ferska íslenska loftinu að mér og leyfa vindin- um að blása um ljósa kollinn minn. Ég vildi gera miklu meira af því, stundum er eina útiveran að hlaupa á milli húsa eða út í bíl. Ég þarf líka að rækta andann og á hverjum degi les ég nokkrar blað- síður sem hjálpa mér að verða betri í dag en í gær. Þið Dorrit hafið átt í nánu sam- starfi, hversu mikilvægt telurðu Framhald af síðu 7 Ég var samt reglulega minnt á aldursmuninn af öðru fólki sem horfði á tölurnar og var að velta þessu fyrir sér. Dorrit er alveg einstök manneskja, bæði mjög skemmtileg og klár. Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS það fyrir þjóðina að eiga jafn virka og duglega forsetafrú eins og hún virðist vera? Dorrit er alveg einstök mann- eskja, bæði mjög skemmtileg og klár. Mér finnst hún alveg frá- bær blanda af manneskju, bæði hispurslaus og heiðarleg á sama tíma og hún er mjög kærleiks- rík og ég hef ekki hitt marga Ís- lendinga sem bera hag okkar jafn mikið fyrir brjósti og hún. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár verð ég í hálfu starfi sem matráðskona á leikskóla, skrifa matreiðslubækur, rækta lífrænt grænkál á svölunum mínum og nýt þess að vera amma sem spilar fót- bolta við „Ágútt“ og félaga. Eitthvað að lokum? Láttu matinn vera meðalið þitt OG meðalið vera matinn þinn. - Hippó- krates

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.