Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 36
10 • LÍFIÐ 23. NÓVEMBER 2012
Hvenær hefst jólaundirbúningur-
inn á þínu heimili? Hann byrjar yfir-
leitt frekar snemma hjá mér eða í
kringum miðjan október, en þá er
komið smá jóla hér og þar. Vegna
vinnu minnar koma jólin nokkuð
snemma, en mér finnst það bara
gaman.
Ertu kannski búin að öllu? Já,
ég er langt komin með jólaundir-
búninginn, það er nánast allt húsið
komið í jólafötin, jólakortin eru klár,
mig vantar bara nokkrar jólagjafir
upp á. En svo geymi ég alltaf smá
skraut þangað til fyrsta í aðventu
og svo skreytum við jólatréð viku
fyrir jól.
Eru einhverjar sérstakar jóla-
hefðir sem þið hafið tileinkað
ykkur og sinnið á hverju ári? Það
eru nokkrar jólahefðir hjá okkur. Við
höfum til dæmis farið síðastliðin
fimm ár austur að Geysi í Haukadal
með fjölskyldunni á jólahlað borðið
og verið í bústað í nokkra daga,
svo er toppurinn þegar við förum
í Haukadalsskóg og fellum jólatréð
okkar. Svo má ekki gleyma jólatón-
leikunum hjá Frostrósum sem ég
missi aldrei af í desember.
Hvað eldið þið í jóla matinn?
Hún móðir mín sér alveg um
jólamatinn, aspassúpa í forrétt,
hamborgarhryggur í aðalrétt og
ananas frómas í eftirrétt, þetta
klikkar aldrei.
Uppáhaldsjólalagið þitt? Þau
eru nokkur, en ég held mikið upp á
„Ó helga nótt“ með Agli Ólafs.
Hvaða þema er í skreyt ing-
unum hjá þér í ár? Náttúru legir
litir með greni og könglum, hvít
kerti og svo er ég alveg veik fyrir
hreindýrum.
Segðu okkur aðeins frá krans-
inum? Hann er hlýlegur en samt
töff, mér finnst gaman að prófa eitt-
hvað nýtt þegar kemur að aðventu-
krönsum. Ég varð alveg heilluð af
þessum litlu glerkúplum sem ég sá
í ILVA, en þeir gera kransinn pínu
öðruvísi.
Hvaða hráefni notar þú í hann?
Stóran gráan sink-bakka, fjóra litla
glerkúpla, fjóra sand litaða kerta-
stjaka í tveimur stærðum (TIGER),
fjögur hvít kerti, fullt af könglum,
f jögur s ink-merk isp jö ld f rá
Púkó&smart, svarta tölustafi, tuju-
greni, brúnt leðurband og æðis-
legu hreindýrin frá House Doctor
sem setja punktinn yfir i-ið.
FELLA TRÉ OG FARA Í BÚSTAÐ Á AÐVENTUNNI
Þórunn Högnadóttir, ritstjóri veftímaritsins Nude Home, er ekki bara upptekin við að skreyta fyrir blaðið sitt heldur er hún nánast búin að öllu
fyrir jólin heima fyrir. Lífið leit inn á fallega heimilið hennar og forvitnaðist um nýjasta aðventukransinn sem hún var að leggja lokahönd á.
„Ég geymi alltaf smá skraut þangað til fyrsta í aðventu og svo skreytum við jóla-
tréð viku fyrir jól.“
Ég er
alveg veik
fyrir hreindýrum.
Lífið telur niður að jólum
„Ég varð alveg heilluð af
þessum litlu glerkúplum
sem ég sá í ILVA, en þeir
gera kransinn pínu öðru-
vísi.“
E-Label / evalín / Laugavegi 32 /sími 5713811
E-Label kynnir með stolti haust 2012 línu sína hannaða
af nýju hönnunarteymi skipað nokkrum af mest spennandi
fatahönnuðum landsins.
Línan er seld í verslun okkar á Laugavegi 32 og í Topshop
í Kringlunni og Topshop í Smáralind.