Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 42
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem
veittu okkur hlýhug og styrk vegna andláts
og útfarar okkar elskulega
INGIMARS TRYGGVA
HARÐARSONAR
frá Akureyri.
Við erum ykkur innilega þakklát. Sérstakar þakkir færum við
starfsfólki lyfjadeildar Sjúkrahússins á Akureyri
og Hjálpræðishernum fyrir mikla og góða aðstoð.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Svavarsdóttir
Jóhannes Kristinn Ingimarsson Janine Long
Sigurður Hörður Ingimarsson Rannvá Olsen
Ágústa Eygló Ingimarsdóttir Einar Friðjónsson
Svava Ingibjörg Ingimarsdóttir Birkir Þór Sigurðsson
Heimir Bjarni Ingimarsson Anna Rósa Friðriksdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
JÓN S. R. MAGNÚSSON
frá Grímsey,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri sunnudaginn 18. nóvember,
verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju
mánudaginn 26. nóvember kl 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja
minnast hans er bent á Ólafsfjarðarkirkju.
Ragna Kristín Karlsdóttir
Hulda Jónsdóttir Aðalsteinn Friðþjófsson
Magnús Jónsson Silvia Puttha
Hólmfríður Jónsdóttir Gísli Jóhannsson
Helena Jónsdóttir Vilhjálmur Sigurðsson
Rögnvaldur Jónsson Björg Traustadóttir
Harpa Jónsdóttir Magnús Ágústson
barnabörn og barnabarnabörn
Sigmundur Magnússon
Bjarni Magnússon
og
Jórunn Magnúsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður
og afa,
KRISTJÁNS S. ÓLAFSSONAR
Aflakór 20, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Heimahlynningar Landspítalans fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Kolbrún Óðinsdóttir
Hrafnhildur Kristjánsdóttir Jóhannes Bjarni Björnsson
Hrund Kristjánsdóttir Ágúst Jensson
Hulda S. Kristjánsdóttir Gunnar Björn Gunnarsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRMANN J. LÁRUSSON
Digranesvegi 20,
200 Kópavogi,
lést miðvikudaginn 14. nóvember.
Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni Kefas,
Fagraþingi 2a við Vatnsendaveg, mánudaginn 26. nóvember
kl. 13.00. Að ósk hins látna eru blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning
barnastarfs Fríkirkjunnar Kefas, 0536-26-5598, kt. 640392-2239.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björg Ragnheiður Árnadóttir
Sverrir Gaukur Ármannsson
Helga Ragna Ármannsdóttir Páll Eyvindsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞORSTEINA SIGURBJÖRG
ÓLAFSDÓTTIR
Hraunbúðum,
áður til heimilis að Hólagötu 9,
Vestmannaeyjum,
sem lést fimmtudaginn 15. nóvember sl.,
verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 24. nóvember
kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalar-
heimilið Hraunbúðir, Vestmannaeyjum.
Gunnar Ólafsson Erla Sigurðardóttir
Sigurbjörg Ólafsdóttir Birgir Pálsson
Sigurður Ólafsson Birna Jóhannesdóttir
Guðbjörg Ólafsdóttir Eiríkur Bogason
Sesselja Ólafsdóttir Gunnar Berg Sigurjónsson
Ólöf Erla Ólafsdóttir Stig Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra,
GERDA FRIDA GUÐMUNDSSON
(fædd Wattrodt)
lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 16. nóvember. Útför hennar fer
fram frá ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113,
mánudaginn 26. nóvember kl. 14.00.
Guðmundur Halldór Guðmundsson
Ástríður Elísabet Guðmundsdóttir Alexander Depuydt
Ragnheiður Guðmundsdóttir Davidson Mark Davidson
Hans Kristján Guðmundsson Elísabet Jónsdóttir
og barnabörn: Samúel, Tómas, Sóley, Andrew og Helena
Elskuleg móðir okkar og amma,
ELSA GRÍMSDÓTTIR
lést á Dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn
12. nóvember. Útför hennar fer fram
frá Akureyrarkirkju mánudaginn
26. nóvember kl. 13.30.
Arnar Sigfússon
Helga Sigfúsdóttir
Árni Pétur Arnarsson
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
EYSTEINN ÁRNASON
Suðurlandsbraut 60,
(áður Suðurbyggð 11, Akureyri)
sem lést 20. nóvember 2012, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
27. nóvember kl. 13.00. Í stað blóma og
kransa er óskað eftir stuðningi við líknarfélög.
Anna Valmundardóttir
Sigríður Eysteinsdóttir Ómar Ólafsson
Ragna Eysteinsdóttir Árni V. Þórsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA MARGRÉT
FRIÐRIKSDÓTTIR
fyrrverandi formaður Verkakvennafélagsins
Snótar, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
laugardaginn 17. nóvember. Útförin fer fram
frá Laugarneskirkju þriðjudaginn
27. nóvember kl. 13.00.
Sigurður Sigurðsson
Atli Sigurðsson Harpa Njálsdóttir
Bjartey Sigurðardóttir Gunnar Sigurðsson
Gylfi Sigurðsson Guðrún Erlingsdóttir
Arnar Sigurðsson Anna Elísabet Sæmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR M. JÓHANNESSON
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði,
lést á líknardeild LSH 15. nóvember sl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 26. nóvember kl. 11.00. Blóm
og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á heimahlynningu LSH í s. 543-1157.
Ragnheiður Sigurðardóttir
Vignir Sigrún
Jóhannes Helgi Sigurbjörg Stella
Ægir Monika Sjöfn
Jökull Bri Kellin
Kristjana Þórir
Sigurþór
afabörn og langafabörn.
Verkið heitir „Ég var einu sinni fræg-
ur“ og má eiginlega kallast heimildar-
verk,“ segir Jón Gunnar Þórðarson
leikstjóri um nýtt verk sitt sem frum-
sýnt verður í Ketilhúsinu á Akureyri
í kvöld á vegum leikhópsins Silfur-
tunglsins og Sjónlistasafnsins. „Þeir
leika sjálfa sig kapparnir Gestur Einar
Jónasson, Þráinn Karlsson og Aðal-
steinn Bergdal og við skrifuðum verkið
í sameiningu. Þetta er verk um gamla
geðilla leikara sem halda að þeir séu
virtir, dáðir og sívinsælir. Þeir hittast
í ferð eldri borgara á Kanarí og Gestur
Einar heldur því fram að hann sé farar-
stjóri, Alli Bergdal segist vera þarna til
að skemmta gamla fólkinu en Þráinn
er einfaldlega einn af gamlingjunum.
Hann fær þó ekkert að slaka á þar sem
hann er leikari og það er sífellt verið
að biðja hann að lesa upp ljóð og vera
skemmtilegur. Hinir eru því eiginlega
óþarfir og búnir að týna hópnum sínum
þannig að það er allt að fara í vitleysu.“
Eruð þið búnir að vera að vinna þetta
lengi? „Já, við erum búnir að vera að
vinna þetta frá því í byrjun september.
Inn í söguna af gamalmennaferðinni
spinnst saga leikhússins á Akureyri
og fimmtíu ára leiklistarsaga þeirra
félaganna. Þeir eru að reyna að rifja
upp hlutverkin sín í gegnum tíðina en
gengur það misvel. Fyrsti mánuðurinn
fór mest í spjall og upprifjun sem ég
skrifaði niður smám saman en síðan
kom ég með fullbúið leikrit og við erum
búnir að vera að æfa það í sex vikur. Og
nú er sem sagt komið að frumsýningu.“
Þið sýnið í Ketilhúsinu, er hefð fyrir
leiksýningum í því rými? „Það er langt
síðan sýnt var hér síðast en Hannes
Sigurðsson sjónlistastjóri bauð okkur
að koma hér inn og æfa og sýna þar
sem við erum svona hálfmunaðar-
lausir leiklistarmenn á Akureyri. Það
hefur komið okkur á óvart hvað þetta
hús er gott leikhús. Við ætlum að
vera með borð í salnum og opinn bar
og hugsum þetta fyrst og fremst sem
mikla skemmtun fyrir áhorfendur.“
Frumsýning í kvöld, hvert er svo
framhaldið? „Við sýnum um hverja
helgi fram til 15. desember, fimmtu-
dag, föstudag og laugardag, og erum
þegar komnir með mikið af bókunum
frá hópum sem ætla að koma til okkar
áður en haldið er í jólahlaðborð eða
slíkt. Sýningin byrjar nefnilega klukk-
an sjö og lýkur hálf níu þannig að fólk
á allt kvöldið eftir þegar henni lýkur,
en þetta er rosalega góð upphitun fyrir
velheppnað kvöld.“ fridrikab@frettabladid.is
Gamlir, geðillir leikarar
rifj a upp sögur sínar
Ketilhúsið á Akureyri er í nýju hlutverki þessa dagana því í kvöld verður frumsýnt þar
leikritið „Ég var einu sinni frægur“ með stórkanónum í öllum hlutverkum.
JÓN GUNNAR Leikstjórinn er jafnframt höfundur verksins í samvinnu við leikarana þrjá,
Gest Einar, Alla Bergdal og Þráin Karls sem allir leika sjálfa sig í verkinu. MYND: HEIÐA.IS