Fréttablaðið - 26.11.2012, Page 14
26. nóvember 2012 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 14
„Séð hef ég skrautleg,
suðræn blóm / sólvermd í
hlýjum garði / áburð, ljós
og aðra virkt / enginn til
þeirra sparði; …“
Í skattatillögum Sam-
taka atvinnulífsins er
reiknað út að skattar, án
veiðigjalda, hafi hækkað
um 76 mia. kr. á föstu verð-
lagi 2013 frá árinu 2008 til
2013. Skattar 2008 voru
um 557 mia. kr. á verð-
lagi 2013. Með hækkun SA
eru það 633 mia. kr. Í fjár-
lagafrumvarpi ársins 2013
eru skatttekjur hins vegar
áætlaðar um 508 mia. kr.
Með leiðréttingu vegna til-
færslu til sveitarfélaga í millitíð-
inni gerir það 520 mia. kr. sem er
113 mia. kr. lægra en það sem SA
miðar við. Skattar skv. fjárlögum
2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri
en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en
skatttekjur 2008 á sama verðlagi.
Fleira í þessum dúr. SA miða
við að tekjuskattar einstaklinga á
árinu 2008 hafi verið 119 mia. kr.
á verðlagi 2013. Í ríkisreikningi
má sjá að 2008 voru tekjuskattar
einstaklinga 133 mia. kr. á verð-
lagi þess árs. Það eru 179 mia. kr.
á verðlagi 2013. Þarna munar 60
mia. kr. Réttar tölur um skatta
og fleira í skýrslu SA má finna í
ríkisreikningi síðustu ára og fjár-
lagafrumvarpið fyrir 2013.
Misræmið virðist stafa af því
að tölur SA séu áætlaðar út frá
„óbreyttu“ skattkerfi og séu því
„réttari“ en raunveruleikinn.
Miklar bólutekjur 2008 hafi gefið
mikla skatta. Það er rétt svo langt
sem það nær en er ekki
fullnægjandi skýring. Í
bólunni höfðu stjórnvöld
þess tíma holað skatt-
kerfið með hagsmuni
fjármálaaflanna að leið-
arljósi. Þegar blaðran
sprakk sat eftir laskað og
óréttlátt skattkerfi sem
ekki gat aflað tekna fyrir
útgjöldum, hvað þá afleið-
ingum hrunsins. Þessu
ósjálfbæra og óréttláta
skattkerfi var breytt. Við
það hækkuðu skattar hjá
sumum en lækkuðu hjá
öðrum. Heildarskattar
hækkuðu hóflega og eru
enn verulega lægri en
fyrir hrun.
Skattar fyrir hrun og nú
Við samanburð á sköttum milli ára
er jafnan stuðst við annað tveggja,
skatttekjur á föstu verðlagi eða
skatta sem hlutfall af vergri lands-
framleiðslu (VLF). Auðvelt er að
sannreyna eftirfarandi tölur með
opinberum gögnum.
● Á föstu verðlagi 2013 voru
skattar á árunum 2005-2007 að
meðal tali 595 mia. kr. og 557
mia. kr. á árinu 2008. Fjárlaga-
frumvarpið 2013, með hækkun
vegna sveitarfélaga, gerir ráð
fyrir 520 mia. kr. Þannig vantar
um 37 mia. kr. á að skattar 2013
verði eins háir og þeir voru 2008
og það vantar 75 mia. kr. upp á
að þeir nái meðaltali bóluáranna
2005 til 2007.
● Tekjustofnar drógust saman við
hrunið og skatttekjur minnkuðu
þess vegna. Sá samdráttur kom
líka fram í þeim tekjum sem til
skipta voru. VLF á föstu verð-
lagi var svipuð á árunum 2005
og 2010 en skattar voru til muna
lægri síðara árið. Sama á við um
árin 2007 og 2013.
● Á árunum 2005 til 2007 voru
skattar að meðaltali 32,1% af
VLF. Á árinu 2008 var hlut-
fallið 28% og verður 28,1% á
árinu 2013. Sá hluti landsfram-
leiðslu sem fer til sameigin-
legra verkefna með sköttum
er nær óbreyttur milli 2008 og
2013 en hlutfallið er fjórum pró-
sentustigum lægra 2013 en það
var 2005 til 2007. Tæki ríkið
eins mikið til sín og þá þyrftu
skattar 2013 að vera um 70 mia.
kr., hærri en gert er ráð fyrir í
fjárlagafrumvarpinu.
Þessir mælikvarðar sýna að
skattheimta eftir hrun er minni en
áður. Fjárhæðin sem ríkið tekur í
sköttum er lægri að verðgildi og
hún er lægra hlutfall af því sem
til ráðstöfunar er í þjóðfélaginu.
Að halda því fram að skattar hafi
almennt hækkað er markleysa
ef menn geta ekki hrakið þær
staðreyndir sem við blasa hér
að framan. Breytingar hafa hins
vegar orðið á því hvernig skatta er
aflað og hverjir greiða þá.
Fyrir hverja á að breyta sköttum?
Tal SA um skattlagningu fyrir-
tækja er í raun tal um skattlagn-
ingu eigenda og fjármagns. Þau
virðast líta fram hjá stað reyndum
í þeim efnum hér á landi sem er
þó að finna í skýrslunni. Skatt-
hlutfall lögaðila er með því lægsta
sem gerist í ríkjum OECD, tekju-
skattsgreiðslur lögaðila sem hlut-
fall af VLF eru með því lægsta
sem þekkist, skattar á fjármagns-
tekjur eru hér lægri en víðast ann-
ars staðar og samanlagður skattur
á tekjur af rekstri (hagnaður
+ arður) er lágur. Rök SA fyrir
frekari lækkun þessara skatta eru
byggð á hentifræði sérhagsmuna
og hugmyndafræði bóluhagkerfis-
ins, en eru ekki reist á hagfræði-
legum grunni.
Athugun á skattatillögum SA
sýnir hverjum þær gagnast.
● Auðlegðarskattur. Lækkun um
u.þ.b. 7,4 mia. kr. Skatturinn er
greiddur af um 6.000 aðilum,
2-3% gjaldenda, sem eiga
mestar eignir. Um 70% af skatt-
inum eru greidd af þeim sem
eru í hópi 5% tekjuhæstu fram-
teljenda og um 85% er greidd af
þeim sem eru meðal 30% þeirra
tekjuhæstu.
● Fjármagnstekjuskattur verði
f latur 10% skattur. Lækkun
nettó 2,5 mia. kr. Skatturinn
er greiddur af þeim u.þ.b. 30%
gjaldenda sem hæstar fjár-
magnstekjur hafa. Hjá þeim
yrði lækkunin nokkuð meiri
en hækkun yrði hjá 60% tekju-
lægstu gjaldendum.
● Tekjuskattar lögaðila lækki
um 8,5 mia. kr. Tekjuskattur
lögaðila er skattur á eigendur
fyrir tækja. Með lækkun hans til
viðbótar við lækkun fjármagns-
tekjuskatts yrði skattur á tekjur
af eignarhaldi á félögum 22,5%
óháð því hvað þær eru miklar.
Skattur á launatekjur er allt að
46%. Arðgreiðslur sýna að um
5% tekjuhæstu gjaldenda fá um
70% arðstekna og 30% þeirra
hæstu fá um 90% arðstekna.
● Veiðigjald lækki um 11,1 mia.
kr. Stærsti hluti veiðigjalda
er greiddur af fáum stórum
útgerðum og er veiðigjaldið
tekið af hagnaði eigenda þeirra
en leggst ekki á reksturinn.
Framangreindar tillögur SA
fela í sér 30 mia. kr. lækkun á
sköttum. Yfir 20 mia. kr. rynnu
til þeirra 5% skattgreiðenda sem
hæstar tekjur hafa og allt að 27
mia. kr. til um 30% tekjuhæstu
skattgreiðenda. Þeir 3 mia. kr.,
sem eftir eru myndu deilast á þá
sem eftir eru.
Tillögur SA miða að því að
færa þeim sem nutu forréttinda í
skattamálum í aðdraganda hruns-
ins þá stöðu aftur. Með breyt-
ingum síðustu ára var sköttum á
þennan hóp þokað frá „vinnukonu-
útsvari“ upp í meðalskatthlutfall
launamanna. Því vill SA breyta
og færa þeim með blómvendi 30
milljarða króna á hverju ári, sem
almenningur myndi taka á sig með
hærri sköttum eða frekari skerð-
ingu á opinberri þjónustu.
„… mér var þó löngum meir í hug
/ melgrasskúfurinn harði / runn-
inn upp þar sem Kaldakvísl /
kemur úr Vonarskarði.“ Höfundur
Áfanga vildi ekki að gróður lands-
ins gleymdist í glýju skrautblóma.
➜ Tillögur SA miða að því
að færa þeim sem nutu
forréttinda í skattamálum
í aðdraganda hrunsins þá
stöðu aftur.
Skrautblóm SA
SKATTAR
Indriði H.
Þorláksson
fyrrum ríkis-
skatt stjóri, var
ráðuneytisstjóri
í fj ármála-
ráðuneytinu 2009
og ráðgjafi fyrrum
fj ármálaráðherra í
skattamálum
Þekkið þið „sér-
þjónustuprest“?
Sérþjónustu-
prestur er t.d.
fangaprestur eða
prestur fatlaðra,
sem sé, prestur
sem starfar fyrir
tiltekið málefni
eða hjá stofnun
eins og spítala
eða elliheimili.
Þeir eru ekki bundnir við sókn, sem
er hefðbundin grunneining í skipu-
lagi kirkjunnar. Að því leyti eru þeir
„sér“. Nú starfa um 18 prestar fyrir
fanga, fatlað fólk, inn flytjendur,
sjúklinga á spítölum o.fl.
En af hverju sérþjónustuprestar?
Tvær spurningar munu koma upp.
Í fyrsta lagi, geta prestar í sóknum
ekki sinnt málum sem tilheyra sér-
þjónustu? Í öðru lagi, hvetur „sér-
þjónustan“ ekki til aðskilnaðar
tiltekins hóps frá öðrum, eins og
fatlaðs fólks frá öðrum?
Fyrstu spurningunni er auð-
svarað. Oftast krefst ákveðið mál-
efni meiri sérþekkingar en í venju-
legu prestsstarfi. Og einnig tekur
það mikinn tíma að sinna fólki
almennilega. Ef maður sér hve
mikið sjúkrahúsprestur er upp-
tekinn í sinni þjónustu, mun þessi
fyrsta spurning hverfa.
Síðari spurningunni mun ég
svara þannig. Tilgangur sér-
þjónustunnar er ekki að aðskilja
ákveðið fólk frá öðru fólki. En það
er satt að við þurfum að veita fólki
með t.d. fötlun eða fólki í sérstökum
aðstæðum eins og fangelsi öðruvísi
þjónustu. En það sem við sérþjón-
ustuprestar sjáum í þjónustu okkar
er ekki fötlun, sjúkdómur eða fram-
andi tungumál, heldur mætum við
manneskjum.
Ég vil meina að aðgreining milli
hefðbundinnar prestsþjónustu og
sérþjónustu sé einungis tækni-
leg. Sérþjónustuprestar nota öðru-
vísi nálgun en sóknarprestar til að
kafa í málin í mismunandi og oft
erfiðum aðstæðum, í þeirri viðleitni
að mæta fólki í þeim aðstæðum
sem það er statt og styðja það. Við
þjónum undir kjörorðinu: „Öll erum
við Guðs börn.“
Tilgangur
„sér“þjónustu
TRÚMÁL
Toshiki Toma
prestur innfl ytjenda