Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2012, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 26.11.2012, Qupperneq 17
NÝTT LÍF „Bæði kortin og merkispjöldin hafa framhaldslíf eða tvöfalt hlutverk.“ TALIÐ NIÐUR Á laugardag byrjar niðurtalning barnanna til jóla. Það er spennandi að opna glugga á hverjum degi og fá lítinn súkkulaðimola þótt ekki séu nammi- dagar alla daga. Flestir vilja gera vel við sig á aðventu og börnin eru þar ekki undanskilin. Standandi pakkamerkispjöldin hennar Maríu Möndu hlutu Skúlaverðlaunin í ár en verðlaunin voru afhent á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í byrjun mánað- arins. Verðlaunin eru veitt þeim hönn- uði sem talinn er eiga besta nýja hlutinn á sýningunni og mega hlutirnir hvorki hafa verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna. „Fyrir jólin í fyrra bjó ég til standandi jólakort og sendi til við- skiptavina minna,“ segir Mandý, eins og hún er kölluð, en hún rekur um- búðasmiðjuna MMHönnun. „Nokkur kort lentu á Þjóðminjasafninu af því ég hafði unnið fyrir það. Vala Ólafsdóttir sem vinnur þar hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki selja jólakortin. Þetta var bara kortér í jól og ég ætlaði ekki að fara út í sölu á þessu. Hún talaði mig til og ég fór með nokkur kort til hennar sem seldust svo upp. Ég fór með fleiri kort og þau seldust upp á hverjum degi fyrir jólin,“ segir Mandý og hlær. Um síðustu jól notaði Mandý jóla- kortin sem pakkamerkispjöld á pakka sem hún gaf vinum og vanda mönnum. Út frá því ákvað hún að hanna minni pakkamerkispjöldin sem hún hlaut verðlaunin fyrir. „Bæði kortin og merkispjöldin hafa framhaldslíf eða tvöfalt hlutverk því það er líka hægt að stilla þeim upp og nota sem jólaskraut. Jólakortin koma vel út ef þeim er raðað saman á borð eða í glugga og fallegt er að hengja litlu spjöldin á jólatréð.“ Mandý segir umbúðir skipta miklu máli í framsetningu verslana og í mark- aðssetningu en fyrirtæki hennar hannar umbúðir fyrir bæði lítil og stór fyrir- tæki. „Það hefur oft verið vandamál fyrir hönnuði og handverksfólk að finna umbúðir sem passa fyrir þeirra vöru. Ég sérhanna formið á umbúðunum svo það smellpassi,“ segir hún. Jólakortin og pakkamerkispjöldin frá Mandý fást í helstu gjafa- og hönnunar- verslunum bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. ■ lilja.bjork@365.is LÍKA JÓLASKRAUT VERÐLAUNUÐ PAKKAMERKISPJÖLD María Manda umbúðahönnuður hlaut Skúlaverðlaunin í ár fyrir pakkamerkispjöld sem hún hannaði. HLAUT SKÚLAVERÐLAUNIN María Manda hannaði standandi jólakort fyrir jólin í fyrra. Núna hefur hún bætt við standandi pakkamerkispjöldum sem hún hlaut verðlaun fyrir. MYND/ANTON Hágæða sæn gurverasett og sloppar - Mikið úrval Jólagjöfin í ár 20% afslát tur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.