Fréttablaðið - 26.11.2012, Qupperneq 18
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum
auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu
daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Jónína María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbs@365.is, s 512 5432
Elsa Jensdóttir
elsaj@365.is s. 512-5427
LITATÓNAR
„Teppið er ekki
alveg svart því
hrafninn er ekki
kolsvartur. Þegar
sólin skín á fjaðr-
irnar koma í ljós
margir fjólublá-
ir og blágrænir lita-
tónar.“
TÍUNDA TEPPIÐ Bryn-
hildur Pálsdóttir vöru-
hönnuður og Ólafur Páll
Torfason, framkvæmda-
stjóri Víkur Prjónsdóttur,
með nýjustu vörurnar,
trefil og teppið Nátt-
hrafninn á milli sín.
MYND/ANTON
Vík Prjónsdóttir hefur sent frá sér tvær nýjar vörur, ullarteppi sem kallast Nátthrafninn og
trefil. Nátthrafninn er tíunda teppið
sem kemur frá Vík og er úr íslenskri
ull eins og allar vörur hönnunarfyrir-
tækisins. Teppið er tileinkað hrafn-
inum en áður hefur Vík Prjóns gefið út
Verndarvænginn, ullarteppi, tileinkað
haferninum. Brynhildur Pálsdóttir, einn
af hönnuðum Víkur Prjónsdóttur, segir
Nátthrafninn nokkurs konar framhald af
Verndarvængnum.
„Nátthrafninn er talsvert minni enda
er vænghaf hrafnsins miklu minna en
arnarins. Nátthrafninn er því léttari og
meðfærilegri en hann er 85 sentímetrar
á breidd og 190 sentímetrar á lengd,“
segir Brynhildur. Teppið er íslensk
framleiðsla eins og allar vörur Víkur
Prjónsdóttur, prjónað úr íslenskri ull,
í dökkum litatónum. „Teppið er ekki
alveg svart þó því hrafninn er ekki kol-
svartur. Þegar sólin skín á fjaðrirnar
koma í ljós margir fjólubláir og blá-
grænir litatónar,“ segir Brynhildur.
„Hrafninn hefur lifað í návist mannsins
eins lengi og menn muna. Tilvist hans
hefur hefur spilað stórt hlutverk í goð-
sögnum sem og þjóðsögum og eru fáir
fuglar sem hafa öðlast slíkan sess í sögu
okkar og menningu. Hrafninn er talinn
sérstaklega úrræðagóður, skynsamur,
gáfaður og kátur, og hafa menn ávallt
borið mikla virðingu fyrir honum og
spádómsgáfum hans.“
Vík Prjónsdóttir sendir einnig frá sér
trefil undir sömu merkjum, Nátthrafna-
trefilinn, í sömu litatónum og teppið.
Trefillinn fæst á öllum útsölustöðum
Víkur Prjónsdóttur en teppið verður
til sölu í Sparki og Kraumi til að byrja
með. Þá voru að bætast við fleiri litir í
treflalínuna, Verndarhendurnar. „Í vor
kemur einnig út glæný treflalína frá
okkur og svo eru margir fleiri spenn-
andi hlutir í bígerð,“ segir hún og vill
helst ekki útskýra það nánar, en forvitni
blaðamanns er vakin. „Við skulum segja
að það sé samstarf við mjög spennandi
erlenda hönnuði. En framhaldið verður
bara að koma í ljós.“
Vík Prjónsdóttir hefur verið víðförul
undanfarin misseri og er nýlega komin
heim af sýningu í Helsinki. Þá er Bryn-
hildur á leið til Stokkhólms ásamt Guð-
finnu Mjöll Magnúsdóttur vöruhönn-
uði á næstu dögum. „Vík Prjónsdóttir
fékk boð á málstofu á vegum Editions
in Craft en það er verkefni sem leggur
áherslu á vinnu með staðbundið hráefni
og framleiðslu. Þar ætlum við að kynna
Vík Prjóns, staðbundna framleiðslu og
íslensku ullina.“ ■ heida@365.is
TILEINKAÐ KRUMMA
ÍSLENSK HÖNNUN Vík Prjónsdóttir hefur nú sent frá sér tíunda teppið úr ís-
lenskri ull. Teppið hefur fengið nafnið Nátthrafninn.
handhægi
D-vítamín
úðinn,
hámarksnýting
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum.
Eru ekki allir
örugglega
að fá sér
D vítamín
núna?
3
mánaða
skammtur
www.gengurvel.is
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
GEFÐU
HÆNU
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
Fréttablaðið efnir til verðlaunasamkeppni um bestu
frumsömdu jólasöguna.
Verðlaunasagan birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag,
myndskreytt af Halldóri Baldurssyni teiknara.
Samkeppnin er öllum opin.
Einu skilyrðin eru þau að sagan fjalli um jólin eða fangi
anda jólanna með einum eða öðrum hætti. Lengdarmörk
eru 1.000 til 1.300 orð en að öðru leyti eru efnistök frjáls.
Sögur skal senda á netfangið jolasaga@frettabladid.is.
Skilafrestur er til 5. desember.
Fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba.
Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru spjaldtölvur af
gerðinni United.
Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum.
Jólasagan þín