Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 58
26. nóvember 2012 MÁNUDAGUR| SPORT | 26 Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ eð a m yn da br en gl . Ö l fæst á www.kronan.is GJAFAKORT ALLTAF ÓDÝR! 1498kr.pk. Orlyfiskur, frosinn, 800 g ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ eð a m yn da br en gl . l v 998kr.pk. Þorskbitar, frosnir, 800 g KÖRFUBOLTI Botnlið Dominos- deildarinnar stóð óvænt uppi sem sigurvegari þegar Lengjubikar- úrslitin fóru fram í Stykkishólmi um helgina. Tindastóll vann fimm tán stiga sigur á heima- mönnum í Snæfelli í úrslita- leiknum á laugardaginn, 96-81, en hafði kvöldið áður unnið dramatískan eins stigs sigur á Þór í undanúrslitunum. „Ég var búinn að bíða í mörg ár eftir því en það er ekki langt í þann næsta. Við höldum áfram og nú er leiðin bara upp á við,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyr- irliði Tindastóls, aðeins nokkrum mínútum eftir að hann lyfti fyrsta bikar Stólanna í þrettán ár. „Það voru allir mættir í þennan leik, hvort sem það voru áhorf- endur, mennirnir á bekknum eða þeir sem voru inni á vellinum,“ sagði Helgi Rafn en það var eink- um frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigrinum. „Þetta var jafn og flottur leikur í byrjun en svo missa þeir hausinn í þriðja leikhlut- anum og við gengum á lagið,“ sagði Helg i Rafn sem fór fyrir spretti Stólanna í þriðja leikhlut- anum. Maður leiksins var þó hinn 23 ára gamli Þröstur Leó Jóhanns- son. „Ég vona að ég sé alltaf svona en ég reyni allavega alltaf að vera með þvílíkan kraft og læti. Ég reyni að fagna hverri körfu og halda uppi stemningu. Það hefur verið mitt hlutverk í liðinu og þetta tókst hjá mér í dag,“ sagði Þröstur Leó en hann kom þá af bekknum með 27 stig á 25 mínútum. „Ég vissi að það kæmi að þessu. Við vorum komnir svo langt í fyrra að við ætluðum að ná titli núna. Við erum samt ekki hættir og það eru tveir titlar eftir. Við erum fullir sjálfstrausts eftir þessa helgi,“ sagði Þröstur Leó en nú þurfa Stólarnir að einbeita sér að því að laga slæma stöðu í deild- inni. „Það er alveg á tæru að það er hell- ings vinna fram undan þar,“ sagði Þröstur að lokum. Tindastóll er búinn að tapa fyrstu sex leikjum sínum í deildinni. „Það vita það allir að við eigum ekkert að vera í botnsætinu í deildinni. Það er bara undir okkur komið að snúa þessu við,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari liðsins, en hann varð aðeins annar þjálfarinn til að vinna Fyrir- tækjabikarinn með tveimur félögum (Snæfell 2004). ooj@frettabladid.is Við erum ekki hættir Stólarnir ætla sér stóra hluti eft ir sigur í Lengjubikarnum í Hólminum um helgina. Tindastóll er á botninum í deildinni en vann fyrsta titil sinn í þrettán ár. SÁTTUR FYRIRLIÐI Helgi Rafn Viggósson með uppskeru helgarinnar hjá Tinda- stólsmönnum. TVÆR ÚTGÁFUR AF TINDA- STÓLSLIÐINU Í VETUR Sigurhlutfall Dominos-deild: 0 prósent (0-6) Lengjubikar: 88 prósent (7-1) Stig í leik: Dominos-deild: 77,2 Lengjubikar: 89,6 Stig fengin á sig í leik: Dominos-deild: 86,5 Lengjubikar: 79,4 ÞRIÐJI LEIKHLUTINN AFDRIFARÍKI Tindastóll-Snæfell Stig skoruð 28-14 Skotnýting 50%-31% 2ja stiga körfur 11-2 Fráköst 13-7 Tapaðir boltar 2-6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.