Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 18
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 18 Í ljósi frétta undanfarna daga um atvik og álag í heilbrigðisþjón- ustunni, ekki síst á Landspítala, viljum við deila með lesendum vitneskju okkar um mögulega áhrifaþætti atvika (mistaka og nærmistaka) í heilbrigðis þjónustu. Undanfarin ár höfum við í rann- sóknum okkar skoðað vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða. Rannsóknar- niðurstöðurnar hafa dregið skýrt fram hversu margflókin sú þjón- usta er sem veitt er við rúmbeð sjúklings. Um leið og vinna hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða krefst nákvæmni og athygli felur hún í sér álag sem er líkamlegt og ekki síður félagslegt og andlegt. Eitt af því sem einkennir vinnu þessara fagstétta eru tíðar truflanir sem tengjast samskiptum. Ljóst er að þjónusta sjúklinga verður æ flóknari eftir því sem tækni og framförum í þjónustu fleygir fram. Þessu fylgir flókið samspil margs konar þjónustu og samskipti þeirra fjölmörgu einstak- linga sem koma að þjónustu sjúk- linganna. Starf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er af þessum sökum erilsamt og getur falið í sér trufl- anir sem ógna öryggi þjónustunnar sem innt er af hendi. Fjöltefli Rannsóknir okkar hafa til dæmis sýnt að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem starfa á bráða- legudeildum fara á hverri klukku- stund að jafnaði í um 16 ferðir innan deildarinnar vegna ýmissa erinda þeirra á herbergi sjúklinga eða annað og tengist umönnun sjúklinga. Þessi fjöldi ferða endur- speglar eril sem einkennir dagleg störf á bráðalegudeildum á Land- spítala í því húsnæði og við þær aðstæður sem þjónustan býr við. Sjúklingar sem þurfa á sjúkra- húsþjónustu að halda hafa flóknar þarfir sem kalla á flókna þjón- ustu sem útheimtir einbeitingu og alúð. Það eru ekki eingöngu tíðar ferðir milli staða sem flækja vinnu við bráðahjúkrun, heldur einnig sú staðreynd að hver hjúkr- unarfræðingur og sjúkraliði er að sinna mörgum sjúklingum í senn og vinna með mörgum aðilum. Vinnu hjúkrunarfræðinga hefur verið líkt við fjöltefli. Það sem vantar þó inn í þessa samlíkingu er að hjúkrun snýst um lifandi einstaklinga í kviku umhverfi þar sem ástand einstakra sjúk- linga getur breyst snögglega og ástand sjúklingahópsins einnig. Ofan á þetta bætist síðan áreiti úr umhverfinu sem er ýmist nauðsyn- legt eða ekki. Miðað við rannsóknarniður stöður okkar er líklegt að hjúkrunarfræð- ingar og sjúkraliðar eigi fullt í fangi með að einbeita sér að störfum sínum enda ein kennist vinna þeirra einnig af tíðum óvæntum sam- skiptum sem raska flæði þjónust- unnar eða geta beinlínis truflað þjónustuna. Í mörgum tilvikum er um ítrekaðar og margþættar trufl- anir og tafir að ræða. Dæmi um þetta er að hjúkrunarfræðingur sem er að taka til lyf er snögglega beðinn um að koma til sjúklings þar sem ástand hans hefur breyst skyndi- lega og á leiðinni til þess sjúklings er hjúkrunarfræð ingurinn stöðv- aður af samstarfsmanni sem gefur honum upplýsingar um eða óskar eftir sérstakri ráðgjöf vegna ann- ars sjúklings. Truflanir af þessum toga raska verulega flæði verkefna og auka hættu á að eitthvað fari úrskeiðis. Truflanir Lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga eru eitt af þeim verkefnum sem krefjast mikillar einbeitingar og hjúkrunarfræðingar verja um 17% af vinnutíma sínum til slíkra verkefna. Í niðurstöðum okkar kom í ljós að lyfjavinna hjúkrunar- fræðinga er rofin að meðaltali 11 sinnum á hverri vakt. Truflanir af þessum toga geta ógnað nákvæmni vinnubragða og þar með öryggi þjónustunnar. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að truflanir við lyfja- gjafir geta aukið líkur á mistökum um allt að 12%. Þegar hjúkrunarfræðingur er truflaður við lyfjagjöf reynir fyrst og fremst á þekkingu og ein- beitingu hjúkrunarfræðingsins og færni hans í að greina og forgangs- raða verkefnum, auk hinnar verk- legu og tæknilegu færni. Öruggt samspil allra þessara þátta er afar mikilvægt í hjúkrun og allri heil- brigðisþjónustu. Í rannsóknum okkar koma fram mýmörg dæmi sem lýsa afar flóknum að stæðum og flóknum ferlum á bráðalegu- deildum þar sem frávik geta varðað gæði þjónustunnar sem og öryggi sjúklinga og starfsfólks. Niðurstöður rannsókna okkar hafa staðfest að styrkja þarf enn frekar fagmennsku í heilbrigðis- þjónustunni, þannig að þekking og færni starfsmanna njóti sín og nýtist sem best fyrir velferð sjúklinganna. Vinna á bráðalegu- deildum er einnig háð mörgum þáttum í starfsumhverfinu svo sem upplýsingaflæði, húsnæði og annarri aðstöðu auk verklags og menningu. Meðal þessara þátta er margt sem starfsfólk hefur lítil eða engin bein áhrif á. Í umbótavinnu er því algerlega nauðsynlegt að skoða og greina kerfið í heild sinni, allt frá starfs- manninum og vinnu hans, hans nánasta vinnuumhverfi, lög og reglugerðir, og samstarf hinna ólíku hluta kerfisins. Að draga einn þátt út og einblína á hann varðandi atvik í heilbrigðisþjón- ustu er eins og að ganga upp að fíl og lýsa eingöngu þeim hluta fílsins sem blasir við beint fyrir framan augu manns. Við skorum á koll- ega okkar í heilbrigðis vísindum, heilbrigðisstarfsmenn, stjórn- endur og ráðamenn þjóðarinnar að falla ekki í þá gryfju að velja þröngt sjónarhorn og lýsa ein- göngu þeim hluta kerfisins sem blasir við hverju sinni. Mikilvægt er að víkka sjónarhornið þannig að umræðan varpi ljósi á velferðar- kerfið í heild sinni. Brýnt er að takast á við viðfangsefnin á heild- rænan hátt, greina alla mögulega áhrifaþætti atvika í heilbrigðis- þjónustunni og vinna að úrbótum á þeim grunni. Mögulegir áhrifaþættir atvika í heilbrigðisþjónustu Ég er Íslendingur í út- löndum þessa aðventu, eins og oft áður. Í gegnum netið fylgist maður þó með dægurmálaumræðunni á Íslandi og er áhugavert að skoða hana utan frá. Eins og undanfarnar aðventur hefur rykið verið dustað af umræðunni um kirkju- ferðir skóla og sýnist sitt hverjum. Um ræðan snýst um trúfrelsi en þá gleymist að slíkir siðir snúast ekki um trúarsann- færingu heldur um menningu. Ég bý í fjölmenningarsamfélagi þar sem ákveðnir trúarhópar eru mjög áberandi bæði hvað hegðun og klæðaburð varðar. Samfélagið er upphaflega kaþólskt og heitir önnur hver gata hér eftir dýr- lingi. Maður er daglega minntur á trúar- og menningarlegan bak- grunn svæðisins og ólíkra hópa sem hér búa. Þegar fólk ber trúar- legan bakgrunn utan á sér eða segist vera ákveðinnar trúar þá er það sjaldnast til að játa pers- ónulega trú. Þetta var ég ekki búin að læra fyrir 18 árum síðan. Ég var í tón- listardeild með fólki sem kom víða að. Þar sem ég var nýbúi misskildi ég ef fólk sagði mér í óspurðum fréttum að þau væru gyðingar, kaþólikkar eða mótmælendur. Ég hélt fyrst að þau væru að opin- bera trúarlega sannfæringu sína og fannst það sérstakt en var fljót að átta mig á að þarna vildi fólk í stuttu máli gefa mér innsýn í menningarlegan bakgrunn sinn. Ég held til dæmis ekki að neinn af vinum mínum í kórstjórn hafi verið sérstaklega trúhneigður. En tónlistarbakgrunn mátti skýra með þeirri trúarbragðamenningu sem hafði mótað okkur. Ekki trúarofbeldi Heima á Íslandi hefur trúar- bragðamenning kristni mótað samfélag og siði öldum saman. Að skilgreina íslenskt samfélag sem kristið er ekki trúarofbeldi. Að afneita kristnum sið sem hluta af íslenskri menningu er í besta falli undarlegt. Öll okkar menning er undir áhrifum frá kristni eins og menn túlkuðu hana og skildu á hverjum tíma. Við finnum kristin minni í öllum þjóðararfi. Ef við viðurkennum það ekki hvernig getum við þá skilið okkur sjálf? Nú á aðventu er mikið um tón- leikahald þar sem trúarleg tónlist er í hávegum höfð. Fyrir suma hefur þessi tónlist merkingu sem snertir þeirra persónulegu trú. En margir taka þátt einungis tón- listarinnar vegna og tengja ekki trúarlega tónlist við persónulega sannfæringu. Svo vill til að fullt af þeirri tónlist sem við höfum alist upp við og telst til stórvirkja tónbókmenntanna er af trúar- legum toga. Einstaklingar sem hafa valið sér trúlausa afstöðu í lífinu mæta samt í Kringluna eða í kirkju og syngja hástöfum Hallelúja! því tónlist Händels er óviðjafnanleg og tilheyrir menn- ingu okkar. Ég heyri engan velta fyrir sér meintum áhrifum boð- skaparins. Hluti af heilbrigðri sjálfsmynd Hverjum er frjálst að iðka sína trú eða enga trú. Það er óumdeilt í vestrænu samfélagi. En eins og það að fullorðnast felst í að skilja hvað mótaði mann í æsku þá er það hluti af heilbrigðri sjálfs- mynd þjóðar að horfast í augu við hvað mótaði hana öldum saman. Að þykjast ætla að dauðhreinsa íslenskt menntakerfi af meintum trúarlegum áhrifum kristni með því að banna kirkjuferðir á aðventu virkar frekar hjáróma í jólaundirbúningnum. Kirkju ferðir á vegum skóla hljóta að vera upp- fræðandi fyrir hvern sem elst upp í íslensku samfélagi. Frekar væri ámælisvert ef íslensk börn hefðu ekki tækifæri einu sinni á ári til að skoða heimkynni gamallar trúarhefðar sem lengi hefur mótað okkar samfélag og siði. Það er ekkert hættulegt að heimsækja íslenska kirkju, sam- kunduhús gyðinga eða mosku. En maður lærir margt um eigin trúarmenningu og annarra með slíkum heimsóknum. Því öll erum við sprottin úr einhverri trúar- menningu. Við þurfum bara að viðurkenna það. Íslensk menning á aðventu HEILBRIGÐISMÁL Helga Bragadóttir hjúkrunarfræðingur Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur ➜ Sjúklingar sem þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda hafa fl óknar þarfi r sem kalla á fl ókna þjónustu sem út- heimtir einbeitingu og alúð. Það eru ekki eingöngu tíðar ferðir milli staða sem fl ækja vinnu við bráðahjúkrun, held ur einnig sú staðreynd að hver hjúkrunarfræð- ingur og sjúkraliði er að sinna mörgum sjúklingum í senn … MENNING Helga Rut Guðmundsdóttir lektor við HÍ í rannsóknarleyfi 2012-2013 ➜ Ég held til dæmis ekki að neinn af vinum mínum í kórstjórn hafi verið sérstaklega trúhneigð ur. En tón- listarbakgrunn mátti skýra með þeirri trúarbragðamenn- ingu sem hafði mótað okkur. GLÆSILEG GJÖF FYLGIR FRAMTÍÐARREIKNINGI Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir Stóra Disney heimilisréttabókin með*. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka. Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar *Á meðan birgðir endast©DISNEY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.