Fréttablaðið - 12.12.2012, Side 25
FRÁ TENERIFE TIL MAROKKÓ
Margir Íslendingar dvelja um lengri tíma á Tenerife
yfir vetrartímann. Ef fólk vill tilbreytingu þá er hægt
að skreppa til Marrakech, Agadir eða Casablanca í
Marokkó með flugfélaginu Binter Canarias. Kíkið
á www.bintercanarias.com.
Hrærari með sleikjuarmi
hrærarinn passar á flestar hrærivélar.
Hann er með mjúkum sleikjuarmi sem blandar hráefni betur. Það þarf
ekki að skafa innan úr skálinni þar sem hrærarinn skefur innan úr henni
um leið og hrært er. Þetta gefur auðveldari, betri og hraðari árangur.
JÓLATILBOÐ Kr. 4.990
Vertu vinur
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Vandaðir þýskir herraskór úr leðri, skinn-
fóðraðir. Stórar stærðir. Teg: 206202 23 Stærðir: 41 - 48
Verð: 16.975.-
Teg: 206201 23 Stærðir: 40 - 47
Verð: 16.985.-
Sími 551 2070
Opið mán.-fös. 10-18.
Laugardag 10-14.
www.tk.is
Falleg gjöf fyrir allan aldur
Afmælis- útskrifta- fæðingar- skírnar og jólagjöf
Verð
kr.10.995.-
SWAROVSKI KRISTALSTJARNAN
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
Aðstæður á skíðasvæðinu í Bláfjöll-um hafa verið einstaklega góðar undanfarin ár. Ástæður þess eru
ekki bara veðurfarslegar og margt sem
kemur til. „Við höfum verið að reisa svo-
kallaðar snjógirðingar sem safna saman
snjó sem annars fyki bara burt. Hann er
svo notaður til að troða í brekkurnar og
munar ótrúlega miklu um þetta,“ segir
Magnús Árnason, framkvæmdastjóri
skíðasvæðisins.
Mikil landgræðsla hefur átt sér stað
undanfarin sumur á svæðinu sem bætir
aðstæður enn frekar. „Hey sem til fellur
við slátt í höfuðborginni hefur verið nýtt
í brekkurnar. Þannig verður undirlagið
mýkra og minna um grjót. Þá þarf minni
snjó til að gera brekkurnar skíðafærar.
Auk þess verður hér miklu fallegra um að
litast á sumrin.“
Magnús hefur starfað sem fram-
kvæmdastjóri skíðasvæðisins síðan 2007.
„Ég var nú ekki ráðinn út af skíðakunnátt-
unni, enda bara miðlungsskíðamaður. Ég
kann hins vegar mjög vel við starfið sem
er virkilega fjölbreytt og krefjandi. Suma
daga er ég allan daginn á skrifstofunni
en aðra er ég kominn út í kuldagalla að
splæsa víra eða græja einhverja hluti.
Það eru auðvitað forréttindi að fá að
keyra í vinnuna upp í fjöll á hverjum degi
og njóta þeirrar fegurðar sem hér er.“
Á skíðasvæðinu starfa fimm starfs-
menn allt árið en á háannatímum eru þeir
um 23. „Ef það er lokað þá er verið sinna
viðhaldi sem ekki er hægt að sinna þegar
lyftur eru í gangi og allt fullt af fólki.“
Um þessar mundir er unnið að upp-
setningu á nýrri lyftu sem verður opnuð
á næstu dögum. „Við erum að leggja
lokahönd á 72 metra langt töfrateppi
sem er nýjasta viðbótin í Bláfjöllum.
Þetta er svona færiband og einkar
hentugt fyrir byrjendur á öllum aldri og
börn allt niður í tveggja ára. Í kringum
töfrateppið munum við svo leggja
áherslu á frekari uppbyggingu sérstaks
fjölskyldusvæðis. Skíðaiðkun er nefni-
lega mjög ódýr og fjölskylduvæn íþrótt.
Hingað koma heilu fjölskyldurnar saman,
þótt þær skíði ekkert endilega saman
allan tímann þá hittast þær í skálanum
og fá sér kakó og allir fara sælir og glaðir
heim.“
FAGURT Í BLÁFJÖLLUM
BÚIÐ AÐ OPNA Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðustu viku og eru að-
stæður þar einstaklega góðar. Magnús Árnason framkvæmdastjóri segir for-
réttindi að fá að keyra upp í fjöll á hverjum degi í vinnuna.
TÖFRATEPPI FYRIR
BÖRNIN
Um þessar mundir er
unnið að uppsetningu
á svokölluðu töfrateppi
sem er færiband sem
flytur fólk upp brekk-
urnar og er tilvalið fyrir
byrjendur og börn allt
niður í tveggja ára.
MYND/GVA
UPPLÝSINGAR
Allar upplýsingar
um opnun, rútu-
ferðir og aðstæður
hverju sinni má fá
á www.skidasvaedi.
is, í síma 5303000
og á Facebook-síðu
undir Skíðasvæðin
Bláfjöll/Skálafell.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara