Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 29
Framkvæmdastjóraskipti.
Jórunn Magnúsdóttir
kveður eftir 16 ára starf í
þágu Vímulausrar æsku.
bls 1 og 4.
Umsagnir foreldra
bls. 2., 4, 5, 6 og 8
Eru framlög til forvarna í
þágu barna og ungmenna
viðunandi?
bls. 2
V.E.R.A - Úrræði fyrir börn
og unglinga með áhæt-
tuhegðun og fj ölskyldur
þeirra.
bls. 5
Sjálfsstyrkingarnámskeið
fyrir unglinga í vanda.
bls. 5
Farsælt samstarf
bls. 6
Styrkarmannakerfi Vímu-
lausrar æsku
bls. 8
Vermdarengill æskunnar
bls. 8
Nýlega var efnt til samstarfs við
Atvinnutorg Reykjavíkurborgar,
sem er atvinnutengt úrræði fyrir
unga atvinnuleitendur á aldrinum
16-25 ára, óháð rétti þeirra til
atvinnuleysisbóta.
Í samstarfi Foreldrahúss og
Atvinnutorgs felst meðal annars
að markhópnum er boðið upp á
námskeið í sjálfseflingu. Þátttak-
endur skoða og vinna með sig í
hóp og takast á við þær aðstæður
sem hver og einn glímir við.
Þannig myndast tækifæri til að
þiggja og veita stuðning, brjóta
upp óæskilegt mynstur, finna
nýjar leiðir og ekki síst, raunhæf
og persónuleg markmið.
Til að tengjast Atvinnutorginu
hefur ungmenni samband við
Vinnumálastofnun eða þjón-
ustumiðstöð í sínu hverfi og
fær þaðan tilvísun í ráðgjöf
hjá Atvinnutorgi. Torgið sinnir
sérstaklega því fólki sem er án
bótaréttar en sinnir einnig þeim
einstaklingum sem eru að missa
bótarétt sinn hjá Vinnumálastofn-
un eða þurfa frekari einstaklings-
miðaðan stuðning við að koma
sér út á vinnumarkaðinn.
Síðastliðin tvö ár hefur Vel-
ferðarsvið Reykjavíkurborgar
unnið að sérstöku virkniverkefni
með það að markmiði að
hvetja atvinnuleitendur með
fjárhagsaðstoð til virkni. Á því
tímabili hefur komið í ljós að
skortur er á tækifærum fyrir ungt
fólk til að öðlast starfsreynslu
á vinnumarkaði. Atvinnutorgi
er ætlað að koma til móts við
þennan hóp. Nánari upplýsingar
um Atvinnutorg má finna á www.
reykjavik.is/atvinnutorg.
Samstarf
Foreldrahúss og
Atvinnutorgs
Sálfræðingurinn Hrafndís Tekla Pétursdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Vímulausrar æsku af Jórunni fyrr á árinu.
Framkvæmdastjóraskipti
urðu hjá Vímulausri æsku
– Foreldrahúsi fyrr á árinu.
Hrafndís Tekla Pétursdóttir
sálfræðingur tók við starfinu
af Jórunni Magnúsdóttur sem
kvaddi samtökin eftir tæplega
16 ára starf.
Jórunn hóf fyrst afskipti af starf-
semi Vímulausrar æsku árið 1996
en þá var hún í hópi öflugra for-
eldra sem létu sig málefni ung-
menna varða og vímuvarnarstarf.
„Það tók sig saman hópur for-
eldra sem áttu börn sem höfðu
leiðst út í vímuefnaneyslu, áfengi
og/eða önnur vímuefni. Flestir
foreldrarnir áttu börn í meðferð á
Tindum sem þá voru og hétu og við
foreldrarnir kynntumst í eftirmeð-
ferðarstarfinu og fórum að bera
saman bækur okkar. Þegar svo
kom upp sú tillaga að loka Tind-
um þá mynduðum við Foreldra-
hóp til að þrýsta á um endurskoð-
Grasrótarstarfið
er gulls ígildi
framhald á síðu 4