Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 32
12. DESEMBER 2012 MIÐVIKUDAGUR4 ● Vímulaus æska ● SÍMTAL Í FORELDRAHÚS VAR VENDIPUNKTUR Fyrir tæpum tveimur árum stóðum við frammi fyrir vanda sem var okkur fram- andi og virtist óviðráðanlegur. Við höfðum óljósa hugmynd um síma- númer sem foreldrar í vanda mættu hringja í. Síðan þá höfum við verið virkir þátttakendur í foreldrahópum Foreldrahússins og fengið þar ómet- anlega ráðgjöf og stuðning. Eflaust eru margir þættir sem hafa stuðlað að því að gera óyfirstíganlegan vanda að viðráðanlegu verkefni, en þetta eina símtal var vendipunktur. Við erum í ævarandi þakkarskuld við starfsmenn Foreldrahúss, Jórunni sem tók símann þennan morgun og foreldrahópana sem hafa verið ómetanleg stoð. Dóttir okkar 10 ára fór á námskeið Foreldrahúss- ins. Við vorum í fyrstu efins um að þetta hentaði henni, þar sem engin vandamál voru til staðar. Hún er greind með ADHD og hafði geng- ið vel, var bara dálítið til baka. Eftir foreldrasamkomu að loknum tíma númer tvö sáum við betur út á hvað námskeiðið gekk. Við hvetjum alla foreldra sem eiga börn á sjálfs- styrkingarnámskeiði til að mæta á slíkan fund. Námskeiðið hjálpaði dóttur okkar að opna á tilfinning- ar sem voru að bærast innra með henni, sem hvorki hún né við áttuð- um okkur á. Þegar á námskeiðið leið fundum við að hún þurfti hjálp við að koma hlutunum frá sér og við ræddum við námskeiðshaldarann sem hjálpaði henni að tjá sig um veikindi á heimilinu. Eftir það varð hún opnari og tilbúnari að tjá sig. Þetta námskeið er eitthvað sem öll börn eiga að fara á. Námskeiðið bjargaði og styrkti mína dóttur. UMSAGNIR ● MÓÐIR 10 ÁRA STÚLKU SEM SÓTTI SJÁLFSSTYRK INGARNÁMSKEIÐ un ákvörðunarinnar. Grasrótin tók sig til og mótmælti þessu. Við fórum í blöð og fjölmiðla og vökt- um athygli á stöðunni. Við efnd- um líka til undirskriftasöfnunar, listar lágu frammi á öllum bens- ínstöðvum og á undraskömmum tíma tókst okkur að safna undir- skriftum 10.000 einstaklinga sem kröfðust endurskoðunar ákvörðun- arinnar eða að önnur úrræði kæmu í staðinn. Þessar undirskriftir voru svo afhentar þáverandi forsætis- ráðherra, Davíð Oddssyni, en allt kom fyrir ekki, Tindum var lokað. Grasrótarstarfið hélt þó áfram og nokkru seinna eða árið 1996, gekk Foreldrahópurinn formlega til liðs við Vímulausa æsku – Foreldra- samtök, eins og það hét þá. Það má segja að hugmyndin að því hafi komið frá Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur heitinni, sem þá var forsetafrú. Hún lagði til við hópinn að þessi leið yrði farin. Það væri mun vænlegra til árangurs og hún reyndist sannspá.“ Upphafleg gildi og markmið samtakanna eru enn í fullu gildi, að efla mátt foreldra í baráttunni við vímuefnavandann, ásamt því að opna leið fyrir áhugasama til sjálfsræktar og auka fræðslu til almennings. „Við megum aldrei missa sjón- ar á þessum gildum. Við eigum að styðja og styrkja foreldra sem eiga börn í vímuefnaneyslu eða glíma við önnur alvarleg vanda- mál. Þá má heldur ekki gleymast að halda þétt utan um barn eftir að meðferð lýkur og ekki síður fjöl- skyldu viðkomandi því það verða allir þátttakendur í harmleiknum þegar barn eða ungmenni leiðist út í vímuefnaneyslu og glímir við af- leiðingar hennar. “ Jórunn hefur komið að starfi samtakanna stærstan hluta þess tíma sem liðinn er frá stofnun þeirra, haustið 1986. Jórunn var ráðin forstöðukona Foreldrahúss, sem tók til starfa 8. apríl 1999, og veitti Foreldrahúsi forstöðu allt þar til hún lét af störfum í byrjun þessa árs. „Hugmyndina að Foreldra- húsi átti ein úr Foreldrahópnum. Henni fannst vanta afdrep fyrir foreldra og börn svo auka mætti þjónustuna og bæta og efla starf- ið. Fyrsta Foreldrahúsið var opnað í Vonarstræti 4b og tókst það með samstilltu átaki Foreldrahópsins og fjölmargra bakhjarla. Foreldrar standsettu húsið, máluðu, saumuðu gluggatjöld og gerðu það sem til þurfti, allt í sjálfboðavinnu. Starfið jókst og verkefnin margfölduðust og fljótt var svo komið að Vonar- strætið rúmaði ekki þetta kröftuga starf. Síðustu árin í Vonarstrætinu voru erfið, þar var hver krókur og kimi nýttur og dugði ekki til. Auk þess var leigusamningi sagt upp og virtist stefna í lokun Foreldra- húss en það gátum við ekki hugs- að okkur. Með hjálp tryggra bak- hjarla fékk Foreldrahúsið að starfa í Vonarstrætinu þar til samtökun- um áskotnaðist stærra og betra húsnæði í Borgartúni 6. Þar rúm- ast nú öll starfsemin í dag.“ Virðing er lykilatriði í samskipt- um við börnin Jórunn segir að ekkert af því sem unnið hefur verið í nafni sam- takanna hefði verið framkvæman- legt ef ekki hefði komið til velvild og hlýhugur einstaklinga og fyrir- tækja. „Í upphafi voru nokkrir fordóm- ar í garð þeirra sem áttu börn í vímuefnavanda, fyrst og fremst vegna vanþekkingar á málefninu. En með aukinni fræðslu og upp- lýsingamiðlun, opnari umræðu um viðfangsefnið, hafa viðhorfin gjörbreyst. Samtökin hafa þó allt- af notið mikillar velvildar og eiga fjölmarga trygga og trausta bak- hjarla og hafa átt í gegnum tíðina. Opinberir aðilar hafa líka stutt dyggilega við samtökin í gegnum árin. Þetta verður seint fullþakkað. Samtökin Vímulaus æska hafa vita- skuld ekki bjargað heiminum en upphaflegu markmiðin hafa ekki gleymst og mega aldrei gleymast. Þau eru í fullu gildi enn í dag. Það er það sem öllu skiptir, að styðja og styrkja fjölskyldurnar. Þá má held- ur ekki gleyma því að grunnurinn að starfinu var foreldrasamtök og sá grunnur er enn mjög traustur.“ Jórunn starfaði fyrir samtökin í hartnær 16 ár, fyrst í sjálfboðnu starfi en síðar var hún ráðin í laun- að starf. Síðustu tvö starfsárin hjá samtökunum gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Vímulausrar æsku. „Þetta er og hefur alltaf verið mér hjartans mál. Vænst þykir mér um að hafa getað lagt lið, vísað veginn og hjálpað foreldrum og börnum þeirra sem hafa lent í grimmri glímu við vímuefni og vandamál þeim tengd. Það getur enginn sett sig í spor foreldra sem lenda í þessari stöðu með börnin sín en mestu skiptir að gefa aldrei upp vonina. Ég stend sátt upp að loknu dagsverkinu en ég hefði vita- skuld viljað gera miklu meira. Það er aldrei nóg að gert þegar börn og ungmenni og velferð þeirra er annars vegar. Það eru mörg verk- efni sem bíða úrlausnar og hluti af því að vinna úr verkefnunum er að tryggja nægilegt fjármagn svo unnt sé að sinna málaflokkn- um sómasamlega. Þar á ég bæði við aðstoð til þeirra sem leiðst hafa út í neyslu og eins forvarnarþátt- inn. Hann er afar mikilvægur. Við megum heldur ekki gleyma því við- fangsefni sem við er að eiga. Við þurfum að hlusta á börnin og ung- lingana og koma fram við þau af virðingu. Við eigum að mæta þeim á þeirra forsendum og leiðbeina þeim þaðan á rétta braut. Þannig náum við árangri.“ Jórunn segist kveðja samtök- in sátt og þakklát en hefur þó ekki alveg slitið tengslin við grasrótina. „Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast öllu því frábæra fólki sem ég starfaði með hjá sam- tökunum og ekki síður þeim skjól- stæðingum sem til okkar hafa leit- að. Ég hef lært heilmikið, bæði af skjólstæðingunum og foreldr- um þeirra. Það er mitt lán. En við mömmurnar sem upphaflega tókum þátt í Foreldrahópnum fyrir margt löngu hittumst enn reglu- lega. Einu sinni í mánuði komum við saman og ræðum lífsins gagn og nauðsynjar. Í upphafi var lagð- ur grunnur að góðu starfi og ekki síður vináttu sem varir enn í dag. Upphafleg gildi og markmið samtakanna eru enn í fullu gildi, að efla mátt foreldra í bar- áttuni við vímuefnavandann, ásamt því að opna leið fyrir áhugasama til sjálfsræktar og auka fræðslu til almennings. ● MÓÐIR UNGLINGS STÚLKU SEM SÓTTI SJÁLFS STYRKINGARNÁMSKEIÐ framhald af forsíðu „Í upphafi voru nokkrir fordómar í garð þeirra sem áttu börn í vímuefnavanda, fyrst og fremst vegna vanþekkingar á málefninu. En með aukinni fræðslu og upplýsinga- miðlun, opnari umræðu um viðfangsefnið, hafa viðhorfin gjörbreyst,” segir Jórunn sem hefur verið viðriðin starfsemina frá stofnun haustið 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.