Fréttablaðið - 12.12.2012, Side 37

Fréttablaðið - 12.12.2012, Side 37
| FÓLK | 5HEIMILI Þetta er nokkuð sem margir vita ekki af og halda að ISS sé bara ræstingafyrirtæki,“ segir Ívar Harðarson, sviðsstjóri fasteignaumsjónar, en ISS hjálpar fyrirtækjum að losna við áreiti og umstang sem fylgir því að reka fasteign og að halda henni í ásættanlegu ásigkomulagi. Hugmyndin á bak við þessa þjónustu er meðal annars sú að stjórnendur og eigendur geti betur einbeitt sér að sinni kjarna- starfsemi. „Segjum að þú eigir Kringluna eða einhverja aðra húseign. Þá gætum við hjá ISS séð um alla fjármála stjórnun, fjár- stýringu, greiðslur og innborgun fyrir húsið, allt bókhald fyrir hús- eignina, innheimtu á leigugjöld- um og aðra fjármálastjórnun. Sjálfur getur þú svo bara verið í golfi á meðan við sjáum um fjár- hagsáætlanir, rekstraráætlun og samskipti við endurskoðendur,“ segir Ívar og telur upp lítið eitt af þeirri þjónustu sem ISS býður upp á. Hann útskýrir að ekkert sé ISS óviðkomandi í fasteignaum- sýslunni, allt frá því að laga hurð til þess að jafna ágreining við leigjendur og nágranna, og að sjá um að halda lóð umhverfis hús snyrtilegri sem og bílastæðum. ISS sér ekki aðeins um veraldleg- ar eignir fyrirtækja heldur býður fyrirtækið líka upp á stoðþjón- ustu. Í henni felst meðal annars símavarsla, móttaka, ljósritun, póstumsjón og umsjón fundar- herbergja. Svo má ekki gleyma veitingasvið- inu: „Hvort sem þú þarft að láta sjá um mötuneyti starfsmanna, kaffistofuna eða umsjón með fundum og öðrum viðburðum þá búum við til lausn sem er sérsniðin. Við seljum núna yfir 2.000 matarskammta á dag sem er ekkert smotterí,“ segir Ívar en maturinn er keyrður út þó að einnig sé hægt að fá kokk til að elda á staðnum ef aðstæður eru fyrir hendi. ISS býður líka upp á lausnir varðandi móttökur, fundi, boð og veislur þar sem fagfólk á snærum ISS annast umsjón og framkvæmd. „Svo geta fyrirtæki valið þessa þjónustuþætti, hvað viltu að við tökum að okkur?“ segir Ívar. Hann minnist svo á að ISS Ísland hafi náð þeim árangri að vera fyrirmyndarfyrirtæki VR árið 2011. „Það er í sjötta skipti sem fyrir- tækinu hlotnast sá heiður. Fyrir- myndarfyrirtækið er valið eftir ánægju starfsmanna. Það sem starfsmenn okkar gera í stuttu máli er að sjá um eignir frá A til Ö, alveg sama hvort það er á fasteignasviði, veitingasviði, ræstingasviði eða í stoðþjónust- unni eða skrifstofuaðstoðinni,“ segir Ívar. BÝÐUR UPP Á RÆSTINGU OG FASTEIGNAUMSJÓN ISS ÍSLAND KYNNIR ISS Ísland er stærsta eignaumsýslufyrirtæki í heimi með um 530.000 starfsmenn í 52 löndum, þar af 800 á Íslandi. Fyrirtækið hefur verið valið Fyrirmyndarfyrirtæki VR. ■ HRÓS Ein af ástæðum þess að ISS Ísland kemur vel út úr mælingum VR á ánægju starfs- manna er sú að fyrirtækið gerir sér grein fyrir því að hrós er mikilvægt. Reglulega er gerð könnun á meðal viðskipta- vina ISS og í leiðinni er at- hugað hvað þeir eru ánægðir með. Þegar við á er hrósinu komið til skila. En þetta segir á heimasíðu ISS: „Okkur Ís- lendingunum er ekki gjarnt að hrósa og við eigum oft erfitt með að taka við hrósi. Í hrósi er hins vegar fólgin viðurkenn- ing á að vel sé gert og í því felst lærdómsferli.“ ISS ER FYRIR- MYNDARFYR- IRTÆKI VR ■ MATUR Eitt af því sem ISS býður upp á er hollur og góður hádegismatur til fyrirtækja. Boðið er upp á tvo rétti þrjá daga í viku til að allir fái eitt- hvað við sitt hæfi. Lögð er áhersla á hollt og gott hráefni en hollur og góður matur er mikilvægur þáttur í að tryggja ánægju, heilbrigði og aukin afköst starfsfólks. HÁDEGIÐ ER HÁPUNKTUR DAGSINS HJÁ ISS ISS Fyrirtækið er með víðtæka þjónustu hér á landi með um 800 starfsmenn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.