Fréttablaðið - 12.12.2012, Side 44

Fréttablaðið - 12.12.2012, Side 44
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 28MENNING Á R N A S Y N IR util if. is CASALL MAGAHJÓL 3.790 kr. MIKIÐ ÚRVAL SPORTAUKAHLUTA. BÆKUR ★★ ★★★ Hlaupið í skarðið J.K. Rowling Þýðing: Arnar Matthíasson og Ingunn Snædal BJARTUR 2012 Það ríkti mikil eftir- vænting eftir fyrstu bók frægasta höfund- ar heims, J.K. Rowl- ing, fyrir fullorðna. Harry Potter er elsk- aður og dáður um víða veröld og búist var við álíka flugeldasýningum í nýju bókinni, Hlaup- ið í skarðið. Hætt er þó við að aðdáendur galdra- stráksins verði fyrir djúp- um vonbrigðum því hér er hvorki fyrir að fara skemmtun né fantas- íu, hvað þá persónum sem hægt er að taka ástfóstri við eða hata. Sögusviðið er lítið sveitaþorp í Englandi þar sem allt fer á annan endann þegar sveitarstjórnar- meðlimur fellur frá með svipleg- um hætti. Flokkadrættir, baktal, kynþóttafordómar og fordómar gegn „dópistum og letingjum“ blossa upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Persónugalleríið er fjölbreytt, við kynnumst bæði fullorðnu fólki og unglingum af ýmsum stigum þjóðfélagsins, en allir eiga það sameiginlegt að vera á einhvern hátt óánægðir með sitt hlutskipti og láta reiði sína og vonbrigði bitna á öðrum. Allir nema sá sem deyr í upphafi sögu sem virðist hafa verið einhvers konar guð í manns líki og skilur eftir sig þetta gjör- samlega ófyllanlega skarð bæði í bæjarpólitíkinni og í hugum þeirra sem þekktu hann. Bæði sögusviðið og persónurnar eru óþægi- lega kunnugleg úr öllum þeim ensku sveitaþorpa- seríum sem sjónvarpið hefur sýnt okkur í gegnum árin. Sagan lík- ist helst ógnarlöngum Barnaby- þætti, nema hvað að það vantar bæði morðin og Barnaby sjálf- an. Steríó týpurnar vaða uppi í hópi fullorðna fólksins og smá- bæjarandrúmsloftið er hvorki skemmtilegt né þrúgandi, aðeins þreytandi. Þrátt fyrir átökin og spennuna milli persónanna tekst höfundi ekki að byggja upp spennu í frásögninni og það er ekki fyrr en í síðustu tveimur köflunum sem áhugi lesandans er vakinn. Eins og kannski hefði mátt búast við, miðað við fyrri bækur Rowling, tekst henni langbest upp í lýsingum á hugarheimi og sam- skiptum unglinganna. Í þeim á hún nokkra góða spretti og krakk- arnir eru langsamlega áhuga- verðustu persónur sögunnar, þótt einnig í lýsingunum á þeim vaði klisjurnar uppi. Í lokaköflunum tveimur bregður þó fyrir næmni og mannskilningi sem lesand- inn hefur saknað það sem af er bókar. En því miður er það bæði of lítið og of seint til að gera sög- una áhugaverða. Rowling verður seint flokkuð með betri stílistum en íslensk þýð- ing þeirra Arnars Matthíassonar og Ingunnar Snædal er prýði- lega af hendi leyst, textinn rennur áreynslulaust og málfarið er oftast eðlilegt og fer vel í munni. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Ansi klisjukennd ensk þorpssaga með kunnuglegum persó- num. Daufleg og óáhugaverð lengi framan af en nær sér á strik í lokin. Hvar er Barnaby? STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag „Þetta er bók ætluð fyrir mann- fagnaði, skóla og heimili,“ segir Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari um nótnabók með lögum ætluðum til almenns söngs sem er nýkomin út og heitir Söngva- safn. Þar er á ferðinni aukin og endurbætt útgáfa Nýs söngva- safns sem kom út 1949 og byggði á nótnabók sem kom út 1915 og 1916 og nefnist almennt Fjárlög- in vegna kinda á kápunni. Snorri valdi lögin í nýju bókina, ásamt Þorgerði Ingólfsdóttur kórstjóra, en upphafsmaðurinn var Ingólfur Guðbrandsson, tónlistarkennari og söngstjóri, faðir hennar. „Það var Ingólfur sem hóf verkið og fékk mig með sér. Svo féll hann frá vorið 2009. Þá tók Þorgerður dóttir hans við en auk þess hafa margir lagt hönd á plóginn, bæði innan Námsgagnastofnunar og utan,“ lýsir Snorri. Hann segir nýju bókina um 100 blaðsíðum lengri en söngvasafnið frá 1949, allmörgum lögum úr eldri bókinni sé sleppt og önnur nýrri tekin inn. „Kjarni málsins er sá að síðan 1949 hafa verið samin svo mörg falleg sönglög sem þjóðin hefur tekið upp á sína arma, eins og Maístjarnan, Skólavörðuholtið hátt, Heyr himnasmiður, Hvert örstutt spor og fleiri slík,“ segir Snorri og nefnir tónskáldin Sig- fús Halldórsson, Jón Múla, Atla Heimi, Jón Nordal, Þorkel Sigur- björnsson, Leif Þórarinsson, Gunnar Reyni Sveinsson sem dæmi um höfunda laga. „Einnig eru útsetningar eftir Jórunni Viðar og lög eftir yngri tónskáld, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Gunnar Þórðarson, Tryggva M. Baldvinsson, Hauk Tómasson og Hróðmar Sigur- björnsson og marga fleiri þannig að breiddin er mikil,“ bætir hann við. En eru lögin í nýju bókinni álíka auðspiluð og í gömlu bók- unum? „Já, sumar útsetningarnar eru alveg óbreyttar úr gömlu bók- unum en aðrar eru langflestar í einföldum útsetningum. Einnig fylgja hljómatákn sem auðvelda fólki sem ekki kann að lesa nótur fyrir píanó að spila með á gítar.“ Snorri kveðst hafa unnið að útgáfunni í þrjú ár ásamt Þor- gerði og segir það hafa verið einkar ánægjulegt. „Maður kynntist svo mörgu skemmtilegu í leiðinni, bæði varðandi lögin og höfundana, og þurfti að hafa sam- band við svo margt skemmtilegt og velviljað fólk.“ gun@frettabladid.is Fjárlögin endurbætt Söngvasafn er komið út á vegum Námsgagnastofnunar, með 225 sönglögum útsettum fyrir píanó, að viðbættum hljómatáknum. Þar eru gömul ættjarðar- og þjóðlög í bland við nýrri. Snorri Sigfús Birgisson tónlistarmaður veit meira. SNORRI SIGFÚS „Síðan 1949 hafa verið samin svo mörg falleg sönglög sem þjóðin hefur tekið upp á sína arma,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í ALDURSRÖÐ Geyma perlur sem allir þekkja.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.