Fréttablaðið - 12.12.2012, Page 62
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 46
Tvær franskar þungarokkssveitir, Ĺ esprit du clan
og Hangman´s Chair, taka þátt í þungarokkshátíð-
inni Fjandinn sem verður haldin hér á landi um
helgina. Fyrrnefnda sveitin kom síðast hingað til
lands fyrir tveimur árum.
Einnig stíga Angist, Dimma, Momentum og fleiri
íslenskar sveitir á svið á hátíðinni.
Fjandinn er hluti af stærri alþjóðlegri hátíð sem
ferðast á milli landa. Rokkarinn Kalchat hefur
skipulagt hana síðan 2007. Hann vinnur hjá bók-
unarskrifstofunni Rage Tour sem sér um að bóka
tónleika með þekktum sveitum á borð við Napalm
Death, Biohazard og Sepultura bæði í Frakklandi og
víðar um Evrópu.
Núna verður hátíðin haldin á Íslandi og stendur
hún yfir í tvo daga. Fyrri dagurinn verður á föstu-
dagskvöld á Gauki á Stöng í Reykjavík, og sá seinni
á Græna hattinum á Akureyri á laugardagskvöld.
Tugir manna úr vinahópi Kalchat ætla að ferðast til
Íslands á hátíðina.
Miðaverð er 1.500 krónur í Reykjavík en 2.000
krónur á Akureyri og er átján ára aldurstakmark.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni Kice.cc.
Franskir rokkarar á Fjandanum
Tvær franskar þungarokkssveitir spila á hátíðinni Fjandinn um helgina.
TIL ÍSLANDS Frönsku þungarokkararnir í L´esprit du clan eru
á leiðinni til Íslands.
„Þetta byrjaði vel en svo fór allt
í steik,“ segir útvarpsmaðurinn
og kontrabassaleikarinn Smutty
Smiff, en grúppían Cynthia
Albritton reyndi að gera afsteypu
af getnaðarlim hans árið 1980.
Albritton, sem er betur þekkt
sem Cynthia Plaster Caster,
gerði garðinn frægan á 7. og 8.
áratug síðustu aldar með gifs-
afsteypum sínum af æxlunar-
færum frægra tónlistarmanna.
Hennar frægasti skúlptúr er án
efa af veldissprota gítargoðsins
Jimi Hendrix.
„Við vorum bæði blindfull og
gifsblandan var eitthvað mis-
heppnuð. Ég fékk því aldrei að
vera meðal sýningargripa,“ segir
Smutty, sem hefur verið búsettur
hér á landi síðustu fimm ár og á
íslenska eiginkonu.
Nafn Smuttys má engu að síður
finna á vefsíðu Albritton, en þar
hefur hún skrásett allar þær
afsteypur sem hún hefur gert.
Á lista Albritton, sem bauð sig
fram til borgarstjóra Chicago
árið 2010, kennir ýmissa grasa.
Má þar nefna nöfn á borð við
fyrrnefndan Hendrix, Jello
Biafra úr pönksveitinni Dead
Kennedys, Eric Burdon úr The
Animals, og söngkonurnar
Peaches og Karen O.
„Ég spilaði reglulega í Chicago
með hljómsveitinni minni, The
Rockats, og hún kom að sjá
okkur. Okkur varð vel til vina og
hún stakk upp á því að við gerð-
um þetta,“ segir Smutty, en hann
hugsaði sig ekki tvisvar um. „Til-
hugsunin um afsteypur okkar
Hendrix, hlið við hlið, var nóg til
þess að ég lét slag standa.“
Spurður um hvað eiginkonunni
finnist um þetta uppátæki segist
Smutty reyndar aldrei hafa sagt
henni frá þessu. „Ég var tvítug-
ur og ógiftur. Hún á bara eftir að
hlæja að mér.“
haukur@frettabladid.is
Blindfullur og gifs-
blandan misheppnuð
Rokkabillíkóngurinn Smutty Smiff , útvarpsmaður á X-inu, leyfði goðsagnakenndu
grúppíunni Cynthiu Plaster Caster að taka gifsafsteypu af getnaðarlim sínum.
ALLT Í STEIK Gifsafsteypan sem Cynthia Plaster Caster tók af Smutty Smiff var
algjört klúður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Gifsdrottningin hefur vakið athygli fjölmargra
tónlistarmanna, og í nokkrum tilfellum ortu þeir til
hennar í söngtextum sínum. Frægasta dæmið um
það er lagið Plaster Caster, þar sem öskudagsbúnir
meðlimir Kiss sungu af innlifun um listsköpun
hennar.
Þá greinir breski hjartaknúsarinn Rod Stewart
frá því í ævisögu sinni að hann hafi hafnað boði
Albritton um að taka af honum afsteypu. Stewart,
ásamt Ron Wood, sem seinna varð gítarleikari
The Rolling Stones, fékk að líta á sýningargripina
áður en hrært var í gifsinu. Þegar þeir félagar ráku
augun í vel útilátið sýnishornið af Jimi Hendrix,
hættu þeir snarlega við, og höfðu orð á því að hvor-
ugur þeirra myndi njóta góðs af samanburðinum.
Rod Stewart guggnaði og Kiss samdi lag
„Þetta tókst eins og í einhverjum
draumi í lokin. Það gekk allt upp,“
segir Pétur Ben um fjármögnun
plötunnar sinnar God´s Lonely
Man.
Þegar upptökum var lokið óskaði
Pétur, sem gaf út plötuna sjálfur,
eftir styrkjum vegna framleiðsl-
unnar á söfnunarsíðunni Alpha.
karolinafund.com, eins og Frétta-
blaðið greindi frá. Markmiðið var
að safna hálfri milljón króna og
það tókst innan þess tímaramma
sem gefinn var upp. „Um einum og
hálfum sólarhring áður en söfnun-
in kláraðist var ég bara hálfnað-
ur en þá fór allt í gang. Bæði vinir
og vandamenn og fólk sem held-
ur með manni „póstaði“ þessu og
deildi,“ segir hann. „Það er gaman
fyrir listamenn að sjá að það er
hægt að framkvæma þetta í krafti
fjöldans í gegnum netið.“
Pétur bauð þeim sem vildu borga
mest, eða 80 þúsund krónur, einka-
tónleika á Skype fyrir aðstoðina en
enginn lagði í þá upphæð. „Þetta
var sennilega bara fyrir olíufursta
í Mið-Austurlöndum,“ segir hann
og hlær.
Pétur segist hafa lagt rosalegan
tíma í plötuna, sem átti alltaf að
vera „þyngri“ en sú síðasta sem
fékk Íslensku tónlistarverðlaunin
2007. „Ég vandaði mig við að reyna
að halda út þessari tilfinningu
sem er á plötunni,“ segir hann. Og
hvert var þá þemað? „Guð, dauðinn
og einmanaleiki.“
Næstu tónleikar Péturs Ben
verða á Ellefunni á föstudaginn
og er ókeypis inn. - fb
Safnaði hálfri milljón króna á netinu
Pétur Ben syngur um Guð, dauðann og einmanaleika á nýjustu plötu sinni God´s Lonely Man.
SAFNAÐI Á NETINU Pétur Ben hefur
gefið út plötuna God´s Lonely Man.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Ég er að lesa teiknimyndasöguna
Crossed: Wish You Were Here, en
hún fjallar um uppvakningafar-
aldur, þar sem uppvakningarnir eru
morðingjar, nauðgarar, náriðlar og
allt það hryllilegasta sem maður
getur hugsað sér. Crossed-sögurnar
eru ógeðslegustu myndasögur sem
ég hef lesið og ég er „húkkd“.“
Hugleikur Dagsson listamaður
BÓKIN
Fissler pottar, pönnur og önnur
búsáhöld í miklu úrvali.
Einnig vandaðir hraðsuðupottar
sem gera matseldina hraðari
og hollari. Þýsk hágæðavara.
Fissler hefur framleitt hágæða potta
og pönnur í Þýskalandi í 167 ár.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
ht.is
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt
LAUGAVEGI 178. Sími: 568 9955.