Fréttablaðið - 24.12.2012, Side 10

Fréttablaðið - 24.12.2012, Side 10
24. desember 2012 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 10 Hér á landi eru það íslensk stjórnvöld sem hafa ákvörðunarvald um leyfilegan heildarafla í íslenskri lögsögu og á öðrum miðum sem Ísland hefur ráðstöfunarrétt yfir. Fiskveiðistjórnunarkerf- ið er mótað í löggjöf frá Alþingi en síðan útfært nánar af stjórnvöldum. Þegar nýr fiskistofn, til að mynda makríll, fer að ganga í miklum mæli inn í íslenska efnahagslög- sögu kemur það því í hlut íslenskra stjórnvalda að ákveða hversu miklum afla er úthlutað úr stofn- inum og til hverra. Þetta á reyndar ekki við ef Ísland hefur skuldbundið sig að þjóðar- rétti til annars, það er gert samn- ing við önnur ríki sem kveður á um annað. Undanfarin ár hefur makríl verið úthlutað til íslenskra fiskveiðiskipa eftir reglum sett- um af stjórnvöldum, nú síðast með reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2012. Framselt vald Aðildarríki Evrópusambandsins hafa framselt vald sitt á þessu sviði til sameiginlegra stofnana sambandsins. Evrópusamband- ið hefur sjálfstæða stefnu í fisk- veiðimálum og er meginreglan sú að sambandið eitt hafi vald til að setja lagareglur um verndun fiski- auðlinda. Í því felst meðal annars vald til að ákveða skiptingu kvóta milli aðildarríkja. Af þessu leiðir að aðildarríkin sjálf hafa ekki vald til að ákveða skiptingu kvóta milli landa en er hins vegar látið eftir að skipta landskvóta viðkom- andi ríkis milli útgerða og/ eða fiskiskipa í því ríki. Vald Evrópusambandsins nær í aðalatriðum til allra hafsvæða sem heyra undir lögsögu aðildarríkjanna, það er landhelginnar, efna- hagslögsögunnar og land- grunnsins. Það er meginregla innan Evrópusambandsins að fiskveiðar skuli byggja á hlutfallslega stöðugum veiðum en í því felst að landskvóta til aðildarríkja er úthlutað á grundvelli sögulegrar veiðireynslu. Hlutdeild hvers og eins aðildarríkis í sameiginleg- um fiskveiðiheimildum á þannig að haldast stöðug. Þá er það einnig meginregla í Evrópusam- bandinu að fiskveiðiskip aðildar- ríkja eiga að hafa jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum á öllum hafsvæðum sambandsins. Aðild- arríkin hafa þannig jafnan rétt til veiða innan hafsvæða Evrópu- sambandsins án tillits til þess innan hvaða lögsögu svæðin kunna að falla, að því gefnu að þau hafi yfir að ráða tilskildum aflakvóta. Í fyrirsvari Af meginreglunni um hlutfalls- lega stöðugar veiðar leiðir að ef fiskistofn fer að ganga úr efna- hagslögsögu eins aðildarríkis inn í efnahagslögsögu annars aðild- arríkis þá á landskvóti fyrra rík- isins að haldast óbreyttur þrátt fyrir breytingar á göngu fiski- stofnsins. Ef hins vegar fiskistofn fer að ganga inn í efnahagslög- sögu aðildarríkis frá þriðja ríki eða alþjóðlegu hafsvæði þá gildir sú regla að Evrópusambandið skal ákveða aðferð við úthlutun nýrra fiskveiðiheimilda að teknu tilliti til hagsmuna sérhvers aðildar- ríkis. Evrópusambandið hefur þannig vald til að vera í fyrirsvari fyrir aðildarríkin og gera þjóðréttar- samninga við ríki utan sambands- ins um fiskveiðar, hvort sem er um rétt aðildarríkjanna til fisk- veiða í lögsögu þriðju ríkja eða rétt þriðju ríkja til veiða í lögsögu Evr- ópusambandsins. Það er af þeim sökum sem Írland og Bretland eru ekki beinir aðilar að makríl- deilunni við Íslendinga heldur Evr- ópusambandið, þrátt fyrir að það séu Bretar og Írar sem helst hafa stundað makrílveiðar í Atlantshafi og hafa hagsmuni af veiðunum. Ljóst er að sem aðili að Evrópu- sambandinu hefði það ekki verið á færi íslenskra stjórnvalda að úthluta kvóta úr makrílstofninum. Það hefði komið í hlut Evrópusam- bandsins eftir þeim meginreglum sem reifaðar hafa verið hér að framan. Svarið við spurningunni er því já, ESB-aðild mundi breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska fisk- veiðilögsögu. ESB-aðild og nýr stofn í íslenskri fiskveiðilögsögu Í Fréttablaðinu 20. desember er opið bréf til alþingismanna frá Hafdísi Óskarsdóttur þar sem hún lýsir meintri reynslu sinni af sam- skiptum við Dróma hf. og Frjálsa hf. Af því tilefni vilja Drómi hf. og Frjálsi hf. taka fram að efnisatriði greinarinnar eru röng í veigamikl- um atriðum en vegna bankaleynd- ar er félögunum ekki heimilt að fjalla opinberlega um málefni ein- stakra viðskiptavina. Drómi vill vekja athygli á ummælum eftirlitsnefndar á vegum atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytisins sem birt var sl. þriðjudag, þar sem m.a. kemur fram að vegna reglna um banka- leynd þurfi fjármálafyrirtæki að sitja þegjandi undir umfjöllun fjölmiðla þar sem viðskiptamenn þeirra hafi ekki samþykkt að aflétta bankaleynd. Nefndin skoð- aði sérstaklega skuldamál einstak- linga og fyrirtækja sem verið hafa í umfjöllun fjölmiðla og hafi nið- urstaðan jafnan verið á þann veg að vinnsla mála var innan þeirra viðmiða sem unnið skyldi eftir. Umfjöllun fjölmiðla um þau hafi því hvorki verið í takti við efni máls né byggð á öllum staðreynd- um sem máli skipti. Virðingarfyllst, Magnús Steinþór Pálmarsson Athugasemd frá Dróma EVRÓPU - VEF URINN Mundi ESB-aðild breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýr fi skistofn gengi inn í íslenska fi skveiðilögsögu? Hildur Ýr Viðarsdóttir héraðsdóms- lögmaður ➜ Af þessu leiðir að aðildar- ríkin sjálf hafa ekki vald til að ákveða skiptingu kvóta milli landa en er hins vegar látið eftir að skipta lands- kvóta viðkomandi ríkis milli útgerða og/eða fi skiskipa í því ríki. Hingað og ekki lengra, nú er komið að þolmörk- um. Hvar er skjaldborgin sem átti að standa vörð um heimilin? Verðtryggð húsnæðislán hafa stökkbreyst á undan- förnum árum. Greiðslu- byrði heimilanna eykst stöðugt og lítið er gert til að leiðrétta þessi mál. Það er komið nóg og tími kom- inn til þess að gera breyt- ingar á stöðu þessa hóps sem tók verðtryggð lán. Upphafið Í ársbyrjun 2007 ákváðum við, fjögurra manna fjölskyldan, að stækka við okkur. Bjuggum þá í eldra húsi hér á Skaganum og langaði í nýrra hús sem þarfn- aðist minna viðhalds en gamla húsið. Við fórum á stúfana og skoðuðum ýmsar eignir sem voru til sölu en svo ákváðum við að byggja okkur heimili. Sáum að það var hagkvæmasti kost- urinn, við gætum unnið sjálf í húsinu um kvöld og helgar og auk þess bauðst okkur að flytja inn á ættingja okkar til að spara leigu. Þetta gerðum við og það tók okkur rétt tæpt ár að koma okkur inn í húsið. Ekki misskilja mig, þarna horfðum við í hverja einustu krónu. Keyptum innréttingar og tæki í ódýrari kantinum. Við tókum verðtryggð lán upp á 28 milljónir þegar við höfðum lokið við húsið. Þá var það metið á 38 milljónir og við nokkuð sátt með stöðuna. Hugsuðum með okkur að við gætum selt húsið ef við myndum lenda í vandræðum. Breytt staða Á haustmánuðum 2008 breyttist staða ansi margra. Íslenska fjár- málakerfið hrundi og það hefur enginn sloppið við að verða var við þau ósköp, því miður. Maðurinn minn missti vinnuna um jólin 2008. Sem betur fer fékk hann vinnu á fyrstu mánuðum árs- ins 2009 en launin voru langt frá því að vera þau sömu og hann var með áður. Það munaði um 240 þús- und útborguðum krónum á mán- uði og setti það stórt strik í reikn- inginn. Við sáum í hvað stefndi og fórum í bankann. Þar tók yndis- legt fólk á móti okkur sem vildi allt fyrir okkur gera. Við gerð- um samning við bankann sem var þess eðlis að við lögðum öll okkar laun inn á reikning sem bankinn hafði umsjón yfir. Bank- inn skammtaði okkur svo pening í hverri viku sem framfærslu. Þetta kerfi hentaði vel, við fengum að halda heimilinu okkar og vorum sátt við það. Viss um að það væri verið að hugsa einhverja almenna aðgerð til hjálpar heimilum í þess- ari stöðu. Ferlið tók langan tíma, lánin voru fryst og á endanum var okkur boðið upp á 110 % leiðina. Á þessum tíma hafði húsnæðis- verðið hrunið og lánin rokið upp. Staðan núna Enn búum við í húsinu okkar. En 110% leiðin hefur lítið hjálpað okkur því húsnæðislánið er að nálgast þær hæðir sem það var í áður en við fengum hjálpina. Maðurinn minn hefur unnið erlendis í tvö ár og þarf að vinna þar áfram því þar bjóðast betri laun. Án þeirra kjara værum við ekki lengur í húsinu. Greiðslubyrð- in hefur stóraukist þrátt fyrir að við séum ekki að bæta við okkur neinum nýjum útgjaldaliðum. Þvert á móti höldum við í hverja krónu og skoðum í hvað pening- arnir fara. Það spyrja sig líklega einhverjir við lestur þessarar greinar af hverju við búum enn í húsinu. Ég get sagt ykkur það. Við eigum ekki neitt í húsinu og við erum föst. Ef við förum þá þurfum við að borga með okkur og við höfum ekki efni á því, eins og svo margir aðrir sem eru í sömu sporum og við. Breytingar Ég spyr fyrir okkar hönd og fyrir hönd allra þeirra sem eru í sömu stöðu og við, hvenær á að hjálpa heimilunum? Hvenær sjáum við fram á aðgerðir sem hjálpa þess- um hópi fólks, áður en stór hluti þeirra fer í þrot? Einhver spyr líklega hvar eigi að fá peninga til þess að leiðrétta þessi lán. Mig langar því að benda á að frá hruni hefur ríkið sett 400 milljarða í fjármálakerfið og 1.000 milljarða í afskriftir fyrirtækj- anna. Ég spyr, hvaðan voru þessir peningar teknir? Hingað og ekki lengra Ég er með íbúðarlán sem ég borga 160 þúsund krónur af á mánuði. Lánið stendur í 34 milljónum og í hverjum mánuði hækkar það um u.þ.b 120 þúsund krónur. Það gera um 1.440 þúsund á ári. Ég segi því hingað og ekki lengra. Ég er búin að fá nóg. Hvað með ykkur? Núverandi stjórnmálamenn og þeir sem sækjast eftir kjöri í vor verða að einbeita sér að þessum málum. Komum heimilunum til hjálpar. Nokkur orð um verðtryggð húsnæðislán FJÁRMÁL Elsa Lára Arnardóttir í 3. sæti á lista Framsóknar í Norðvestur kjör- dæmi ➜ Við tókum verð- tryggð lán upp á 28 milljónir þegar við höfðum lokið við húsið. Þá var það metið á 38 milljónir og við nokkuð sátt með stöðuna. Hugs- uðum með okkur að við gætum selt húsið ef við myndum lenda í vandræðum. Rafiðnaðarsamband íslands óskar þér og þínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Við þökkum ánægjulegt samstarf á árinu og hlökkum til samstarfs á komandi ári. RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín. 365 miðlar treysta okkur fyrir öruggri dreifingu á Fréttablaðinu Br an de nb ur g Við flytjum þér góðar fréttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.