Fréttablaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 4
24. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
BÍLAR Tæplega 7.800 fólksbílar
hafa verið nýskráðir hér á landi
á þessu ári samkvæmt tölum
Umferðarstofu. Þetta er veru-
leg aukning miðað við tvö
síðustu ár en í fyrra
voru rétt rúm-
lega 5.000 bílar
nýskráðir og
um 3.000 árið
2010.
Bílamark-
aðurinn hefur
smám saman verið að taka við
sér eftir bankahrun.
Hápunktinum var náð árið
2007 þegar um sextán þúsund
bílar voru nýskráðir en árið 2009
voru þeir rétt um 2.200.
LÖGREGLUMÁL Ekið hefur verið
á að minnsta kosti 55 gangandi
vegfarendur það sem af er ári á
höfuð borgarsvæðinu. Þeim slys-
um sem hafa átt sér stað á nótt-
unni hefur fjölgað. Þetta kom
fram í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Á síðustu fjórum árum hafa
flest slys, þar sem ekið er á
gangandi vegfarendur, orðið yfir
vetrar mánuðina.
Í langflestum tilvikanna eða
84% var ekið á gangandi vegfar-
endur þegar þeir voru á umferð-
argötu en aðeins í 7% tilvika á
fólk sem var að fara yfir gang-
braut.
Í um 4% tilvika óku ökumenn
burt af vettvangi slyssins.
4% ökumanna stungu af:
55 vegfarendur
orðið fyrir bíl
Nýjum bílum fjölgar:
Um 7.800 nýir
bílar á árinu
MENNING „Eftir hæga byrjun virðist bóksala hafa verið lífleg síðustu
tvær vikur,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra
bókaútgefenda. „Mér skilst á stærri forlögunum að þau séu mjög ánægð
með sinn hlut. Sérstaklega hafa skáldsögurnar verið að taka mjög við
sér undanfarið.“
Að sögn Kristjáns hafa vinsælustu bækurnar verið að seljast í um
15-20 þúsund eintökum og einhverjar þar yfir, þar á meðal Arnaldur
Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Matreiðslubók Disney.
Kristján segir erfitt að skjóta á hvort bóksala sé á pari við síðustu ár
en telur þó að veltan verði svipuð í ár, eða í kringum fimm milljarða. - kh
Vinsælustu bækurnar fara í um 20 þúsund eintök:
Bóksala fór hægt af stað
BÓKSALA Það var nóg að gera í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
RÓM, AP Mario Monti, sem leitt
hefur sérfræðingaríkisstjórn á
Ítalíu í rúmt ár, mun ekki bjóða
sig fram í þingkosningunum þar í
landi í febrúar þrátt fyrir hvatn-
ingu til þess. Monti er þó reiðu-
búinn til að gegna starfi sínu
áfram falist sigurvegarar kosning-
anna eftir því og séu þeir tilbúnir
til að styðja þá stefnu sem ríkis-
stjórn Monti hefur markað.
Monti hélt blaðamannafund
í gær þar sem hann opinberaði
fyrir ætlanir sínar. Sagðist hann
ekki geta boðið sig fram í komandi
kosningum þar sem hann styddi
engan stjórnmálaflokka landsins.
Silvio Berlusconi, forveri Monti
og leiðtogi hægri flokksins Forza
Italia, hafði boðið Monti að vera
forsætisráðherraefni flokksins í
kosningunum í febrúar. Á blaða-
mannafundinum í gær sagðist
Monti hins vegar furða sig á boð-
inu þar sem flokkur Berlusconi
hefði verið mjög gagnrýninn á
aðgerðir ríkisstjórnar sinnar.
Með tilkynningunni batt Monti
enda á margra vikna vangaveltur
um fyrirætlanir sínar. Hafði hann
víða fengið hvatningu til þess að
bjóða sig fram og hafði viðskipta-
jöfurinn Luca Cordero di Monteze-
molo, stjórnarformaður Ferrari,
stofnað miðjusinnaða stjórnmála-
hreyfingu sem hann vonaðist til að
Monti féllist á að leiða.
Ríkisstjórn Monti tók við völd-
um í nóvember 2011 þegar síðasta
stjórn Berlusconi hrökklaðist frá
völdum. Stjórninni var falið það
verkefni að rétta af efnahag Ítalíu
og endurreisa trúverðugleika
landsins í augum fjármálamark-
aða. Ríkisstjórnin þykir almennt
hafa staðið sig vel þótt vinsældir
hennar hafi dvínað eftir því sem
liðið hefur á starfstíma hennar.
Á sama tíma hafa flokkarnir á
ítalska þinginu orðið tregari til að
samþykkja stefnu stjórnarinnar.
Ríkisstjórn Monti ákvað að fara
frá á dögunum þegar flokkur Ber-
lusconi hætti að styðja stjórnina
en áður naut hún stuðnings allra
helstu flokka ítalska þingsins.
Stjórnin ákvað þó að klára að koma
fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár í
gegnum þingið áður en boðað var
til kosninganna í febrúar.
Samkvæmt skoðanakönnunum
nýtur hinn vinstri sinnaði Lýð-
ræðisflokkur mests fylgis og er
leiðtogi hans, Pier Luigi Bersani,
líklegastur til að taka við af Monti.
magnusl@frettabladid.is
Monti ekki fram en
til í að halda áfram
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, batt í gær enda á vangaveltur um að hann
myndi leiða bandalag miðflokka í þingkosningum þar í landi í febrúar. Monti segist
reiðubúinn til að halda áfram sem forsætisráðherra en hyggst ekki fara í framboð.
MONTI OG BERSANI Mario Monti til vinstri og Pier Luigi Bersani, formaður hins vinstri sinnaða Lýðræðisflokks, sem er talinn
líklegasti eftirmaður Monti sem forsætisráðherra Ítalíu. MYNDIR/AP OG AFP/NORDICPHOTOS
MATVÆLI Matvælastofnun sá
ástæðu til að slá á áhyggjur mat-
gæðinga á heimasíðu sinni og
tekur af allan vafa um að þjóðlegar
aðferðir við að vinna hákarl standa
óhaggaðar þrátt fyrir breytingar á
matvælalöggjöfinni.
Í nýrri löggjöf um matvæli á
Evrópska efnahagssvæðinu er þess
gætt að sveigjanleiki sé til staðar
varðandi framleiðslu, vinnslu og
dreifingu matvæla og að löggjöf-
in dragi ekki úr fjölbreytileika í
evrópskri matargerð og hefðum.
Sveigjanleiki í löggjöfinni er
sérstaklega mikilvægur varðandi
framleiðslu á matvælum sam-
kvæmt gamalgrónum hefðum og
aðferðum. Vinnsla á hákarli er ein
slíkra aðferða sem byggja á sögu-
legri hefð. Stefnt er að því að regl-
ur um hefðbundna framleiðslu verði
gefnar út á komandi ári.
Því hafa ekki verið gerðar neinar
breytingar á heimildum framleið-
enda til að setja á markað hákarl
sem unninn hefur verið á hefðbund-
inn hátt. - sh
Ný löggjöf um matvæli hindrar ekki þjóðlega matvælagerð á Íslandi:
Ekkert í vegi fyrir vinnslu á hákarli
ÞJÓÐLEGT Sigurður Hólm og nafni
hans Tómasson gera sig líklega til að
skera hákarl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVÍÞJÓÐ Sænska konungsfjöl-
skyldan færði sænsku þjóðinni
gleðitíðindi í gær þegar hún til-
kynnti að Madeleine prinsessa
og unnusti hennar, Christopher
O‘Neill, ætli að gifta sig í júní.
Talsmaður konungsfjölskyld-
unnar segir að brúðkaupið verði
ekki eins íburðarmikið og brúð-
kaup eldri systurinnar, Viktoríu.
O‘Neill er bresk-bandarískur
bankastjóri en hjúin kynntust í
New York í fyrra og trúlofuðu sig
í október síðastliðnum.
Gleðitíðindi frá Svíþjóð:
Madeleine í
hnapphelduna
228,8443
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
USD 126,03
204,82 205,82
166,54 167,48
22,319 22,449
22,626 22,76
19,333 19,447
1,4976 1,5064
194,41 195,57
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
21.12.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Miðvikudagur - annar í jólum
13-18 m/s en hægari inn til landsins.
JÓLAVEÐRIÐ verður ólíkt milli landshluta. Norðaustanátt ríkir næstu daga með
snjókomu eða éljum norðan- og austanlands en það léttir heldur til syðra. Það kólnar
heldur í veðri og á annan í jólum eru líkur á töluverðu frosti, einkum NA-til.
-2°
10
m/s
-1°
10
m/s
-2°
5
m/s
3°
0
m/s
Á morgun
Víða 10-18 m/s, einkum NV-til.
Gildistími korta er um hádegi
-8°
-10°
-7°
-10°
-11°
Alicante
Aþena
Basel
18°
12°
8°
Berlín
Billund
Frankfurt
10°
4°
12°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
13°
4°
4°
Las Palmas
London
Mallorca
24°
13°
20°
New York
Orlando
Ósló
3°
22°
-5°
París
San Francisco
Stokkhólmur
12°
13°
-4°
0°
4
m/s
3°
11
m/s
-1°
7
m/s
-1°
12
m/s
0°
5
m/s
0°
9
m/s
-6°
6
m/s
-4°
-8°
-4°
-7°
-9°