Fréttablaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 32
24. desember 2012 MÁNUDAGUR| MENNING | 28 BAKÞANKAR Sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Hvað verður í pakkanum þínum, já, öllum pökkum kvöldsins? Verða ein- hverjar skyldugjafir – án hjartahlýju? Færðu kannski pakka sem kosta lítið en snerta þig þó samt djúpt af því þeir tjá ást? Pakkar eru mismunandi og gildi þeirra líka. HVAÐ skiptir þig mestu máli í lífinu? Hugsaðu um hvað þú mátt missa. Eru það hlutirnir þínir og vinnan eða er það fólkið þitt? Hvað er það sem þú getur alls ekki án verið? Ég sperri eyru þegar fólk á krossgötum lífsins – og stundum við ævilok – gerir upp stóru málin. Það sem skiptir máli þegar allt og dýpst er skoðað er lifandi fólk, maki, börn, ástvinir – ekki dótið. Oft er stærsta sorg fólks við ævilok að hafa ekki haft meira næði til að vera með ástvinunum. UNGIR drengir mínir hafa stundum skrifað okkur foreldrunum kort og bréf. Þar eru áhrifaríkar tilkynningar með stórum og barnslegum stöfum: „Pappi er bestur“ eða „Mamma er best í heiminum.“ Þessi bréf eru ekki hlutlægar lýsingar heldur tjá frekar tengsl og tilfinningar. Við sem fáum svona ástarbréf fögnum þeim. Á snepli, sem ég geymi sem merki- legasta plagg heimsins, stendur. „Ég elska þig, pabbi.“ Þessi setning varð- ar lífshamingju mína. Það er þetta sem skiptir öllu máli. Það er undur að fá að elska og vera elskaður. Það sker úr um líf og hamingju. Miði drengsins myndi ekki vera metinn til margra króna en er mér samt óendanlega dýrmætur. HVERJU leyfum við að komast að okkur? Erum við til í að opna tilfinn- ingapakkann líka? Jólaboðskapurinn er ekki fyrst og fremst um meyjarfæðingu, vitringa, englaskara eða að Jesús fædd- ist í Betlehem. Allt þetta kemur við sögu, en þau mál eru meira rammi en megin- mál. Aðferð helgisögunnar er að nota stef, ímyndir og minni sem þjóna boðskap eða skilaboðum þeirrar sögu. Til að taka eftir hinu guðlega megum við alveg skræla burt það sem ekki hefur lengur skiljan- lega skírskotun. Helgisögur eigum við ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega. UM hvað er þá jólaboðskapurinn? Að Guð elskar ákaft og persónulega. Tilveran er ekki til dauða heldur er nóttin rofin gráti þess barns sem er merkingarvaki allrar veraldar. Guð elskar ákaft og tjáir þér á öllum stundum lífsins, með börnum, í makafangi og alls staðar: „Ég elska þig.“ HORFÐU svo í augu fólksins þíns og sjáðu í þeim ást og undur lífsins. GLEÐILEG JÓL Ég elska þigLÁRÉTT2. dangl, 6. skóli, 8. spor, 9. angan, 11. leita að, 12. grastoppur, 14. undireins, 16. skammstöfun, 17. vel búin, 18. yfirgaf, 20. vörumerki, 21. skraut. LÓÐRÉTT 1. margskonar, 3. frá, 4. nagdýr, 5. knæpa, 7. vínandi, 10. ásamt, 13. útdeildi, 15. svari, 16. bókstafur, 19. óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2. bank, 6. ma, 8. far, 9. ilm, 11. gá, 12. skegg, 14. óðara, 16. eh, 17. fín, 18. fór, 20. ss, 21. flúr. LÓÐRÉTT: 1. ýmis, 3. af, 4. naggrís, 5. krá, 7. alkóhól, 10. með, 13. gaf, 15. ansi, 16. eff, 19. rú. Þú! ég verð að viðurkenna að ég hef fylgst með þér í langan tíma! Er það? Já! Ég hef haft þig í sjónlínunni lengi! Mig? Ertu að grínast? Nei, nei! Ég veit meira að seg ja hvar þú átt heima! Ég sá þetta ekki fyrir, hvað er næst! Tja – hérna kemur lögreglan! Þetta er það næsta sem við höfum komist í samræðum við kvöldmatinn. Hvernig var dagurinn? Frábær kvöld- matur, mamma! Viltu hjálp við að vaska upp? Já, ég veit. Ég fer með hann út tvisvar á dag og hann skilar aldrei af sér heldur. Hvað gerðist, Hannes? En þú heldur um olnbogann. Já, vegna þess að ég datt á hjólabrettinu þegar ég var á leiðinni að seg ja þér frá því þegar ég datt á hjólinu. Já, það er auðvitað best að skýra frá meiðslum í réttri röð. Þá ætti ég að byrja á ökklanum … Ég datt á hjólinu og meiddi mig í hnénu. Kynslóðir elda með okkur Fissler pottar, pönnur og önnur búsáhöld í miklu úrvali. Einnig vandaðir hraðsuðupottar sem gera matseldina hraðari og hollari. Þýsk hágæðavara. Fissler hefur framleitt hágæða potta og pönnur í Þýskalandi í 167 ár. ÚTSÖLUSTAÐIR: ht.is SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt LAUGAVEGI 178. Sími: 568 9955.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.