Fréttablaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 46
24. desember 2012 MÁNUDAGUR| MENNING | 42 „Við höldum áfram eftir áramót og erum mjög sáttir við það,“ segir Benedikt Valsson, annar umsjónarmaður Hraðfrétta sem halda áfram í Ríkissjónvarpinu eftir áramót. Í vetur hafa Hraðfréttir verið innslag í Kast- ljósi á Ríkissjónvarpinu á fimmtudögum og vakið mikla athygli. Upphaflega áttu þeir Bene- dikt og Fannar Sveinsson meðstjórn andi ein- ungis að vera til áramóta. Á dögunum fengu þeir þær gleðifregnir að þættirnir halda áfram með sama sniði fram á næsta sumar. „Þetta hefur gengið framar björtustu vonum og mikil ánægja með þessi innslög okkar innanhús. Síðan voru viðbrögðin svo góð hjá áhorfendum líka sem er frábært. Við erum líka í skýjunum á RÚV.“ Hraðfréttir Benedikts og Fannars slógu í gegn á Mbl.is en færðu sig yfir á Ríkissjónvarp- ið í sumar. Þeir finna vel fyrir aukinni athygli með breiðari og stærri áhorfendahóp sem fylgir sjónvarpinu. „Maður tók vel eftir því að fleiri sáu innslögin okkar og að allur skalinn af fólki var að horfa. Til dæmis þingmenn og fleiri,“ segir Benedikt og vísar til fyrirspurnar Álf- heiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna, til menntamálaráðherra fyrr í haust um hvort Ríkissjónvarpið hafi fengið greitt fyrir innslag í þættinum. „Við fengum Björn Jörund í þáttinn til að segja Nova en hann er rödd fyrirtækisins. Það var engin auglýsing, bara fyndið grín.“ - áp Við erum í skýjunum á RÚV Hraðfréttir halda áfram í Ríkissjónvarpinu eft ir áramót HALDA ÁFRAM Í EFSTALEITINU Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson verða áfram með Hraðfréttir í Ríkiss- jónvarpinu eftir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég er svo væminn eitthvað og Ef ég nenni er jólalagið mitt. Maður má ekki segja þetta en það er það samt. Þetta lag er sakbitin sæla.“ Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Hæ Gosa. JÓLALAGIÐ „Þetta er bara æðislegt og mikil stemming,“ segir Sig- urlín Sigurjónsdóttir, þjónustufulltrúi hjá ABC barna- hjálp, en mikil aukning er á vinsældum gjafa frá sam- tökunum í ár. Hjá ABC barnahjálp er hægt að kaupa gjafabréf fyrir hænum, geitum, mat, skólaborði og bekkjum, en einnig er hægt er að borga fyrir skólavist hjá börnum. Þessir hlutir eru svo færðir skólastarfi ABC út um allan heim. Sigurlín skýtur á að það sé um 60% aukning á gjöfum af þessu tagi frá því í fyrra og hefur hún haft í nógu að snúast. „Gróflega talið hef ég líklega selt um þrjátíu geitur og fimmtíu hænur í desembermánuði,“ segir Sigurlín. Engin sérstök auglýsingaherferð var hjá samtökun- um fyrir jólin í ár en Sigurlín segir þessa mikla aukn- ingu milli ára skrifast líklega á eins konar vakningu á hjálparstarfi meðal þjóðarinnar. - áp Hænurnar og geiturnar vinsælastar Gjafi r frá ABC barnahjálp hafa sjaldan eða aldrei verið jafn eft irsóttar og í ár MIKIÐ AÐ GERA FYRIR JÓLIN Í ár er Mikil aukning á kaupum á gjafabréfum frá ABC barnahjálp en hænurnar og geiturnar eru vinsælastar. Þessa stundina er GunHil að byrja að kynna hugmyndina af teikni- myndinni Ploe - You Never Fly Alone. Hún fjallar um ófleygan lóuunga. „Hann verður einn eftir á Íslandi þegar farfuglarnir fara til heitari landa og lendir í ýmsum ævintýrum og berst við náttúru- öflin,“ segir Haukur um nýjasta verkefni GunHil sem verður fyrsta fjölskyldumynd fyrirtækisins í fullri lengd. „Við kynnum hana á hátíðinni Cartoon Movie í Lyon í byrjun mars á næsta ári en þangað mætir teiknimyndaiðn- aður Evrópu eins og hann leggur sig,“ segir Haukur sem segir það mikinn heiður að vera valinn til að kynna myndina á þessari hátíð. VINNA AÐ TEIKNIMYND Í FULLRI LENGD „Þeir eru ansi stórir og með ýmsa teiknimyndaþætti á sínum snær- um,“ segir Haukur Sigurjónsson, framleiðandi, um breska fyrir- tækið Cake Distribution sem fram- leiðslufyrirtækið GunHil landaði samningi við í byrjun nóvember. Samningurinn snýr að dreifingu og meðframleiðslu á teiknimynda- þáttaröð sem ber heitið Space Stallions. Nafn seríunnar útleggst sem Geimfolarnir á íslensku og fjallar um hóp sem heldur út í geim til að bjarga alheiminum. „Eða í raun fjölheiminum frá útrýmingu,“ segir Haukur og á við alheiminn auk ýmissa vídda hans. „Þetta er svona sci-fi grín,“ bætir hann við. GunHil samanstendur af þeim Gunnari Karlssyni, Hilm- ari Sigurðssyni og Hauki en þeir hafa haft í nógu að snúast vegna þáttanna sem eru í anda níunda áratug- arins. „Þeir eru þó með nútímavanda- mál og nútímahúm- or,“ segir Haukur og lýsir þeim sem skop- stælingu á „eitís“-teiknimyndum. Hugmyndasmiðir þáttanna eru þeir Þorvaldur Gunnarsson og Ágúst Freyr Kristinsson en stikla þáttanna var útskriftarverkefni þeirra frá skólanum Animation Workshop í Viborg í Danmörku. GunHil tók svo að sér framleiðsl- una og síðan þá hafa hlutirnir gerst hratt. „Við fórum á hátíðina Cartoon Forum í Toulouse í september og fengum ótrúlegar viðtökur. Það var klappað, hlegið og svakaleg stemning á sýningunni okkar. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í því megnið af efninu sem er sýnt þarna er barnaefni,“ segir Haukur ánægður og bætir við að það sem geri þetta bæði erfiðara og skemmtilegra sé að þættirnir séu ætl- aðir eldri kynslóð- inni. „Markhópur þáttanna er Inter- net-kynslóðin og að einhverju leyti mín en ég ólst upp við Thunder Cats og He-Man,“ segir hann. Fjölmargir aðilar sýndu verk- efninu áhuga eftir hátíðina. „Eftir það fórum við heim og unnum úr áhuganum og að lokum gerð- um við samning við þetta fyrir- tæki.“ En hvað felst í samningum? „Þeir sjá um að dreifa þættinum á sjónvarpsstöðvar um heiminn ásamt því að vera meðframleið- endur. Nú erum við ekki farnir að framleiða Space Stallions enn þá því það kostar mikla peninga en til þess að framleiða svona efni þarftu helst að vera búinn að selja það á einhverjar sjónvarpsstöðv- ar sem borga fyrir gerð þáttanna,“ segir Haukur en Cake Distribution tekur að sér að finna þennan aðila. „Þeir myndu ekki gera það nema þeir hefðu mikla trú á þáttunum,“ segir Haukur. „Markmiðið þessa stundina er að ná samningi á Bandaríkja- markaði þar sem hann er stærstur. Þeir eru strax komnir með nokkra áhugasama aðila þar sem við erum að skoða,“ segir hann. hallfridur@frettabladid.is Geimfolar lönduðu stórum samningi Framleiðslufyrirtækið GunHil hefur landað samningi við breska fyrirtækið Cake Distribution fyrir „eitís“-teiknimyndaþáttaröðina Space Stallions. SPACE STALLIONS Framleiðslufyrirtækið GunHil gerði samning í byrjun nóvember við breska dreifingaraðilann Cake Distribution sem er stór í teiknimyndabransanum og ætlar að dreifa teiknimyndaseríunni Space Stallions á erlendar sjónvarpsstöðvar. HAUKUR SIGURJÓNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.