Fréttablaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 12
24. desember 2012 MÁNUDAGUR| HELGIN | 12
Meðan ég beið eftir flugfari til Banda-ríkjanna mætti ég skólasystur minni úr Laugarvatns-skóla af tilviljun
á götu og sagði henni frá fyrir-
hugaðri ferð minni í flugvirkja-
skólann. Þá spurði hún hvort ég
væri búinn að hitta strákana frá
Akureyri sem væru á Hótel Vík að
bíða eftir fari til Ameríku, í sama
skóla. Ég kom af fjöllum en fór
beint niður á Vík og hitti þar Aðal-
mund Magnússon, Ásgeir Samú-
elsson, Finn Björnsson, Kristin
Magnússon og Sigurpál Guðlaugs-
son. Þeir voru á svipuðum aldri og
ég og færir í flestan sjó.“
Þannig segist Sigurjóni Vil-
hjálmssyni frá þegar hann rifjar
upp sína fyrstu utanlandsferð, árið
1945, til náms í Cal-Aero Techn-
ical Institute í Kaliforníu. Hann
er nú að verða áttatíu og átta ára
en er unglegur og ern og man ferð-
ina í smáatriðum. Svo á hann líka
enn alla farmiðana úr flugi, lestum
og rútu.
Sigurjón átti sín bernskuár
vestast í vesturbæ Reykjavíkur
en flutti níu ára með foreldrum
sínum, Hólmfríði Oddsdóttur og
Vilhjálmi Hinriki Ívarssyni, að
Merkinesi í Höfnum. Þar fæddust
fjögur börn í viðbót. Tvö þeirra
sungu sig síðar inn í hjörtu lands-
manna, þau Elly og Vilhjámur.
Þó Sigurjóni væri meinilla við að
flytja suður með sjó varð það til
þess að braut hans var mörkuð til
framtíðar.
Vegalaus í stórborginni
„Ég ólst upp við hliðina á flugvell-
inum í Keflavík sem þá hét Meeks,
varð þar eins og grár köttur og
fylgdist með flugvélaþróuninni
nánast frá byrjun,“ segir Sigurjón
sem um tvítugt kveðst hafa kann-
að möguleika á að komast til náms
í flugvirkjaskóla í Bandaríkjun-
um. Mikill tími hafi farið í að afla
hinna ýmsu gagna en 14. október
1945 hafi hann fengið vegabréf-
ið stimplað á lögreglustöðinni í
Reykjavík, ásamt ferðafélögunum
fimm. „Við fórum í bíl frá hern-
um suður á völl en þegar þang-
að kom reyndist ekki pláss fyrir
okkur í vélinni sem var að fara til
New York. Okkur var komið fyrir
á Hotel De Gink á flugvellinum í
gistingu og fæði á vegum hersins.
Þar biðum við í þrjá daga óþreyju-
fullir.“
Fjórða daginn fengu þeir félagar
loks far. „Vélin var af gerðinni
Skymaster C-47 og nánast óinn-
réttuð. Farangri og vörum var
staflað eftir endilöngu gólfinu en
bekkir með strigafléttum voru
meðfram veggjunum. Farþeg-
arnir voru flestir hermenn en
líka tvær íslenskar stúlkur, auk
okkar,“ segir Sigurjón og lýsir
flugferðinni. „Við flugum í 8000
feta hæð og fengum óskaplegan
mótvind og kulda og það var áreið-
anlega mjög lítið eldsneyti eftir í
geymum vélarinnar þegar við
lentum eftir sjö og hálfa klukku-
stund á Gander á Nýfundnalandi.
Við vorum mjög fegin að komast
niður á jörðina eftir hristinginn og
hávaðann um borð og að fá góðan
mat. Eftir stuttan stans var hald-
ið áfram til New York, þá upphófst
aftur sama streðið en eftir fjóra
og hálfa klukkustund var lent á La
Guardia-flugvelli.“
Íslendingarnir tóku tvo leigu-
bíla og hugðust halda á eitthvert
hótel í New York en bílstjórarn-
ir sögðu ekkert gistirými laust,
herinn hefði tekið allt hótelpláss í
borginni fyrir hermenn sem væru
að flykkjast heim úr stríðinu. „Þá
ákváðum við í bjartsýni okkar að
fara í íslenska konsúlatið á Man-
hattan,“ rifjar Sigurjón upp. „Þar
komum við auðvitað að lokuðum
dyrum enda var laugardagur og
klukkan um sjö að kvöldi. Þetta
leit ekki vel út. En allt í einu dró
Finnur lítinn miða úr vasa sínum
og sagði: „Pabbi lét mig hafa þetta
símanúmer, ef ég lenti í vand-
ræðum, það er hjá Gunnari Páls-
syni.“ Finnur fór í næsta almenn-
ingssíma og sá sem varð fyrir
svörum var maður á skrifstofu
Gunnars sem kom þangað hálfs-
mánaðarlega að vinna við bókhald
í klukkutíma. Finnur fékk heima-
númer Gunnars sem sagði okkur
að sleppa bílunum og halda kyrru
fyrir. Okkur fannst við bíða óra-
lengi en allt í einu vorum við spurð
á íslensku hvort við værum Íslend-
ingar. Sá maður leiddi hópinn í lest
sem skrölti með okkur langar leið-
ir, að stóru húsi á Long Island þar
FARMIÐINN
VESTUR UM HAF
Keflavíkurflugvöllur
hét Meeks field á
þessum tíma.
Í GARÐINUM HJÁ
GUNNARI Finnur
Björnsson, Aðal-
mundur Magnússon,
Kristinn Magnússon,
Sigurpáll Guðlaugs-
son, Sigurjón Vil-
hjálmsson og Ásgeir
Samúelsson.
MYND/GUNNAR PÁLSSON
Í roki og ískulda í 8.000 fetum
SIGURJÓN VILHJÁLMSSON Við vorum
mjög fegin að komast niður á jörðina
eftir hristinginn og hávaðann um borð
og að fá góðan mat,“ rifjar hann upp úr
fyrstu flugferðinni til útlanda 1945.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
■ Flugfélag Íslands í Reykjavík.
■ Lockheed, American Overseas,
Esso og Bandaríkjaflotinn, allt á
Keflavíkurflugvelli.
■ Skeljungur, Olís og eigið
fyrirtæki: G. Arnórs ehf. allt í
Reykjavík
➜ Vinnustaðir Sigur-
jóns eftir heim-
komu frá USA
Fjöllin eru rauð og
við sólarkomuna sló svo
undarlegum bjarma yfir
allt að ég varð alveg furðu
lostinn. Síðan tók Mohave-
eyðimörkin við með
rauðleitan sand og ein-
staka runna á stangli og
Dauðadalurinn sem er
talsvert undir sjávarmáli.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Sigurjón Vilhjálmsson ólst upp við stærsta flugvöll Íslands. Tæknin heillaði og tvítugur hélt hann í
flugvirkjanám til Kaliforníu. Ferðalagið var strangt og tók um hálfan mánuð, millilandaflugvélin var
óinnréttuð og ísköld og öll hótel í New York full þegar þangað kom. En lánið var líka með í för.