Fréttablaðið - 24.12.2012, Side 16
24. desember 2012 MÁNUDAGUR| HELGIN | 16
Þetta er hús sem er úti á lóð hjá mér,“
segir Akureyringurinn Þórir Ó.
Tryggvason málarameistari spurður út
í efni sigurmyndarinnar. Hann kveðst
hafa smellt henni af í fyrravetur en reyndar
sé búið að snjóa alveg nógu mikið fyrir norð-
an í haust. Myndina tók hann ekki á aðfanga-
dagskvöld þó stemningin á henni sé jólaleg og
Þórir segir algera tilviljun ráða því að klukk-
an sé á sjötta tímanum. Fótósjoppaði hann
kannski klukkuna inn á? „Nei, nei, klukkan
er þarna alltaf, fest á einn staurinn á sólpall-
inum en er auðvitað næstum á kafi í snjó. Ég
á aðra mynd af þessu mótívi sem er tekin í
myrkri. Þar var ekki búið að hreyfa við snjón-
um, en mér fannst fallegri birta yfir þessari“
Þórir notar myndavél af gerðinni Canon
Mark 1DX og tók myndina í garðinum á tíma.
Hann kveðst taka mikið af myndum og vann
einmitt íþróttamyndakeppni Fréttablaðsins á
síðasta sumri svo hann er sigursæll.
Mér fannst litirnir í þessari mynd
svo fallegir að ég ákvað að senda
hana inn,“ segir Ragnar Þór Ólason
þegar honum er tilkynnt um verð-
launasæti í ljósmyndakeppninni. Hann
kveðst hafa tekið myndina við heimili sitt,
nánar tiltekið utan við svefnherbergis-
glugga dóttur sinnar sem heiti Brynja
Rögn. „Ég náði þarna mynd af jólasvein-
inum þegar hann var að setja mandarínu í
skóinn hjá henni.“
Ragnar segir gluggann vera með stóru
lausu fagi og því hægt að opna hann mikið.
„Sveinki nýtir sér það og teygir handlegg-
inn inn til hliðar, en andlitið á honum er
upp við rúðuna og sería innan á henni lýsir
upp skeggið. Þetta er bara jóla-jóla.“
Ljósmyndun er áhugamál hjá Ragnari.
„Ég starfa sem ljósmyndari hjá Mosfell-
ingi þannig að ég hef augun opin fyrir
góðu myndefni. Ég hef líka verið mikið að
mynda fyrir Aftureldingu, bæði handbolta
og fótbolta. Íþróttir eru annað áhugamál
mitt, þannig að þetta fer vel saman og er
bara gaman.“
2
Náði sveinka
að störfum
Ragnar Þór Ólason ljósmyndari
hjá Mosfellingi hlaut 2. sætið
í jólamyndakeppninni og fær
gjafakort í Borgarleikhúsið að
launum.
Adam Smári bíður hinn rólegasti
eftir að jólin hringi inn,“ skrifaði
Guðlaugur Ottesen sem skýringu
með myndinni sem hann sendi inn í
keppnina og komst í þriðja sæti. „Ég tók
þessa mynd hér í stofunni heima. Adam
Smári er sonur minn,“ útskýrir hann enn
frekar þegar hringt er í hann til að óska
honum til hamingju.
Þegar haft er orð á að það sé aldeilis orðið
jólalegt á hans heimili hlær Guðlaugur og
segir konuna sína eiga heiðurinn af því.
„Konan mín er svo mikið jólabarn að það
liggur við að hún byrji að skreyta jólatréð í
nóvember,“ segir hann.
Guðlaugur á stóra Nikon-myndavél sem
hann segir mjög góða enda noti hann hana
óspart, meðal annars á siglingu um sundin
blá hér í nágrenni Reykjavíkur því hann
starfi bæði á Viðeyjarferjunni og hvala-
skoðunarbáti.
Eitt er víst að biðin eftir jólunum hefur
styst að mun hjá Adam Smára, eftir að
myndin var tekin. gun@frettabladid.is
3
Beðið eft ir
jólunum
Guðlaugur Ottesen Karlsson
sölumaður hlaut þriðja sætið
í jólamyndakeppninni og hann
fær gjafakort fyrir tvo í Borgar-
leikhúsið í verðlaun.
HÁTÍÐLEG
HEIMILIS-
STEMNING
Myndirnar á þessari síðu hrepptu þrjú efstu sætin
í jólamyndakeppni Fréttablaðsins. Sigurmyndin er líka
á forsíðunni. Allar koma þær okkur í jólaskap.
1
Klukkan telur mínúturnar
Þórir Ó. Tryggvason málarameistari tók þessa mynd í garðinum
heima hjá sér á Akureyri í fyrravetur. Hann vann með henni
jólamynda keppn ina í ár og fær að launum JBL blootooth-hátalara,
auk heiðursins sem fylgir því að eiga forsíðumynd dagsins.