Fréttablaðið - 24.12.2012, Side 8

Fréttablaðið - 24.12.2012, Side 8
24. desember 2012 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Í IKEA, segir sænski smásölurisinn. Einhvern tímann í lok október. Og hefur eitthvað til síns máls. Innkaup á jólaglingri og gjöfum með einkennilegum sænskum nöfnum eru partur af jólatilstandinu sem okkur finnst ómissandi. Þegar einhverjir vitleysingar kveikja í risa- stóru geitinni fyrir utan vitum við svo að hátíðin er virkilega farin að nálgast. Þjófstart á jólaundirbúningi og skreytingum, kaupæði, óhóf, ofát, yfirborðsmennska, innfluttir óþjóðlegir jólasiðir; af öllu þessu höfum við haft áhyggjur áratugum saman. Þetta er ekki það sem jólin snúast raunverulega um, hefur verið bent á. Samt er þetta allt saman fremur einkenni framþróunar þjóðfélagsins en merki um að við séum að týna jólahátíðinni í umbúðum og skrumi. Fólk hefur alltaf gert sér dagamun á jólum. Jólagjafirnar, sem vöktu sanna gleði þrátt fyrir að vera fábrotnar á mæli- kvarða nútímans, voru yfirleitt það bezta sem fólk hafði efni á einhvern tímann á síðustu öld. Og nánast hver einasta jólahefð og siður er innflutt, það er bara mismunandi langt síðan innflutningurinn átti sér stað. Alþjóðavæðing jólahefða er merki um samfélag sem er opið og reiðubúið að sækja sér fjölbreytt áhrif. Þótt vakin hafi verið athygli á þeirri dapurlegu staðreynd að fleiri en áður þurfi á aðstoð að halda við jólahaldið endur- speglar hún öðrum þræði breyttar kröfur og dregur hins vegar fram að það eru líka nógu margir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að þeir sem minna hafa á milli handa geti haldið jól með sæmilegum brag. Staðreyndin er sú að þótt ytri umgjörð jólanna breytist, í takt við bættan efnahag og breytta menningarstrauma, er innihaldið það sama þegar allt kemur til alls. Og nánast ómögulegt að yfirgnæfa það með endurunnu ítölsku poppi, sænskum strágeitum og skvaldri markaðarins. Jólaboðskapurinn er sá sami, raunar óbreyttur síðastliðin tvö þúsund ár eða svo: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.“ Margir sækja sína jólagleði beint í þetta fagnaðarerindi sem hljómar í kirkjum landsins og útvarpstækjum í kvöld. Aðrir fremur í samveru fjölskyldunnar, hefðirnar og hátíð- leikann, þar sem öllu því bezta er tjaldað til. Svo mikið er víst að jólin þín byrja í hjartanu – eða, ef við viljum forðast gagnrýni frá fólki sem kann líffræði, á staðnum þar sem við geymum ást og náungakærleik, þakk- læti, gjafmildi, friðsemd og fyrirheit um að verða ögn betri manneskja. Sá sem á þetta allt saman þarf strangt til tekið ekki allt dótið og umbúðirnar, þótt það þjóni vissulega sínum tilgangi, til að finna hinn sanna jólaanda. Gleðileg jól! FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Hvar býr hinn sanni jólaandi? Jólin þín byrja Nú sjá 42.859 einstaklingar í Gambíu fram á að eiga mat langt fram á næsta ár, þökk sé aðstoð frá almenningi í köldu landi í norðri. Það rigndi stopult á Sahel-svæðinu í vesturhluta Afríku í fyrra. Uppskeran brást. Neyðaraðstoð var veitt en mikið vantar upp á að náðst hafi til allra. Í Gambíu – minnsta landi Afríku – tók Rauði krossinn á Íslandi að sér að veita neyðaraðstoð og hjálpa fólki að ná sér á strik eftir áfallið. Nú, sex mánuðum síðar, hafa 42.859 einstaklingar fengið hrísgrjónauppskeru sem þeir hefðu ann- ars ekki fengið. Margir voru orðnir uppiskroppa með mat þegar í sumar. Rauða krossinum tókst að hjálpa sumum þeirra sem voru verst staddir. Þeir, og fleiri til, fengu svo hrísgrjónaútsæði til að tryggja uppskeru fyrir næsta ár. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, leiðir nú framhald hjálpar starfsins, sem felst meðal annars í því að hjálpa fátækum konum við að koma sér upp matjurtagörðum. Í þeim geta þær ræktað grænmeti sem er bæði hægt að borða með hrísgrjónunum, til að auka næringargildi máltíðarinnar, og selja til að afla tekna fyrir heimilið. Meðfram matjurtagörðunum er komið upp lágum veggjum til að geitur flæk- ist ekki í garðana og éti þar allt góðgæt- ið og brunnar eru grafnir til að tryggja reglulega áveitu. Þá læra konurnar nýjar aðferðir við að yrkja garðinn og geyma matinn, þannig að útbreiðsla þekkingar er líka hluti af verkefnunum. Nærvera Birnu í Gambíu gerði Rauða krossinum sömuleiðis kleift að koma framlagi tombólukrakka í góð not. Um 500 krakkar söfnuðu samtals 600 þúsund krónum sem verða notaðar til að kaupa námsvörur og skólabúninga fyrir börn, sem annars kæmust ekki í skóla. Birna telur ekki eftir sér að vinna þetta starf yfir jólin. Hjálparstarf Íslendinga er ekki fyrir- ferðarmikið á alþjóðavísu. En fátækt fólk í Gambíu sem Íslendingar hjálpuðu til að lifa af mesta matarskortinn í sumar og haust – og aðstoða þessa dagana við að ná sér á strik á ný – hugsa án efa hlýlega til landsins í norðri yfir hátíðirnar. Lífsbjörg og framtíðar von í Gambíu HJÁLPARSTARF Þórir Guðmundsson sviðsstjóri hjálpar- starfssviðs Rauða krossins ➜ Um 500 krakkar söfnuðu samtals 600 þúsund krónum sem verða notaðar til að kaupa námsvörur og skólabúninga fyrir börn, sem annars kæmust ekki í skóla. Við skutlum Júlíu heim Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Júlíu Reglum breytt fyrir formannskjör Samfylkingarfólk mun velja sér nýjan formann í janúar en frambjóðend- urnir Árni Páll Árnason og Guð- bjartur Hannesson hafa sammælst um að kjörið fari fram meðal allra flokksmanna fremur en á landsfundi. Vefmiðilinn Eyjan vakti í gær athygli á bréfi sem félagsmenn í Samfylkingarfélag- inu í Reykjavík hafa fengið sent. Kemur þar fram að frá og með áramótum munu einungis þeir sem greitt hafa gjöld hafa kosningarétt í atkvæða- greiðslum flokksins. Guðbjarti gerður greiði Bréfið er athyglisvert fyrir þær sakir að í því eru kynntar breytingar sem minnka mengi kjósenda í formannskjörinu. Forvitnilegt er að velta fyrir sér hvor frambjóðandinn hagnast á slíkri breytingu. Skoðana- kannanir hafa bent til þess að Árni njóti meiri stuðnings meðal almennra kjósenda en Guðbjartur hefur verið sagður njóta meiri stuðnings innan þingflokksins. Það er því líklegra en hitt að breytingin henti Guðbjarti og má álykta sem svo að stuðningsmenn hans séu að baki henni. Það er greinilegt að makk vegna formanns- kjörsins er í fullum gangi. Jólakveðja Í þessum kersknisfulla dálki er oft vakin athygli á einkennilegum eða óheppilegum ummælum eða gjörð- um stjórnmálamanna og annarra í fréttum. Væri þessi dálkur lesinn einn og sér væri auðvelt að draga þá ályktun að stjórnmálamenn landsins væru upp til hópa sauðir með mótsagnakenndar skoðanir. Það er því kannski við hæfi á aðfangadag að taka svona einu sinni fram að vitaskuld eru stjórn- málamenn landsins vel meinandi fólk sem reynir að vinna vinnuna sína eins vel og það getur, rétt eins og flestir aðrir. Gleðileg jól! magnusl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.