Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 4
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
DÓMSMÁL Alls hefur 171 karlmaður
verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir
kynferðisbrot gegn barni á árunum
1920 til 2011. Dómarnir eru 162 og
þar af eru stúlkur þolendur í 144
málanna, eða í tæplega 90 prósent-
um tilvika. Engin kona hefur verið
sakfelld á Íslandi fyrir kynferðis-
brot gegn barni, hvorki í héraði né
Hæstarétti.
Þetta eru niðurstöður rannsóknar
Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við
lagadeild Háskólans í Reykjavík, á
öllum dómum Hæstaréttar frá stofn-
un réttarins árið 1920 til 2011 þar
sem sakfellt hefur verið fyrir kyn-
ferðisbrot gegn barni.
„Markmið rannsóknarinnar er
að draga upp mynd af gerendum
þessara brota. Hverjir fremja brot-
in, hvort tengsl séu á milli geranda
og þolanda, á hvaða aldri gerendur
eru og hver bakgrunnur þeirra sé,“
útskýrir Svala.
Algengasta aldursbil gerenda og
þolenda er 26 til 30 ár þegar menn-
irnir brutu af sér en meðalaldur við
brot tæp 37 ár. Langflestir þolendur
voru stúlkur á aldrinum 7 til 12 ára.
Samkvæmt rannsókn Svölu þekkj-
ast gerandi og þolandi í um helm-
ingi tilvika. Af þeim voru tæplega
25 prósent gerenda í nánustu fjöl-
skyldu brotaþolans, oftast feður og
stjúpfeður. Einungis fjögur prósent
gerendanna, átta af 171, höfðu áður
hlotið dóm fyrir kynferðisbrot, þar
af brutu fjórir gegn barni. Í sextán
málum var fjallað um kynhneigð
gerendanna og hvort þeir teldust
haldnir barnagirnd. Sú var niður-
staðan í sex dómum af 162.
sunna@frettabladid.is
ABDUL-AZIZ JASSEM AL SHALLAL
Segir Sýrlandsher orðinn að glæpa-
gengi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HÆSTIRÉTTUR Frá árinu 1920 til 2011 hefur 171 karlmaður verið dæmdur í Hæsta-
rétti fyrir barnaníð. Í tæplega 90 prósentum tilvika hafa stúlkur verið þolendur.
SÝRLAND, AP Abdul-Aziz Jassem al
Shallal, yfirmaður sýrlensku her-
lögreglunnar, hefur flúið land og
gengið til liðs við uppreisnarmenn.
Hann segir ástæðuna þá að her-
inn sé farinn að eyðileggja borgir og
fremja fjöldamorð á saklausu fólki.
„Herinn hefur farið út af spor-
inu,“ segir hann, „og er hættur að
sinna því meginverkefni sínu að
vernda fólk en er í staðinn orðinn
að glæpagengi sem stundar morð og
eyðileggingu.“
Tugir herforingja hafa nú
hlaupist úr röðum stjórnarliða í
Sýrlandi en al Shallal er hæst sett-
ur þeirra allra. Margir hinna hafa
einnig sagt ástæðu liðshlaups síns
vera grimmdarverk sem hermenn
fremja gegn almenningi.
Stjórnarherinn á nú í vök að verj-
ast í úthverfum höfuðborgarinnar
Damaskus og víðar í landinu, þar
sem uppreisnarmenn sækja hart
fram. Átökin í landinu hafa kostað
meira en 40 þúsund manns lífið og
talið er að allt að 700 þúsund manns
hafi flúið land. - gb 228,8443
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,03 126,63
204,82 205,82
166,54 167,48
22,319 22,449
22,626 22,76
19,333 19,447
1,4976 1,5064
194,41 195,57
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
21.12.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Hæstiréttur sakfelldi
171 níðing á 90 árum
Flestir barnaníðingar eru ungir karlmenn í samböndum og launaðri vinnu. Þol-
endur eru í langflestum tilvikum ungar stúlkur sem þekkja ofbeldismanninn. 171
karlmaður hefur verið dæmdur sekur fyrir barnaníð í Hæstarétti síðustu 90 ár.
MUNUR Á EÐLI
BROTA Fréttablaðið
greindi frá rannsókn
Svölu fyrir skömmu.
Þar kom fram að
munur er á eðli brota
eftir kyni brotaþola. Til
að mynda eru ókunn-
ugir gerendur í meiri-
hluta þegar drengir
eiga í hlut.
Samkvæmt niðurstöðum Svölu er hinn dæmigerði afbrotamaður sem
brýtur kynferðislega gegn barni um 37 ára karlmaður, giftur eða í sambúð.
Hann stundar launaða vinnu og hefur hreinan sakaferil. Hinn dæmigerði
þolandi er stúlka sem ofbeldismaðurinn þekkir, á aldrinum 7 til 12 ára.
Flestir ungir, í launaðri vinnu og sambúð
DÓMSMÁL Umbun af einhverju tagi frá ofbeldis-
mönnum til þolenda virðist einkenna kynferðis-
brot gegn drengjum. Algengast er að gerendur í
slíkum málum reyni að múta drengjum með pen-
ingum, en einnig er sælgæti, sígarettur og áfengi
algengt form umbunar frá ofbeldismönnum til
þolenda sinna.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfir-
gripsmikilli rannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur,
dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík, á
öllum dómum Hæstaréttar frá stofnun hans árið
1920 til loka apríl síðastliðins er varða kynferðis-
brot gegn drengjum.
Samkvæmt skoðun á dómunum virðast dreng-
ir vera líklegri en stúlkur til að vera misnotaðir
kynferðislega af ókunnugum, en þolandi þekkti
ekki ofbeldismanninn í meira en helmingi til-
vika. Þolendur voru kunnugir gerandanum í
33 prósentum tilvika og í einu tilviki misnot-
aði maður ungan frænda sinn í tólf ár. Í fjöru-
tíu prósentum dómanna var um endurtekið brot
að ræða.
„Má telja það nokkuð athyglisvert í ljósi þess
hve margir gerendur voru drengjunum ókunn-
ugir og því kannski eðlilegt að gera ráð fyrir að
svona nokkuð myndi ekki henda sama þolandann
nema einu sinni. Það sem virðist skýra þetta er
hversu mörgum drengjanna var umbunað,“ segir
Svala í skýrslu sinni. „Þetta er aðferð sem ger-
endurnir notuðu til þess að komast í samband
við drengina og til þess að halda misnotkuninni
áfram. Þeir freista þeirra með gjöfum.“
Hún bendir á að í ljósi þess að gerendur eru
oftast ókunnugir drengjunum njóti þeir þar með
ekki trausts þeirra. Þetta sé því leið þeirra til að
tryggja sér þagmælsku. - sv / sjá síðu 8
Algengt að kynferðisbrota-
menn gefi drengjum gjafir
Meirihluti dæmdra kynferðisbrotamanna sem brjóta gegn drengjum reynir að kaupa þögn þeirra með gjöfum.
Peningar eru algengustu múturnar, samkvæmt nýrri rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar frá 1920 til 2012.
Samtals hafa fallið 22 dómar þar sem ákært var
fyrir kynferðisbrot gegn dreng frá árinu 1920 til
23. apríl 2012.
25 þolendur af 44 fengu gjafir af einhverju
tagi frá ofbeldismanninum.
➜ Reyndu að kaupa þögn 25
Peningar19
2
4
1
7
2
2
Sælgæti
Áfengi
Sígarettur
Ökutímar
Utanlandsferð
Bíóferð
16
karlar sakfelldir í
Hæstarétti fyrir
kynferðisbrot gegn
drengjum.
EPSON SKJÁVARPAR
FRÁ 79.990
WWW.SM.IS
Sýrlenskur herforingi flúði land og gekk til liðs við uppreisnarmenn:
Sakar herinn um fjöldamorð
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Stormur NV til en mun hægari vindur
austanlands.
HLÝNAR í bili með slyddu um tíma en gengur í norðan storm með snjókomu á
Vestfjörðurm annað kvöld og vonskuveður verður norðvestanlands á laugardag. Á
sunnudag dregur úr vindi og frystir um allt land.
0°
15
m/s
1°
19
m/s
0°
11
m/s
3°
20
m/s
Á morgun
Fremur hægur vindur víða en stormur
á Vestfj örðum um kvöldið.
Gildistími korta er um hádegi
2°
0°
3°
1°
0°
Alicante
Aþena
Basel
18°
16°
8°
Berlín
Billund
Frankfurt
7°
3°
10°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
7°
4°
4°
Las Palmas
London
Mallorca
21°
9°
16°
New York
Orlando
Ósló
7°
16°
-6°
París
San Francisco
Stokkhólmur
12°
11°
1°
-1°
9
m/s
1°
9
m/s
-3°
8
m/s
-2°
12
m/s
-1°
8
m/s
-1°
15
m/s
-6°
12
m/s
2°
1°
3°
3°
2°
HEIMURINN
1
4
2 3
Stjórnarskráin samþykkt
1EGYPTALAND Efri deild egypska þingsins kom saman í gær í fyrsta sinn eftir að ný stjórnarskrá var samþykkt með 66 prósentum atkvæða. Efri
deildin, sem hefur verið valdalítil, fær nú fullt löggjafarvald þar til efnt hefur
verið til kosninga til neðri deildar samkvæmt nýju stjórnarskránni. Stjórnar-
andstaðan hefur gagnrýnt nýju stjórnarskrána og hyggst berjast áfram gegn
henni.
Glímt við efnahaginn
2SPÁNN Shinzo Abe, nýkjör-inn forsætisráðherra Japans,
segir að fyrsta verk sitt verði að
vinna bug á efnahagskreppunni.
„Takist ekki að endurheimta öflugt
efnahagslíf er engin framtíð fyrir
Japan,“ sagði Abe þegar hann tók
við embætti í gær. Hann er sjöundi
forsætisráðherra landsins á sex
árum en gegndi embættinu áður á
árunum 2006 til 2007.
Vilja umbætur
3KÍNA Meira en 70 þekktir kínverskir fræðimenn og lögfræðingar hvetja kínverska Kommúnistaflokkinn til þess að gera hófsamar umbætur
í lýðræðisátt, meðal annars með því að aðskilja Kommúnistaflokkinn frá
stjórnsýslu landsins. Skorað er á ráðamenn að virða stjórnarskrá landsins,
verja málfrelsi, hvetja einkafyrirtæki til dáða og leyfa dómsvaldinu að starfa
sjálfstætt.
Eldur í flugeldum
4NÍGERÍA Mikill eldur kviknaði eftir að sprenging varð í flugeldageymslu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gær. Þykkur reykur steig upp af geymslu-
húsinu og voru íbúðarhús í nágrenninu í hættu. Sprengingin var svo öflug að
rúður titruðu í nokkurra kílómetra fjarlægð. Flugeldar og púðurkerlingar eru
mikið notaðar í Nígeríu um jól og áramót. Tilraunir til að banna notkun þeirra
í ár hafa ekki borið árangur.
RÚSSLAND, AP Báðar deildir rúss-
neska þingsins hafa nú samþykkt
lög sem banna ættleiðingar rúss-
neskra barna til Bandaríkjanna.
Vladimír Pútín forseti hefur
sagst ætla að staðfesta lögin.
Þetta er svar rússneska þings-
ins við nýjum bandarískum
refsiaðgerðum gegn rússneskum
embættismönnum sem orðið hafa
uppvísir að mannréttindabrotum.
Mörgum Rússum er meinilla
við ættleiðingar barna til Banda-
ríkjanna. - gb
Ættleiðingarlög samþykkt:
Engin börn til
Bandaríkjanna