Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2012, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 27.12.2012, Qupperneq 29
HOLLT UM HÁTÍÐIR Granatepli er skemmtilegur ávöxtur. Inni í honum eru lítil ber sem eru safarík og góð auk þess að vera afar holl. Berin eru frábær í salöt, heilsudrykki, með sjávarréttum eða í tertur og eftirrétti. Það getur verið vandasamt að ná berjunum úr hýðinu en oft nægir að banka í ávöxtinn þegar hann hefur verið opnaður og þá losna þau. Árla morguns heldur Chad Keilen hjá Heilsuhóteli Íslands af stað með hópinn sinn í daglegan 20 mínútna göngutúr. „Eftir það förum við í gegnum léttar æfingar. Bæði styrktar- og teygju- æfingar. Markmiðið er að losa um liðina og koma líkamsvökvum af stað. Líkaminn er að megninu til vökvi. Ef við hreyfum okkur ekki safnast hann fyrir og verður gamall. Með hreyfingu og teygjum komum við öllu af stað og fáum nýjan vökva inn í liðina og hreyfingu á vökvaflæðið. Líkaminn á að vera eins og hrein og tær íslensk á. Ekki eins og pollur fullur af óhreinindum,“ segir Chad um tilgang æfinganna sem hann kennir fólki á Heilsuhóteli Íslands. Hreyfingarleysi er eitt stærsta heilsu- farsvandamál fólks í dag. Margir vinna við skrifborð og hreyfa sig lítið yfir daginn en fara svo í ræktina og hlaupa á bretti í klukkutíma. „Á Heilsuhótelinu kenni ég fólki mjög einfaldar æfingar sem það getur gert heima hjá sér, í vinnunni eða hvar sem er. Einfaldar æfingar á hverjum degi eru betri en að ætla sér að bæta upp margra daga hreyfingarleysi á einum laugardagsmorgni. Einfaldleikinn gerir það að verkum að fólk nennir að gera æfingarnar og man þær.“ Heildarmeðferðin á Heilsuhótelinu er umfangsmikil og miðar að því að mennta fólk, upplýsa það og senda það heim með þekkingu til að halda áfram að lifa heil- brigðara lífi á eigin spýtur. Þar er andlega hliðin ekki síðri en sú sem snýr að líkama og næringu. „Fólk getur sagt sér að það sé veikt og líkaminn lasinn, það skilar sér bara í vanlíðan. Ég kenni fólki að hugsa jákvætt um líkamann, hafa trú á honum, þykja vænt um hann og ekki vorkenna sér yfir veikleikum hans. Það er svo margt sem við getum gert með jákvæðri hugsun. Það sem skiptir þó mestu máli í þessu er einfald- leikinn. Köllun mín er að hjálpa fólki að ná betri heilsu, betri líðan og meiri lífsgæðum á einfaldan hátt.“ HUGMYNDAFRÆÐI EINFALDLEIKANS HEILSUHÓTELIÐ KYNNIR Chad Keilen, nuddari, einkaþjálfari og næringar- fræðingur hjá Heilsuhóteli Íslands, lítur á það sem köllun sína að hjálpa fólki að öðlast betra líf. Einfaldleikinn er lykillinn að bættri heilsu. Lokað laugardaginn 29. desember. Eirberg ehf. Stórhöfða 25. eirberg.is Óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. lau 29. des kl. 10-14. Gamlársdag kl. 10-12 Jólakílóin í burtu !! teg Active - íþrót tahaldarinn frábæri sem fæst í D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr. 9.750, - Sími 512 8040 www.heilsuhotel.is Næstu námskeið við Heilsuhótel Íslands Heilsunámskeið vorönn 2013 4. - 18. janúar 8. - 22. mars 3. - 17. maí JÁKVÆTT HUGARFAR Chad Keilen segir mikilvægt að hugsa jákvætt um líkamann og þykja vænt um hann. MYND/PJETUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.