Fréttablaðið - 27.12.2012, Síða 44

Fréttablaðið - 27.12.2012, Síða 44
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 „Hvernig getur hljómsveit, sem er afsprengi 19. aldarinnar, orðið fram- sæknari og róttækari? Er það mögu- legt?“ Þessi spurning var yfirskrift Tectonics-tónlistarhátíðarinnar, sem var haldin í mars. Aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ilan Volkov, átti veg og vanda að hátíðinni. Í yfirskriftinni kristallað- ist markmið hátíðarinnar, sem var að gera sinfóníuhljómsveitina nútíma- legri en hún yfirleitt er. Á Sinfóníu- tónleikum er venjulega flutt tónlist eftir gömlu meistarana. Ný tónlist er oftar en ekki höfð útundan. Tectonics var mögnuð. Tveir frum- kvöðlar voru í öndvegi, Magnús Blöndal Jóhannsson og John Cage. Inni á milli var alls konar nútímatón- list, sem kom yfirleitt skemmtilega út. Þarna var hún í öðruvísi sam- hengi en maður á að venjast. Hún var í umhverfi núlifandi tónskálda sem hafa farið í gegnum akademískt nám, og einnig „sjálflærðra“ tónlistar- manna, ef ég má nota svo ónákvæmt orð. Ólíkir geirar innan nútíma- tónlistarinnar blönduðust skemmti- lega saman; á vissan hátt var hægt að tala um samruna tónlistarstefna sem áður hafa verið aðskildar. Fyrir bragðið skynjaði maður enn betur en áður hve möguleikar tónlistarinnar í dag eru margir. Ilan Volkov, gott og slæmt Án efa var Tectonics það flottasta sem kom frá Volkov á árinu, en hann er greinilega á heimavelli í nútíma- tónlistinni. Rómantíkin virðist hins vegar vefjast fyrir honum. Með róm- antík á ég fyrst og fremst við tónlist sem var samin á 19. öldinni og sum- part á upphafsárum aldarinnar sem leið. Einhverjir leiðinlegustu Sinfóníu- tónleikar ársins voru þegar Rómeó og Júlía eftir Berlioz var á dagskránni á Listahátíð í vor. Þar eru alls konar til- finningar, sem því miður náðu ekki í gegn. Litbrigðin vantaði. Hljómsveitin virkaði eins og hún þyrði ekki að gefa sig tónlistinni á vald. Það ríkti alger ládeyða megnið af tónleikunum. Auðvitað er ekki allt slæmt sem Volkov hefur gert við eldri tónlist. En það skortir leikgleði þegar Sin- fónían spilar undir hans stjórn. Og dýpt í túlkunina. Sem er synd, því ég held að Volkov sé í rauninni mjög fær tónlistar maður. Sú listræna sýn sem hann opinberaði með Tectonics bar þess glöggt vitni. En kannski hefur hann bara ekki áhuga á rómantík. Frábær kórtónlist Nútímatónlistin á Íslandi hefur hingað til fyrst og fremst átt heima á Myrkum músíkdögum. Sú tónlistarhátíð hefur verið skilgreind sem uppskeruhátíð íslenskra tónskálda. Margt frábært heyrðist á músíkdögunum í ár. Ekki síst ný lög á tónleikum með Kammer- kór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Þarna voru bæði tilraunakenndar tónsmíðar, og líka ein- faldari lög. Gróskan í kórtónlistinni á Íslandi er greinilega mikil. Ég fór líka á frábæra kórtónleika á Skálholtshátíðinni í sumar. Hljóm- eyki flutti þar tónsmíðar eftir Hafdísi Bjarnadóttur, sem er mjög vaxandi tónskáld. Þó verður að segjast að dag- skrá Sumartónleikanna í Skálholti í ár var að flestu öðru leyti ekki sérlega áhugaverð. Skálholtshátíðin hefur oft verið merkilegur vettvangur nútíma- tónlistar. Núna var megnið af áhersl- unni á endur reisnar- og barokktónlist. Slíka tónlist er hægt að fá á ótal geisla- diskum, oft betur leikna. Líklega spila peningar þarna inn í. Að panta ný tón- verk er ekki ókeypis. Ekki er selt inn á tónleikana í Skálholti. Hvaðan koma tekjurnar? Kannski á þetta eftir að breytast og tónleikagestir verða krafðir um aðgangseyri í framtíðinni. Óperan átti misjafna daga Talandi um sönginn, þá átti Íslenska óperan bæði góða daga og slæma á árinu. La boheme eftir Puccini var glæsileg sýning, mikið sjónarspil. Il trovatore eftir Verdi var mun síðri. Að vísu var söngurinn magnaður, en leik- gerðin var ekki sannfærandi. Þar sem ópera er ekkert síður leikhús en tónlist skiptir það miklu máli. Ég gaf sýningunni enga sérstaka dóma – þegar á heildina er litið. Og ég gat ekki betur séð en að hún fengi nokkuð blendnar viðtökur hjá kollegum mínum á öðrum fjölmiðlum. Auglýs- ingin sem síðan birtist frá Íslensku óperunni nokkru síðar var því dálítið einkennileg. Þar var vitnað í okkur gagnrýnendur, en ummælin slitin úr samhengi. Útkoman var eins og við héldum ekki vatni yfir sýningunni. Það var alls ekki svo. Auðvitað er allt í lagi að flagga góðum dómum, en það má ekki vera á kostnað sannleikans. Í það heila var 2012 gróskumikið ár. Gaman var að upplifa hversu tónleikar í Hörpu voru yfirleitt vel sóttir. Harpan er frábært tónleikahús; eftir að hún var opnuð hefur fjölbreytnin í tónlistar- lífinu aukist til muna. Hápunkturinn þar í ár var auðvitað tónleikarnir með Berlínarfílharmóníunni. Það voru stór- kostlegir tónleikar. Ég verð líka að nefna eina tónleika sem voru ekki í Hörpu, heldur í Gamla bíói. Þar tróð upp goðsögnin Damo Suzuki, fyrrum söngvari tilrauna- rokksveitarinnar Can. Hann flutti tón- list ásamt valinkunnum hljóðfæraleik- urum við gömlu myndina Metropolis á RIFF. Ef það eru einhverjir tónleikar sem ég sannanlega hélt ekki vatni yfir, þá voru það þeir. GÓÐIR DAGAR OG SLÆMIR Tónlistarárið 2012 var í það heila grósku- mikið að mati Jónasar Sen. Harpa hefur reynst vel og aukið fj ölbreytni. Íslenska óperan átti góða spretti og aðra síðri. Tónlist 2012 TECTONICS Tónlistarhátíðin þar sem nútímatónlist var höfð í hávegum var mögnuð, að mati Jónasar. Hér æfa ungir hljóðfæraleikarar verk eftir Charles Ross. ➜ Auglýsingin sem síðan birtist frá Íslensku óperunni nokkru síðar var því dálítið einkennileg. Þar var vitnað í okkur gagnrýn- endur, en ummælin slitin úr samhengi. Útkoman var eins og við héldum ekki vatni yfir sýningunni. Það var alls ekki svo. FÍLHARMÓNÍUSVEIT BERLÍNAR Var án efa hápunktur tónlistarársins að mati Jónasar Sen, enda sveitin ein sú rómaðasta í heimi. Mótettukór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi: Hörður Áskelsson 29. des. kl. 17: kantötur I-IV 30. des. kl. 17: kantötur I,II,V,VIELDBORG, HÖRPU U PP SE LT ! Í SV Æ Ð I 2 O G 3 á l au . **** **** **** **** **** **** *** **** **** ****

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.