Fréttablaðið - 27.12.2012, Síða 52

Fréttablaðið - 27.12.2012, Síða 52
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 Topp tíu stjörnur sem komu til Íslands 2012 Fjölmargar erlendar stjörnur heimsóttu Ísland á árinu sem er að líða. Flestar tengdust þær Hollywood-myndunum sem voru teknar hér upp. LADY GAGA Poppdívan kom hingað í október til að taka á móti friðarverðlaum úr sjóði Yoko Ono og John Lennon. Hún lenti með einka- þotu á Reykjavíkur- flugvelli ásamt tíu manna fylgdar- liði og fór svo af landi brott um kvöldið. TOM CRUISE Tökur á framtíðarmyndinni Oblivion með Tom Cruise í aðal- hlutverki fóru fram hér á landi í sumar. Cruise gisti í Reykjavík en flaug norður á land í kvikmynda- tökurnar með þyrlu. KATIE HOLMES Þáverandi eiginkona Cruise kom óvænt í heimsókn til mannsins síns ásamt Suri dóttur þeirra. Hjónin röltu saman um miðbæ Reykja- víkur á blíðviðrisdegi um miðjan júní en skömmu síðar sótti Holmes óvænt um skilnað. RUSSELL CROWE Lék aðalhlutverkið í stór- myndinni Noah sem var tekin upp hérlendis. Á Menningarnótt spilaði hann á útitónleikum X-ins þar sem söng- konan Patti Smith steig óvænt með honum á svið. ANTHONY HOPKINS Leikarinn sem fékk Óskar- inn fyrir að leika mann ætuna Hannibal Lecter fór með hlutverk Metúsalems, afa Nóa, í stórmynd leik stjórans Darrens Aronofsky. JENNIFER CONNELLY Sást rölta um Laugaveginn ásamt manni sínum Paul Bettany. Bæði léku þau í Noah. EMMA WATSON Harry Potter-leikkonan fór með hlutverk í Noah og notaði einnig tæki- færið og fór í hljóðver með tónlistarmanninum Ólafi Arnalds. BAR REFAELI Ofurfyrirsætan og fyrrverandi kærasta leikarans Leonardo DiCaprio kom hingað í sumar sem gestadómari í Germany‘s Next Top Model. Hún hitti forsetafrúna Dorrit Moussaieff á meðan á dvöl hennar stóð. BEN STILLER Lék í haust í mynd sinni The Secret Life of Walter Mitty. Tökur fóru meðal annars fram í Grundarfirði, Borgarnesi og í Stykkishólmi, þar sem hann lét mála ráðhús bæjarins svart fyrir tökurnar. CHRIS HEMSWORTH Framhaldsmyndin Thor 2 var tekin upp á Íslandi í októ- ber og að sjálfsögðu var aðal- leikarinn Chris Hemsworth á staðnum. Tökur fóru meðal annars fram í Dómadal við Landmannalaugar. Nicotinell með 15% afslætti í janúar Við hlustum og ráðleggjum þér Austurveri Domus Medica Firði Glerártorgi Glæsibæ JL-húsinu Keflavík Kringlunni Selfossi Vestmannaeyjum 15% afslátt ur af ö llum Nicotin ell vöru m í janúa r Allar tegundir, allir styrkleikar og allar pakkningastærðir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.