Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2012, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 27.12.2012, Qupperneq 56
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48 Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Sjónmælingar (tímapantanir): Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 og Optical Studio Keflavík, s. 4213811 ALLT AÐ 50% ÓDÝRARI EN SAMBÆRILEG VARA Á MEGINLANDI EVRÓPU SPORT FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason hefur átt magnað ár sem lauk með viðeigandi hætti þegar hann tryggði Heerenveen sigur í síðasta leik liðsins fyrir jólafrí. Alfreð var þarna að skora sitt fjórtánda mark í hollensku deildinni á tímabilinu en hafði áður rofið tíu marka múrinn hjá sænska liðinu Helsingborg og skorað eitt að auki fyrir Lokeren í belgísku deildinni. Mörkin hans urðu því alls 34 á árinu 2012; hann skoraði 32 mörk fyrir þrjú félög í þremur löndum að viðbættum þeim tveimur sem hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Ekki hefur verið haldið úti tölfræði yfir mörk íslenskra knattspyrnumanna á einu almanaksári en Fréttablaðið hefur nú komist að því að Alfreð hafi í raun bætt með þessu 33 ára gamalt markamet Péturs Péturssonar. Árið 1979 var Pétur á tuttugasta aldursári og á sínu fyrsta og öðru tímabili með hollenska félaginu Feyenoord. Pétur skoraði alls 32 mörk í 45 leikjum með Feyenoord á árinu 1979 og við lok þess var hann í hópi markahæstu manna Evrópu. Alfreð er á 23. aldursári og skoraði alls 34 mörk í 48 leikum, þar af 32 mörk í 42 leikjum fyrir félags- lið sín. Pétur kom til hollenska félagsins eftir magnað tímabil með Skagamönnum 1978 þar sem hann skoraði 24 mörk í deild (19) og bikar (5). Hann lék sinn fyrsta leik með Feyenoord í október 1978 og náði að skora tvö mörk áður en deildin fór í vetrar- frí. Þegar deildin fór aftur í gang eftir vetrarfrí- ið var íslenski glókollurinn kominn inn í hlutina. Hann skoraði reyndar ekki í fjórum fyrstu leikj- unum en lék betur og betur með hverjum leik og fór síðan að raða inn mörkum á lokakaflanum, þar sem hann var meðal annars með tíu mörk í ellefu leikjum. Pétur spilaði ekki síðasta leik tímabilsins, þar sem hann var í eldlínunni með landsliðinu á sama tíma. Pétur spilaði fjóra landsleiki þetta ár en tókst ekki að skora. Það eru einmitt landsliðsmörkin tvö hjá Alfreð sem skila honum upp fyrir Pétur því þeir félagar skoruðu jafnmörk fyrir félög sín á þessum miklu markaárum sínum. Pétur kom reyndar til Íslands í lok júlí 1979 og skoraði þá 6 mörk í 4 leikjum á móti ÍA, ÍBV og KA en mörk í vináttuleikjum teljast ekki með enda er hér um að ræða mörk í opinberum leikjum á alþjóð- legum vettvangi. Að sama skapi eru ekki tekin mörk í íslensku deildinni en það væri vissulega efni í aðra samantekt. Pétur hóf tímabilið 1979-80 á því að setja met sem stendur enn í Hollandi þegar hann skoraði í átta fyrstu deildarleikjunum. Snillingar eins og Romario, Ronaldo, Marco van Basten og Ruud van Nistelrooy náðu aldrei að ógna Íslendingnum. Pétur skoraði alls 22 mörk í fyrstu 24 leikjum tímabilsins í öllum keppnum og var markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar í árslok með 16 mörk í 17 leikjum en endaði tímabilið í 2. sætinu með 23 mörk í 33 leikjum. Hann meiddist illa á hné í sjötta leik tímabilið eftir og náði aldrei að komast í sama markaform og hann var í þetta magnaða tímabil fyrir 33 árum. Hér á síðunni má sjá samanburð á afrekum þeirra Alfreðs og Péturs en það verður gaman að sjá hvernig Alfreð tekst upp fyrir framan mark andstæðinganna þegar árið 2013 er runnið í garð. ooj@frettabladid.is Alfreð tók markametið af Pétri Alfreð Finnbogason skoraði 34 mörk í opinberum leikjum á alþjóðlegum vettvangi á árinu 2012, fl eiri en nokkur annar íslenskur knattspyrnumaður í sögunni. Pétur Pétursson var búinn að eiga metið í 33 ár, en hann skoraði 32 mörk fyrir Feyenoord árið 1979. Mörk Péturs eftir mánuðum Mörk Péturs 1979 Deildarleikir: 34 leikir / 26 mörk Bikarleikir: 1/2 Evrópuleikir: 6/4 Landsleikir: 4/0 Samtals: 45/32 Fyrir Feyenoord: 41/32 Fyrir Ísland: 4/0 JANÚAR 0 MÖRK FEBRÚAR 0 MÖRK MARS 0 MÖRK APRÍL 5 MÖRK JÚNÍ 0 MÖRK JÚLÍ 0 MÖRK ÁGÚST 5 MÖRK SEPTEMBER 5 MÖRK OKTÓBER 8 MÖRK NÓVEMBER 3 MÖRK DESEMBER 1 MARK Mörk Alfreðs eftir mánuðum Mörk Alfreðs 2012 Deildarleikir: 35 leikir / 27 mörk Bikarleikir: 3/4 Evrópuleikir: 4/1 Landsleikir: 6/2 Samtals: 48/34 Fyrir Lokeren: 2/1 Fyrir Helsingborg: 22/13 Fyrir Heerenveen: 18/18 Fyrir Ísland: 6/2 0 MÖRK JANÚAR 1 MARK FEBRÚAR 3 MÖRK MARS 2 MÖRK APRÍL 0 MÖRK JÚNÍ 5 MÖRK JÚLÍ 3 MÖRK ÁGÚST 8 MÖRK SEPTEMBER 5 MÖRK OKTÓBER 2 MÖRK NÓVEMBER 4 MÖRK DESEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.