Fréttablaðið - 31.01.2013, Page 6

Fréttablaðið - 31.01.2013, Page 6
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Botn- fiskafurðir fóru að lækka umtalsvert á mörkuðum erlendis þegar leið á árið 2012. Það stafar fyrst og fremst af meira framboði, sérstaklega af þorski. Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Samtaka fiskvinnslustöðva SJÁVARÚTVEGUR Verðmæti afla íslenskra fiskiskipa á fyrstu tíu mánuðum ársins var 137,9 milljarðar króna. Það er aukning um 8,1 prósent miðað við sama tíma árið 2011 og hefur aflaverðmætið því aukist um 10,3 milljarða á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Af þessari tíu milljarða aukningu skilaði góð loðnuvertíð 4,4 milljörðum króna. Árið 2012 skilaði loðnan 13,1 milljarði króna en 8,7 milljörðum árið 2011. Það er aukning um rétt rúmlega 50 pró- sent. Sem fyrr er það þó botnfisk- aflinn sem skilar mestum verð- mætum. Verðmæti þorskafla jókst um 12,7 prósent á milli ára, var 41,5 milljarðar árið 2012. Þorskurinn ber því höfuð og herðar yfir aðrar fisktegundir en loðnan kemst næst honum í aflaverðmæti þegar horft er til einstakra fisktegunda. Verð- mæti ýsuafla var 10,4 milljarðar og karfans tæpir 12 milljarðar á fyrstu árum ársins 2012. Arnar Sigurmundsson, for maður stjórnar Samtaka fiskvinnslu- stöðva, segir ánægjuefni hve afla- verðmætið hafi aukist. Hins vegar séu blikur á lofti á mörkuðum. „Botnfiskafurðir fóru að lækka umtalsvert á mörkuðum erlendis þegar leið á árið 2012. Það stafar fyrst og fremst af meira framboði, sérstaklega af þorski. Svo má ekki gleyma því að það eru erfiðleikar í mörgum okkar helstu markaðs- löndum í Evrópu.“ Arnar segir það birtast í því sem snýr að útflutningsverðmæti. Hann segir menn hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni á þessu ári, bæði þegar kemur að efnahagsástandinu ytra og einnig af auknu framboði á þorski úr Barentshafi. Athyglisvert er að aflaverðmæti eftir verkunar- stöðum eykst alls staðar á landinu á árinu 2012 nema á Norðurlandi eystra. Þar dregst það saman um 24 prósent. Erfitt er að segja hvað veldur en sala á skipum og tilfærsla aflaheimilda getur komið þar inn í. Verðmætið á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hins vegar um tæp 30 pró- sent milli ára. kolbeinn@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ? Verðmæti afla eftir verkunarstað 29,3% 10,8% 18,8% 4,4% 13% 16,6% 11,5% -24% Suðurland 17.892 milljónir króna Austurland 21.642 milljónir króna Vesturland 6.746 milljónir króna Vestfi rðir 7.557 milljónir króna Norðurland vestra 9.284 milljónir króna Norðurland eystra 15.996 milljónir króna Breyting frá fyrra ári janúar til október 2012 Höfuðborgarsvæðið 31.466 milljónir króna Suðurnes 21.363 milljónir króna Aflaverðmæti jókst um tíu milljarða á tíu mánuðum Aflaverðmæti íslenskra skipa var 138 milljarðar á fyrstu tíu mánuðum ársins, eða 8,1 prósenti hærra en á sama tíma 2011. Verðmæti minnkar um fjórðung á Norðausturlandi. Meira selt í beinni sölu til vinnslu innanlands. Gámaútflutningur hefur dregist saman á sama tíma og verðmæti afla til vinnslu innanlands hefur aukist og var tæpir 65 milljarðar á fyrstu tíu mánuðum ársins 2012. Arnar segir það jákvæða þróun að fiskurinn sé unninn meira innanlands. „Þessi þróun hefur verið nokkurn tíma að innlendir fiskmarkaðir hafa reynst fyllilega samkeppnisfærir við að flytja fiskinn út í gámum. Undan- farin tvö til þrjú ár hefur hlutfall botnfiskafla sem unninn hefur verið innanlands farið heldur hækkandi. Þetta er ánægjuleg þróun þannig að við stöndum betur að vígi í samkeppninni.“ ➜ Meira unnið innanlands 1. Hvernig vill Landsnet bæta afhendingu rafmagns á Vestfjörðum? 2. Af hverju verða karlar veikari en konur af umgangspestum? 3. Hvað óttast Reyðfi rðingar að trufl i þjónustu við olíuleitarfyrirtæki? SVÖRIN 1. Með línum í jörð í göngum úr Dýrafi rði undir Hrafnseyrarheiði. 2. Vegna ólíkrar virkni heilastöðva kynjanna. 3. Laxeldiskvíar. ICESAVE Sigur Íslands í Icesave-málinu er sigur lögfræðinnar og efnahagslegrar skynsemi. Hann sýnir fram á að innstæðutryggingakerfi gjörvallrar Evrópu er ófullnægjandi og þarfnast endurskoðunar. Þetta er mat leiðarahöfundar breska blaðsins Financial Times, sem skrifar um dóm EFTA- dómstólsins í Icesave-málinu í gær. „Dómurinn leiðir skýrlega í ljós að evrópsk lög skylda ekki skattgreiðendur til að koma einka- reknum bönkum til bjargar, stefnan sem reyndist Írum svo hörmulega en virðist þó enn vera ríkjandi í Evrópu,“ segir í leiðaranum. Niðurstaða leiðarahöfundar er að Evrópu- sambandið ætti að nota tækifærið við endurskoðun innstæðutryggingakerfisins til að draga almennt úr áhættunni sem fylgir bankarekstri fyrir hið opin- bera. „Reykjavík reyndist hafa rétt fyrir sér að lögum; Evrópa ætti að viðurkenna að stefnan sem þar var mörkuð var skynsamleg líka.“ - sh Leiðarahöfundur Financial Times segir ríki ekki eiga að bjarga einkabönkum: Endurskoða þarf kerfið allt ÍSRAEL, AP Ísraelskir og banda- rískir vísindamenn segja að heila- starfsemi sé merkjan leg hjá Ariel Sharon, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ísraels, sem hefur verið í dái frá því hann fékk heilablóðfall fyrir sjö árum. Gerðar voru nýjar rannsóknir á Sharon í síðustu viku, þar sem honum voru sýndar ljósmyndir af fjölskyldu hans og leikin fyrir hann upptaka af rödd sonar hans. Myndir af heilanum sýndu eðlileg viðbrögð við þessu skynáreiti. - gb Nýjar rannsóknir í Ísrael: Heili Sharons starfar í dáinu DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness hefur dæmt tæplega fertugan mann í átta mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun. Heima hjá honum fundust 155 plöntur, tæp- lega 200 grömm af maríjúana og 340 grömm af kannabis- laufum. Maðurinn kvaðst hafa ætlað þetta allt til einkanota. Hann sagðist reykja mjög mikið kannabis – allt að tvö grömm á dag. „Telur dómurinn, með tilliti til þess magns sem fannst hjá honum, þá skýringu fráleita, enda um nokkurra ára birgðir að ræða hafi það verið til eigin neyslu,“ segir í dómnum. Maðurinn hefur ítrekað hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot frá árinu 2003. - sh Dæmdur fyrir kannabisrækt: Fráleit vörn um 155 plöntur til einkareykinga STJÓRNSÝSLA Forsætisráðuneytið hefur undirritað samning við Blindrafélagið um að bjóða upp- lestur á íslensku efni á vefsíðum Stjórnarráðs Íslands með svo- nefndum veflesara. Um er að ræða hugbúnað sem bætir aðgengi blindra og sjón- skertra að textuðu efni á vefjum allra ráðuneytanna, er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Samningurinn er gerður til eins árs en að þeim tíma liðnum verð- ur hann endurskoðaður. Í honum er kveðið á um að ráðuneytin geti nýtt veflesarann á allt að 20 vefjum stjórnarráðsins samtímis. Auk ráðuneytanna má gera ráð fyrir að hann verði nýttur á vefjum á borð við starfatorg.is og kosning.is. - sv Ráðuneytið gerir samning: Blindir geta nú notað síðurnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.