Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 30
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 30TÍMAMÓT Tónlistarskóli Álftaness heldur tón- leikana „Álftanes er utan úr geimnum“ í Kaldalóni í Hörpu klukkan 17 á föstu- dag. Tónleikarnir eru hluti af hátíðinni Myrkir músíkdagar og er þetta í fyrsta sinn sem tónleikar frá tónlistarskóla eru teknir inn í hátíðina. „Að við skulum fá inni á Myrkum músíkdögum er þvílíkur heiður,“ segir Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, skólastjóri og píanókennari við Tónlistarskóla Álftaness. „Þetta er svolítið einstakt því þetta hefur aldrei gerst áður.“ Frá stofnun hefur Tónlistar skólinn á fimm ára fresti pantað tónverk frá tón- skáldi búsettu á Álftanesi og nemendur flutt á afmælistónleikum. Í tilefni af 25 ára afmæli skólans nú í haust voru fjögur tónskáld fengin til að skrifa jafn mörg tónverk fyrir nemendur með mis- munandi hljóðfærasamsetningu í huga. Tónskáldin eru Hilmar Örn Hilmars- son, John Speight, Karólína Eiríks- dóttir og Tryggvi Baldvinsson. Í verki sem Hilmar Örn samdi ásamt hópi nemenda er notast við hljóðrás, hljómborð, slagverk og steinahörpu Páls á Húsafelli. „Hann fór með þeim út í náttúruna og þau tóku upp alls konar hljóð. Svo fóru þau í stúdíóið hjá honum og unnu úr þessu,“ segir Sveinbjörg. Öll verkin sem verða flutt á tónleikunum eru frumsamin og voru þau frumflutt á 25 ára afmælis- tónleikum Tónlistarskólans 3. nóvem- ber síðastliðinn í Víðistaðakirkju.„Það er einsdæmi að eingöngu sé flutt frum- samin tónlist á nemendatónleikum þar sem grunnskólabörn eiga í hlut,“ segir hún. Þess má geta að til margra ára hefur tónsmíðahátíð verið fastur liður í skólastarfinu en þar gefst nemendum tækifæri til að flytja eigin tónsmíðar sem þau semja undir leiðsögn eða með aðstoð kennara og tónfræðikennara. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Sveinbjörg. freyr@frettabladid.is Heiður að spila á Myrkum músíkdögum Tónlistarskóli Álft aness spilar á Myrkum músíkdögum í Hörpu á föstudaginn. Á AFMÆLISTÓNLEIKUM Hilmar Örn Hilmarsson ásamt hópi nemenda úr Tónlistarskóla Álftaness á afmælistónleikunum í nóvember. Þennan dag árið 1971 var geimflauginni Apollo 14 skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum. Um borð voru geimfararnir Alan B. Shepard Jr., Edgar D. Mitchell og Stuart A. Roosa. Ferðinni var heitið til tunglsins. Hinn 5. febrúar, eftir að hafa lent í nokkrum erfiðleikum við tengingar hluta tunglfarsins og íverustöðvar um borð, héldu geimfararnir Shepard og Mitchell út á yfirborð tunglsins, en þetta var þriðja lendingin á tunglinu á vegum Bandaríkja- manna. Þegar Shepard steig á tunglið varð hann fimmti geimfarinn til að ganga þar um. Hann var hins vegar fyrsti Bandaríkja- maðurinn til að halda út í geim árið 1961 um borð í Freedom 7-flauginni, nokkru á eftir rússneska geimfaranum Júrí Gagarín sem var fyrstur. Shepard og Mitchell héldu til á yfirborði tunglsins í næstum 34 klukkustundir og framkvæmdu einfaldar vísindatilraunir. Þar á meðal var tilraun sem fólst í að slá golfkúlum út í geiminn með golfkylfu Shepards. Þá söfnuðu þeir jarðvegssýnum, alls 43,5 kílóum af grjóti. 9. febrúar lauk geimferðinni þegar farið sneri heilu og höldnu aftur til jarðar. Með ferðinni var aftur tekinn upp þráðurinn í tunglferðum á vegum NASA eftir að við stórslysi lá í för Apollo 13-farsins. Rann- sóknir sem átti að framkvæma í þeirri för voru færðar nánast án breytinga yfir á för Apollo 14. ÞETTA GERÐIST APOLLO 14 SKOTIÐ Á LOFT Apollo 14 skotið á loft frá Canaveral-höfða MERKISATBURÐIR 1709 Fyrirmynd Daníels Defoe að Robinson Krúsó, breska sjó- manninum Alexander Selkirk, er bjargað eftir fjögurra ára dvöl á eyðieyju. 1950 Harry Truman Bandaríkjaforseti greinir frá því að hann hafi farið fram á þróun vetnissprengjunnar. 1951 Tuttugu manns farast með flugvélinni Glitfaxa út af Vatns- leysuströnd á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. 1977 Mjólkursamsalan hættir rekstri allra mjólkurbúða utan einnar. 1980 Ferðamönnum leyft að kaupa tollfrjálsan bjór við komuna til landsins. 1982 Stofnfundur Samtaka um kvennaframboð í Reykjavík. 1992 Þjóðviljinn kemur út í síðasta sinn. Á LEIÐ TIL TUNGLSINS Alan B. Shepard áður en hann flaug af stað til tunglsins með Apollo 14. NORDICPHOTOS/GETTY Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN EGILSDÓTTIR lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 25. janúar 2013. Jarðsungið verður frá Áskirkju þriðjudaginn 5. febrúar 2013 kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Sigríður Matthíasdóttir Guðmundur Kristinsson Helga Matthíasdóttir Valmundur Gíslason Erna Matthíasdóttir Víðir Bergmann Birgisson Egill Matthíasson Linda Lek Thieojanthuk barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA FRIÐRIKA HALLGRÍMSDÓTTIR Laugarvegi 33, Siglufirði, sem andaðist 23. janúar verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Björgunarsveitina Stráka, reikn. 1102-26-2717 kt. 551079-1209. Ólöf Þórey Haraldsdóttir Ásgeir Sigurðsson Helga Haraldsdóttir Erlingur Björnsson Ragnheiður Haraldsdóttir Árni Haraldsson Ragnheiður Árnadóttir Eyþór Haraldsson Árni Þór Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, HALLDÓRA FRÍÐA ÞÓRÐARDÓTTIR MATZAT lést að morgni 23. janúar á Flórída í Bandaríkjunum. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar Þór Jörgensen. Okkar ástkæra, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Bræðraborgarstíg 7, Reykjavík, lést þann 22. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Guðmundur Guðmundsson Kristján Gylfi Guðmundsson Eyrún Guðmundsdóttir Unnar Bragi Bragason Brynhildur Guðmundsdóttir Jón Valgeirsson Borghildur Guðmundsdóttir Kolbeinn Sveinbjörnsson Kristrún, Lúkas, Tryggvi, Felix, Emil Bragi, Eva Karen, Guðmundur, Hildur, Sólveig. Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona, DR. HEKLA SIGMUNDSDÓTTIR dósent, Löngumýri 26, Garðabæ, sem lést á Landspítala fimmtudaginn 17. janúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju, Kópavogi, föstudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Margrét Þorvaldsdóttir Sigmundur Guðbjarnason Snorri Sigmundsson Sara Jewett Sigmundsson Logi Sigmundsson Ægir Guðbjarni Sigmundsson Anna Linda Bjarnadóttir Elskulegur eiginmaður, bróðir og mágur, GUNNAR KRISTINSSON Hásteinsvegi 6, Vestmannaeyjum, varð bráðkvaddur föstudaginn 11. janúar. Útför hans fór fram í kyrrþey frá Landakirkju laugardaginn 26. janúar. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Valgerður Andersen, Helga Kristinsdóttir, Ríkharð Laxdal. Sýning verður opnuð í Gamla sjúkrahúsinu – Safnahúsi Ísafjarðar á laugardaginn kl. 14 um vestfirska leiklist. Á sýningunni er farið yfir sögu leikstarfs á Ísafirði og öðrum helstu byggðarlögum Vestfjarða í máli og myndum. Að sýningunni stendur Leikminjasafn Íslands í samvinnu við Kómedíuleikhúsið, Gamla sjúkrahúsið – Safnahúsið Ísafirði og Listasafn Ísafjarðar. Sýningin nýtur framlags frá Safnasjóði. Leiklistin hefur frá upphafi þéttbýlis á Vestfjörðum verið merkur þáttur í menningar- og skemmtanalífi íbúanna. Á Ísafirði hefur verið sterk leikhefð um langan aldur og má rekja hana allt aftur til miðrar nítjándu aldar. Sýning um leiklist Sýning um vestfi rska leiklist verður haldin á Ísafi rði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.