Fréttablaðið - 31.01.2013, Síða 44

Fréttablaðið - 31.01.2013, Síða 44
KYNNING − AUGLÝSINGVeisluþjónusta FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 20134 Yf ir veiðitímabilið snýst reksturinn um að þjónusta veiðimenn en yfir vetrar- tímann, hluta sumarsins og á haustin tökum við við alls kyns hópum. Hing- að koma fyrir- tæki í hvata- og fundaferðir en auk þess tökum við að ok kur hverskyns veisl- ur, brúðkaup, saumaklúbba og aðra hópa,“ s e g i r m a t - reiðslumaður- inn Þórarinn Eggertsson. Hann segir gistirými fyrir fjörtíu manns í báðum húsunum. „Við getum svo tekið við allt að áttatíu manns í mat. Sveigjanleikinn er mik- ill og getur fólk fengið allar mál- tíðir dagsins hjá okkur sé þess óskað. Við útbúum stórar sem smáar veislur og erum með fjöl- breytta morgunverðar-, hádegis - og kvöldverðarmatseðla. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða úrvalshráefni og er maturinn á pari við það sem þekkist á fínustu veitinga stöðum.“ Þórarinn segir v iðsk ipta- vinum þykja gott að stimpla sig út og komast í sveitina en Laxá í Kjós er aðeins í þrjátíu mínútna aksturs fjarlægð frá höfuðborg- inni en rúman klukkutíma tekur að keyra í Borgarfjörðinn. „Við sjáum um rútuferðir sé þess óskað og getum þess vegna boðið upp á nesti í lautar ferðir.“ Hann segir fólk sækja í náttúrufegurðina í kringum húsin enda er mikið um fallegar gönguleiðir. „Eins er hægt að heimsækja bændur í kring sem bjóða varning beint frá býli auk þess sem ýmiskonar afþreyingar- möguleikar eru í grennd við bæði húsin.“ Frekari upplýsingar er að finna á www.hreggnasi.is . Veisluþjónusta í sveitasælu Veiðifélagið Hreggnasi býður upp á fjölbreytta veisluþjónustu í veiðihúsum sínum við Grímsá í Borgarfirði og við Laxá í Kjós. Þangað sækja hópar og fyrirtæki sem vilja njóta úrvalsveitinga í fallegu og kyrrlátu umhverfi. Maturinn er á pari við það sem best gerist á fínum veitingastöðum. Þórarinn segir við- skiptavinum þykja gott að stimpla sig út og komast í sveitasæluna rétt utan borgar- markanna. Unnur Guðrún Pálsdóttir, eða Lukka eins og hún er ávallt kölluð, byrjaði með veitinga- staðinn Happ í kjallaranum heima hjá sér þar sem afi hennar rak áður tannlæknastofu. Árin 2006-2009 bauð Happ matarpakka fyrir ein- staklinga og veisluþjónustu en opn- aði svo veitingastaðinn á Höfða- torgi 2010,“ segir Lukka um upphaf Happs. Litríkur og frumlegur matur Maturinn frá Happi sker sig úr að því leyti að hann er einstaklega lit- ríkur, fallegur og hollur. „Við notum mikið af fersku hráefni. Ferskar kryddjurtir setja til dæmis lit sinn á matinn og gefa gott bragð í leið- inni. Við reynum líka að setja hann saman á frumlegan máta svo sjón- ræna upplifunin og bragðið veki góð hughrif. Til dæmis kemur það fólki oft skemmtilega á óvart að fá fersk ber og hnetur með kjöti.“ Sérþarfir og hollusta Þótt Happ leggi áherslu á hollan mat á sínum matseðli er slakað örlítið á þeim kröfum er kemur að veislu- þjónustunni. „Í veislum leyfum við okkur aðeins meira og sveigjum reglurnar. Litlu hamborgararnir okkar hafa verið vinsælir en þeir eru með lambafilet, litríkir ávaxta- bakkar með vanillukremi, súkkul- aðikakan og litríku vefjurnar okkar hafa einnig vakið mikla lukku.“ Þegar kemur að sérþörfum skar- ar Happ fram úr. „Við getum út búið heilar veislur fyrir fólk með glúten- óþol, fyrir grænmetisætur eða vegan rétti án allra mjólkur afurða. Hvort sem það er heil veisla eða fyrir hluta veislugesta þá leysum við málið.“ Veisluþjónusta Happs sinnir allt frá litlum veislum með pinnamat upp í margrétta brúð- kaupsveislur, fermingar eða hvaða tilefni sem er. „Stærsta veislan sem við höfum sinnt var þúsund manna samkoma og sú minnsta aðeins fyrir örfáa. Við erum því fær í flest- an sjó.“ Nánari upplýsingar um Happ og matinn er að finna á heimasíðunni www.happ.is „Fólk getur hringt eða sent okkur tölvupóst á happ@happ. is og við gerum tilboð í hverja veislu og mætum óskum hvers og eins.“ Litríkt og ljúffengt Árið 2006 opnaði Unnur Pálsdóttir staðinn Happ í kjallaranum heima hjá sér. Hún bauð veisluþjónustu og matarpakka fyrir einstaklinga. Árið 2010 opnaði hún veitingastað á Höfðatorgi og í janúar safa- og samlokubar í Austurstræti. „Við reynum að setja matinn saman á frumlegan máta svo sjónræna upplifunin og bragðið veki góð hughrif,“ segir Lukka um matinn frá veisluþjónustu Happs. MYND/VALLI Juices & smoothies 2 fyrir 1 í febrúar Austurstræti 22

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.