Fréttablaðið - 31.01.2013, Page 60
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
Fundir
12.00 Vilborg Arna Gissurardóttir
pólfari segir frá ævintýrum sínum á
Suðurpólnum á súpufundi á Hallveigar-
stöðum, Túngötu 14. Yfirskrift fundarins
er Jákvæðni, áræðni og hugrekki en
aðgangur og veitingar eru ókeypis.
Félagsvist
20.00 Félagsvist Rangæinga og Skaft-
fellinga verður haldin í Skaftfellinga-
búð, Laugavegi 178. Allir velkomnir og
gott með kaffinu.
Málþing
13.00 Málþing um varðveislu og
skráningu gagna er tengjast Halldóri
Laxness verður haldið í Norræna
húsinu. Málþingið er öllum opið.
Tónlist
12.15 Myrkir músíkdagar 2013 hefjast í
Hörpu, tólistarhúsi. Dagskrá má finna á
heimasíðunni www.myrkir.is.
20.00 Í tilefni af útgáfu sinnar þriðju
breiðskífu, Flowers, heldur Sin Fang
útgáfuhóf á skemmtistaðnum Harlem.
Léttar veitingar í boði og platan á sér-
stöku forsölutilboði.
21.00 The Saints of Boogie Street spila
á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr.
1.500.
22.00 Magnús Einarsson, Eðvarð
Lárusson, Karl Pétur Smith og Tómas
Tómasson leika tónlist eftir the Rolling
Stones á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg
8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að
skrá þá inni á visir.is.
Philip Kotler er í boði:
Iceland
Business
Forum kynnir:
Í Háskólabíói – 24. apríl 2013
Philip Kotler
Heilsdags námskeið með föður nútíma markaðsfræði
Marketing 3.0
Values Driven Marketing
Markaðssetning fyrir stærri og smærri fyrirtæki
Arðsemi Ávöxtun Sjálfbærni
Tilboð í forsölu 69.900.-
Fullt verð 99.900.-
Gildir til og með 31.janúar 2013
Takmarkað magn miða í boði
Nánari upplýsingar og forsala
er á miði.is og ibf.is
Ljósmyndasýningin Found/Dot eftir
Paulu Prats verður opnuð í Skotinu
í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
klukkan 12 í dag.
Sýningin Found samanstendur
af myndaröð, eins konar mynda-
tvennum; annars vegar myndir
sem Prats fann á flóamarkaði í
Kanada og hins vegar myndir sem
hún tók sjálf. Í tilkynningu frá Ljós-
myndasafni Reykjavíkur segir að á
sýningunni sé hversdags myndinni
hampað; þeim fundnu, þeim týndu,
myndunum sem enginn mun hafa
tíma til að skoða, þeim venjulegu
og þeim upphöfnu. Myndunum sem
fylgir tómleiki gleymdra minninga,
þeim ónothæfu, slæmu, og að
síðustu, athöfninni að skoða og ljós-
mynduninni sjálfri.
Myndröðin Dot sýnir á stafrænan
máta úrval mynda eftir Paulu sem
allar eru tengdar með punkti, sem
breytir um lit, umfang og jafnvel
lögun. Hann gefur innsýn í röðun
ljósmynda og hvernig mismunandi
myndir geta tengst á einfaldasta
hátt og búið til reglu úr óreglu.
Paula Prats er fædd 1986 og hefur
numið myndlist og ljós myndun á
Spáni, í Kanada og Bretlandi en býr
nú á Íslandi.
Hversdagsmyndum hampað
Ljósmyndasýningin Found/Dot verður opnuð í Skotinu í dag.
FOUND Sýningin samanstendur af
myndum sem Prats fann á flóamarkaði
og öðrum sem hún tók sjálf.
Þriðju tónleikarnir af
fjórum í söngleikja-
röðinni Ef lífið væri
söngleikur verða haldnir
í Salnum í Kópavogi
annað kvöld.
Leikararnir Bjarni
Snæbjörnsson, Mar-
grét Eir, Sigríður Eyrún
Friðriks dóttir og Orri
Huginn Ágústsson standa
fyrir tónleikunum, sem
hver hefur sitt þema.
Á morgun er komið að
stóru söngleikjaskáldunum sem
skópu söngleikinn, til
dæmis Gershwin, Sond-
heim, Lloyd Webber,
Cole Porter og Rodgers
& Hammerstein svo ein-
hverjir séu nefndir. Tekin
verða lög úr söngleikjum
eins og Guys and Dolls,
Kiss Me Kate, Porgy &
Bess, West Side Story,
Company, Sweeney Todd,
The Sound of Music og
fleiri demöntum.
Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.
Meira söngleikjalíf
Klassísku söngleikjaskáldin í Salnum á morgun
SIGRÍÐUR EYRÚN
FRIÐRIKSDÓTTIR
Save the Children á Íslandi