Fréttablaðið - 31.01.2013, Síða 61

Fréttablaðið - 31.01.2013, Síða 61
FIMMTUDAGUR 31. janúar 2013 | MENNING | 45 Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.VILTU HRÖKKVA Í GÍRINN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! Marilyn Manson hefur kært konu sem segist hafa verið gift tónlistar- manninum. Samkvæmt Billboard neitar Manson því staðfastlega að hafa nokkurn tíma hitt téða konu. Konan, Yolanda Tharpe, hafði samband við fjölmargar frétta- stofur á síðasta ári og sagðist hafa verið trúlofuð Manson. Tharpe hélt því einnig fram að tónlistarmaður- inn væri hallur undir nasisma. Þá segir hún Manson hafa borið ábyrgð á dauða tveggja katta hennar. Fer Manson fram á nærri fjórar millj- ónir króna í skaðabætur fyrir meið- yrði og fleira. Manson kærir konu Fer fram á fj órar milljónir króna fyrir meiðyrði. VONDUR Marilyn Manson er ósáttur. Guðný Guðmundsdóttir sýnir klippilistaverk í Ráðhúsi Reykja- víkur þessa dagana. Hún hefur lagt stund á klippilist í nokkur ár eða frá 2006 þegar hún fór að leita nýrra leiða í listsköpun sinni og tók ástfóstri við þessa listgrein. Hún hefur áður sýnt verk sín í Safnasafninu í Eyja- firði 2010, Kaffitári í Borgartúni í Reykjavík 2011 og Gerðubergi í Reykjavík 2012. Tækni og hefð klippilistar kom fram í Kína með tilkomu pappírs- ins fyrir Krists burð, barst þaðan til Japans og var vel þekkt í list- sköpun á Vesturlöndum á miðöld- um og síðar. En klippilistin tók að blómstra svo að um munaði fram- an af 20. öld, þegar klippiverk urðu áberandi þáttur í nútímalist. Sýningin stendur til 4. febrúar. Klippilist í Ráðhúsinu KLIPP COLLAGE Eitt verkanna á sýningu Guðnýjar í Ráðhúsinu. Síðasti hluti þríleiks E.L. James sem kenndur er við Fimmtíu gráa skugga kemur út í íslenskri þýðingu í dag. Bókin nefnist á ensku Fifty Shades Freed en nefnist á íslensku Fimmtíu skuggar frelsis. Bókin kom út frummálinu fyrir réttu ári og naut mikilla vinsælda eins og fyrri bækurnar tvær. Í ágúst í fyrra tilkynnti bókarisinn Amazon að Skuggaþríleikurinn hefði selst í fleiri eintökum á vefnum en allar bækurnar sjö um Harry Potter samanlagt (á heims- vísu hefur galdrastrákurinn þó vinninginn með 450 milljón seld eintök á móti 65 milljónum). Bækur James hafa ekki síst notið vinsælda í raf- bókaútgáfu. Eigendur lesbretta og spjaldtölva hér á landi fá líka forskot á sæluna. Íslenska þýðingin kemur fyrst út á rafbók í dag en í kiljuútgáfu 10. febrúar. Lokakafl i Skuggaþríleiksins Fimmtíu skuggar frelsis kemur út á rafb ók í dag en í kilju í næsta mánuði. E.L. JAMES Sló í gegn með Fimmtíu gráum skuggum, en þriðja bókin kemur út á íslensku á rafbók í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Alina Dubik messósópran syngur rússneskar perlur á hádegistón- leikum ársins í Hafnarborg á þriðjudag. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Í Rússaskapi, flytur Dubik verk eftir Tsjaí- kovsky og Rimsky-Korsakov. Alina hefur haldið fjölda ein- leiks- og kammertónleika hér á landi og gert hljóðritanir fyrir Ríkisútvarpið og pólska útvarpið. Hún starfar nú sem söngkennari við Nýja tónlistarskólann og Tón- listarskólann í Reykjavík. Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá upp- hafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa yfir í um hálfa klukku- stund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Hádegis- tónleikar í Hafnarborg HAFNARBORG Alina Dubik messósópran syngur rússneskar perlur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.