Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 31. janúar 2013 | MENNING | 45 Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.VILTU HRÖKKVA Í GÍRINN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! Marilyn Manson hefur kært konu sem segist hafa verið gift tónlistar- manninum. Samkvæmt Billboard neitar Manson því staðfastlega að hafa nokkurn tíma hitt téða konu. Konan, Yolanda Tharpe, hafði samband við fjölmargar frétta- stofur á síðasta ári og sagðist hafa verið trúlofuð Manson. Tharpe hélt því einnig fram að tónlistarmaður- inn væri hallur undir nasisma. Þá segir hún Manson hafa borið ábyrgð á dauða tveggja katta hennar. Fer Manson fram á nærri fjórar millj- ónir króna í skaðabætur fyrir meið- yrði og fleira. Manson kærir konu Fer fram á fj órar milljónir króna fyrir meiðyrði. VONDUR Marilyn Manson er ósáttur. Guðný Guðmundsdóttir sýnir klippilistaverk í Ráðhúsi Reykja- víkur þessa dagana. Hún hefur lagt stund á klippilist í nokkur ár eða frá 2006 þegar hún fór að leita nýrra leiða í listsköpun sinni og tók ástfóstri við þessa listgrein. Hún hefur áður sýnt verk sín í Safnasafninu í Eyja- firði 2010, Kaffitári í Borgartúni í Reykjavík 2011 og Gerðubergi í Reykjavík 2012. Tækni og hefð klippilistar kom fram í Kína með tilkomu pappírs- ins fyrir Krists burð, barst þaðan til Japans og var vel þekkt í list- sköpun á Vesturlöndum á miðöld- um og síðar. En klippilistin tók að blómstra svo að um munaði fram- an af 20. öld, þegar klippiverk urðu áberandi þáttur í nútímalist. Sýningin stendur til 4. febrúar. Klippilist í Ráðhúsinu KLIPP COLLAGE Eitt verkanna á sýningu Guðnýjar í Ráðhúsinu. Síðasti hluti þríleiks E.L. James sem kenndur er við Fimmtíu gráa skugga kemur út í íslenskri þýðingu í dag. Bókin nefnist á ensku Fifty Shades Freed en nefnist á íslensku Fimmtíu skuggar frelsis. Bókin kom út frummálinu fyrir réttu ári og naut mikilla vinsælda eins og fyrri bækurnar tvær. Í ágúst í fyrra tilkynnti bókarisinn Amazon að Skuggaþríleikurinn hefði selst í fleiri eintökum á vefnum en allar bækurnar sjö um Harry Potter samanlagt (á heims- vísu hefur galdrastrákurinn þó vinninginn með 450 milljón seld eintök á móti 65 milljónum). Bækur James hafa ekki síst notið vinsælda í raf- bókaútgáfu. Eigendur lesbretta og spjaldtölva hér á landi fá líka forskot á sæluna. Íslenska þýðingin kemur fyrst út á rafbók í dag en í kiljuútgáfu 10. febrúar. Lokakafl i Skuggaþríleiksins Fimmtíu skuggar frelsis kemur út á rafb ók í dag en í kilju í næsta mánuði. E.L. JAMES Sló í gegn með Fimmtíu gráum skuggum, en þriðja bókin kemur út á íslensku á rafbók í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Alina Dubik messósópran syngur rússneskar perlur á hádegistón- leikum ársins í Hafnarborg á þriðjudag. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Í Rússaskapi, flytur Dubik verk eftir Tsjaí- kovsky og Rimsky-Korsakov. Alina hefur haldið fjölda ein- leiks- og kammertónleika hér á landi og gert hljóðritanir fyrir Ríkisútvarpið og pólska útvarpið. Hún starfar nú sem söngkennari við Nýja tónlistarskólann og Tón- listarskólann í Reykjavík. Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá upp- hafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa yfir í um hálfa klukku- stund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Hádegis- tónleikar í Hafnarborg HAFNARBORG Alina Dubik messósópran syngur rússneskar perlur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.