Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 78
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 62 „Jólaölið er í miklu uppáhaldi þó svo að ég drekki það nú við hátíðleg tilefni. Svo er ég veikur fyrir gin og tónik.“ Daníel Geir Moritz, grínisti og útvarpsmaður DRYKKURINN Kvikmyndin Djúpið hlaut flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna árið 2013, eða sextán talsins. Skammt á eftir henni kom Svartur á leik með fimm- tán tilnefningar. Spennumyndin Frost fékk fjórar til- nefningar og Ávaxtakarfan þrjár. Djúpið, Svartur á leik og Frost voru tilnefndar sem bestu kvikmyndirnar. Tilnefndir sem bestu aðal- leikararnir voru Björn Thors fyrir Frost, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þorvaldur Davíð Kristjáns- son fyrir Svartur á leik, Ólafur Darri Ólafsson fyrir Djúpið og Kjartan Guðjónsson fyrir Pressu. Sem bestu leikkonur voru tilnefndar: Anna Gunndís Guðmundsdóttir fyrir Frost, Elín Peters- dóttir fyrir Stars Above og Sara Dögg Ásgeirsdóttir fyrir Pressu. Þrír þættir voru tilnefndir fyrir besta leikna sjónvarps efnið, eða Áramótaskaup Sjónvarpsins, Mið-Ísland og Pressa 3. Núna þegar tilnefningarnar eru klárar hefst rafræn kosning akademíumeðlima á milli tilnefndra verka sem lýkur 13. febrúar. Edduverðlauna hátíðin verður svo haldin laugardaginn 16. febrúar og er sjónvarpað beint og í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða veittar alls 24 Eddustyttur til þeirra sem þykja skara fram úr í íslenska kvikmynda- og sjónvarps- geiranum. Djúpið með fl estar tilnefningar Djúpið hlaut 16 tilnefningar til Edduverðlaunanna. Svartur á leik með fi mmtán. DJÚPIÐ Kvikmyndin Djúpið hlaut flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna. „Þetta er ansi góð grein hjá blaða- manni The New York Times,“ segir Magnús Scheving er hann er inntur eftir viðbrögðum sínum við grein blaðamannsins Neil Genzlinger í The New York Times. Blaðamanninum er umhugað um velferð barnanna, sem hann segir í sakleysi sínu ætla að horfa á Íþróttaálfinn breiða út heilsu- boðskap sinn en sjá í þess stað hinn ofbeldishneigða Spartacus drepa mann og annan. Latabæjarþættirnir bera nafnið Sportacus vestanhafs og því ekki nema einn bókstafur sem skilur seríurnar að, sem gæti valdið rugl- ingi. Mikill munur er á efnistökum þáttanna en Spartacus er lýst sem óvenju ofbeldisfullu sjónvarps- efni með bæði blóðsúthellingum og nekt. „Í stað þess að læra um upp- byggingu beina af íþrótta álfinum læra börnin hvernig á að brjóta bein af Spartacus,“ segir í grein- inni. Blaðamaðurinn skrifar einnig eins konar leiðarvísi, á gamansaman hátt, fyrir foreldra varðandi það hvernig þekkja skuli þessa tvo sjónvarpsþætti í sundur. Magnús Scheving segir þetta ekki í fyrsta sinn sem minnst sé á Sportacus og Spartacus í sömu andrá. Þegar myndin sem sjónvarpsþættirnir ofbeldis- hneigðu eru byggðir á kom út fyrir nokkrum árum var Magnús spurður að því hvort Latibær væri að gera bíómynd. „Þetta er mjög skemmtileg grein og hún súmmerar upp þann boðskap sem við höfum verið að reyna að ná með sjónvarps- þáttunum. Þrátt fyrir að vera laus við allt ofbeldi í Latabæ hefur okkur tekist að gera þætt- ina spennandi fyrir áhorfandann. Hver man ekki eftir Tomma og Jenna sem gengu út á ofbeldi milli kattar og músar í vinsælu barnaefni? Það er ekkert sérstak- lega gaman að tala um að borða grænmeti eða bursta tennurnar, en eins og stóð einhvers staðar þá tekst okkur með Latabæ að „make boring things into a game“,“ segir Magnús ánægður með greinina. „Nú er tekin við ný kynslóð sem þekkir Sportacus betur en Sparta- cus. Mig minnir að það sé í Bret- landi sem fleiri niðurstöður fást við leitarorðið Sportacus á Google en Spartacus. Það er ánægjulegt.“ alfrun@frettabladid.is Latabæ ruglað saman við ofb eldisþáttaröð? Blaðamaður The New York Times telur miklar líkur á því að bandarísk börn horfi óvart á nýju ofb eldisfullu sjónvarpsþættina um Spartacus í leit sinni að Íþróttaálfi num, eða Sportacus eins og hann heitir upp á engilsaxnesku. SPORTACUS OG SPARTACUS Á meðan það grófasta sem Íþróttaálfurinn hefur gert er að henda epli í hausinn á Glanna Glæp er mun meira um ofbeldi og blóðs úthellingar í sjónvarps- þáttunum Spartacus, sem þykja alls ekki við hæfi barna. „Þetta leggst rosalega vel í mig, ef samkomulagið á milli okkar verður í lagi,“ segir Gísli Rúnar Jónsson glettinn. Kaffibrúsakarlarnir hinir einu sönnu hafa snúið aftur í tilefni af 40 ára afmælinu sínu. Frumsýning á nýrri sýningu þeirra í leikstjórn Gunnars Helgasonar verður í Austur bæ 1. mars. „Það er búið að biðja okkur um að koma fram í áratugi en við höfum aldrei gert það. Það er búið að reyna að stilla til friðar og okkur þykir ákaflega vænt hvorum um annan en þetta er ákaflega erfitt samstarf. En það er kannski þess vegna sem það var hlegið svona mikið að okkur, vegna þessarar undirliggjandi spennu,“ segir Gísli Rúnar og hlær. Kaffibrúsakarlarnir í túlkun Gísla Rúnars og Júlíusar Brjáns- sonar hófu feril sinn í Sjónvarpinu árið 1973 og voru þar í einn vetur. Síðan þá hafa þeir lifað áfram með þjóðinni á tveimur hljómplötum sem voru teknar upp með þeim. Spurður hvort það hafi ekki verið kominn tími á endurkomuna segir Gísli: „Það er ekki beðið um þetta á hverjum degi í dag en áratugum saman var alltaf beðið um þetta en það kom ekki til greina. Í dag veit meira en helmingur þjóðarinnar ekkert hverjir þetta eru. Þrátt fyrir að við höfum verið víðs fjarri hafa þeir samt lifað mjög góðu lífi. Það eru sumir sem halda að þeir hafi alltaf verið virkir vegna þess að hljómplöturnar okkar hafa verið langlífar.“ - fb Kaffi brúsakarlarnir snúa aft ur í Austurbæ Kaffi brúsakarlarnir halda upp á 40 ára afmæli sitt. SNÚA AFTUR Júlíus Brjánsson og Gísli Rúnar Jónsson sem kaffibrúsakarlarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það eru margir Brasilíumenn á Íslandi svo okkur fannst vera kominn tími til að stofna samfélag okkar á milli og kynna landið okkar og menningu fyrir þeim sem hafa áhuga á,“ segir Rejane Santana DaSilva, formaður Brasilíu félagsins á Íslandi. Félagið var stofnað nú í október og er öllum velkomið að ganga í það. Félagið heldur sinn fyrsta viðburð, kjötkveðjuhátíð, á Classic Rock Bar, Ármúla 5, þann 9. febrúar næst- komandi. „Þann dag fer hátíðin af stað úti og við verðum með beina útsendingu frá hátíða- höldunum á þremur stórum tjöldum. Þar að auki verðum við með söngatriði, dansatriði og alls kyns skemmtun. Brasilíumenn eru þekktir fyrir að kunna að skemmta sér og öðrum og við ætlum svo sannarlega að standa undir nafni,“ segir Rejane. Á hátíðinni verður boðið upp á brasilískan mat og kökur en aðgangs- eyrir er þó aðeins 2.000 krónur og allt inni- falið. „Við mælum með að fólk mæti í lit- ríkum og skemmtilegum klæðnaði, til dæmis ætlar íslenskur vinur minn að fara í dragg. Ég vil ekki að hann verði einmana og vona því að fleiri draggdrottingar láti sjái sig,“ segir Rejane, en hún hefur búið á Íslandi í sex ár og er gift íslenskum manni, Stefáni Þorgrímssyni, sem kom einnig að stofnun félagsins. Saman eiga þau tvo syni, þriggja og sex ára. Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu félagsins. - trs Brasilísk kjötkveðjuhátíð í beinni á Íslandi Hið nýstofnaða Brasilíufélag á Íslandi vill kynna brasilíska menningu fyrir áhugasömum Íslendingum. LITRÍKAR Rejane og vinkonur hennar eru þegar byrjaðar að koma sér í gírinn fyrir kjötkveðjuhátíðina. Hér eru þær Luciene Rodrigues Ferreira, Rasangela Santanada Silva, Rejane og Adda Nari Silva. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HARPA 09.02.13 HOF 16.03.13 HEIÐURS TÓNLEIKAR Miðasala á midi.is, harpa.is og menningarhus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.