Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 8
„Ég var alveg að því kominn að biðja læknana að hætta við þegar að þessu kom.“ H jónin Paulina Garcia Romero og Friðfinnur Finnbjörnsson ákváðu að vandlega íhuguðu máli að fækka fóstrunum í þrjú. „Læknar höfðu ráðlagt okkur að fækka þeim í tvö og ég held að við hefðum ekki treyst okkur til þess að taka ákvörðun um annað nema vegna þeirrar hjálpar sem við fengum frá fólki eftir að saga okkar birtist í Fréttatímanum. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ segir Friðfinnur. Paulina tekur undir það með honum: „Ég veit að það munu margir hafa skoðun á því að við fórum með þetta mál í fjölmiðla en fyrir okkur var það rétt, það hjálpaði okkur sannarlega við þessa erfiðu ákvörðun,“ segir hún. “Þetta var erfiðasta ákvörðun lífs míns.” Þau segjast sátt við að hafa tekið þá ákvörðun að fækka fóstrunum um tvö þótt það hafi verið þeim mjög erfitt. „Ég vissi að þetta var það rétta í stöð- unni eftir að hafa ráðfært mig við íslenska móður sem gekk í gegnum svipaða reynslu og þurfti að fækka fóstrum úr fjórum, og eftir að hafa talað við Erfiðasta ákvörðun lífs míns að fækka fóstrunum í þrjú Hjónin sem áttu von á fimmburum og Fréttatíminn hefur fengið að fylgjast með eru þakklát fyrir þá hjálp sem þau fengu eftir að hafa sagt sögu sína í blaðinu. Þau komust í samband við fólk sem hafði gengið í gegnum svipaða reynslu og sérfræðinga erlendis sem hjálpaði þeim að taka þá erfiðu ákvörðun sem þau stóðu frammi fyrir; hvort þau ættu að taka þá miklu áhættu sem felst í fimmburameðgöngu eða fækka fóstrunum eins og íslenskir læknar ráðlögðu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við hjónin. bandarískan sérfræðing í fjölbura- meðgöngum. Íslenska konan fór að ráðleggingum lækna og fækkaði í tvö. Við vorum ekki tilbúin til þess að fækka um þrjú enda er áhættan á fósturláti fyrir eftirlifandi fóstur meiri eftir því sem fóstrin sem fækkað er eru fleiri, eftir því sem bandaríski læknirinn sagði okkur,“ segir Paulina. Þarf teymi reyndra lækna Sérfræðingurinn sagði þeim líka að hann mælti ekki með fimmbura- meðgöngu nema með mjög reyndu og færu teymi lækna. „Læknarnir hér á Íslandi hafa enga reynslu af fimmburameðgöngu og aðeins einu sinni hafa fæðst fjórburar hér á landi, fyrir tuttugu árum,“ bendir Friðfinnur á. „Okkur fannst því að ef við ættum að vera örugg með þessa meðgöngu yrðum við að fara til Bandaríkjanna. Við könnuðum þann möguleika og það hefði ein- faldlega reynst of kostnaðarsamt,“ segir hann. Paulina og Friðfinnur kynnt- ust haustið 2009 þegar Paulina kom sem háskólaskiptinemi í Há- skólann í Reykjavík en hún er frá Mexíkó „Ég ætlaði bara að vera hér í hálft ár en svo breyttist það því ég kynntist Fridda,“ segir Paul- ina. „Ég var búin að vera sex mán- uði í Kanada og sex mánuði hér og háskólinn sem ég var í í Mexíkó leyfir aðeins eins árs skiptidvöl. Mamma hringdi hins vegar í skól- ann og útskýrði að ég væri búin að eignast kærasta á Íslandi og þá gerði skólinn undantekningu og mér var leyft að vera lengur,“ segir Paulina brosandi. Friðfinnur grípur inn í: „Raun- veruleg ástæða er hins vegar sú að hún er afburðanemandi, með 9,6 í meðaleinkunn í virtasta háskóla Mexíkó þannig að skólinn vildi einfaldlega allt fyrir hana gera.“ Paulina fór síðan út aftur í fimm mánuði til að ljúka BA-námi sínu í viðskiptafræði og flutti síðan aftur til Íslands. „Við giftum okkur samt fyrst, áður en hún fór út,“ segir Friðfinnur. Það var 12. maí 2010. Þegar þau eru spurð af hverju það hafi legið svona á að gifta sig segir Friðfinnur: „Við vissum að þetta var það sem við vildum.“ Paulina tekur við: „Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Við erum ennþá stundum hissa á því hvað við erum tengd.“ Friðfinnur bætir við: „Við erum mjög ástfangin,“ og kyssir Paulinu á vangann. Paulina segir að vinir og fjöl- skylda hafi undrað sig á því hvað þau hefðu gift sig eftir skamma Hjónin Paulina Garcia Romero og Friðfinnur Finnbjörnsson ákváðu að vandlega íhuguðu máli að fækka fóstrunum úr fimm í þrjú. Læknar höfðu ráðlagt þeim að fækka þeim í tvö. Ljósmynd Hari 8 viðtal Helgin 13.-15. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.