Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 20

Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 20
Hin óhamingjusama Lohan Lindsay Lohan er 26 ára í dag, 2. júlí. Hún hefur háð glímu við áfengis- og vímuefnafíkn mörg undan- farin ár; eins og rækilega hefur verið sagt frá í fjöl- miðlum út um allan heim. Hún hefur farið í margar meðferðir; stundum sjálfviljug en hún hef- ur líka verið dæmd til ýmisskonar með- ferðar eða fræðslu um áfengis- og vímuefni; eins og hefur tíðkast við bandaríska dóm- stóla undanfarin ár. Lindsay Lohan er nú að leika Elizabetu Taylor í mynd um þá merku leikkonu og alkóhólista. Í kjölfar dauða Amy Wine- house úr áfengiseitr- un var nokkuð rætt um siðferðislegar hliðar þess að fjölmiðlar veltu sér linnulaust upp úr sjúkdómsglímu frægs fólks; en sú umræða fjaraði fljótt út. Og fréttir af óhamingjusömu lífi Lindsay Lohan berast nær daglega um heims- byggðina. Yfirgengilegt hóglífi Hinriks áttunda Hinrik 8. Bretakóngur fæddist þennan dag, 28. júní, 1491 (fyrir 521 ári síðan). Hann dó saddur lífdaga 55 ára; margfalt of þungur vegna matarfíknar og útjaskaður á sál og líkama af hóglífi, drykkjuskap, meiðslum sem hann varð fyrir und- ir áhrifum og taumlausri spilafíkn — og líklega yrði hann í dag talinn illa haldinn af kynlífsfíkn (alla vega sambandsfíkn); giftur sex sinnum og hélt auk þess óteljandi hjákonur. Það leit ekki svona illa út fyrir Hin- rik sem ungum manni; hann var í raun fyrsti vel menntaði kóngur Englendinga; al- talandi og -skrifandi á ensku, latínu og frönsku og var vel heima í þeirra tíma þekkingarheimi; var list- fengur, orti ljóð og samdi tónlist. Hinrik var í raun frábær kóngur til að byrja með en alveg óhæf mann- eskja þegar á leið æfina. Í sjálfu sér er ekki hægt að fullyrða að Hinrik hafi verið alkóhólisti; það hugtak var ekki til á hans dögum og brennd vín höfðu ekki einu sinni borist til Englands þegar hann dó. En miðað við gögn frá hirðinni er talið að hann hafi drukkið um fjóra og hálfan lítra af öli á dag öll sín fullorðins ár; og þótt við gerum ráð fyrir að ölið hafi ekki verið sterkara en 4% þá jafngildir það neyslu á um 65 áfengislítrum á ári (meðalneyslan í Rússlandi er um 15 lítrar á mann). Líklega gæti enginn drukkið slíkt magn án þess að þróa með sér alkóhólisma. Maquire heldur sér edrú Ágætisleikarinn Tobey Maguire á afmæli í dag, 27. júní; hann er 37 ára gamall. Og hann mun líklega einnig halda upp á 12 ára edrú-afmælið sitt í ár en Tobey hefur verið edrú frá því hann var 25 ára. Meðal mynda sem hann hefur leikið í má nefna The Ice Storm, Pleasantville, The Cider House Rules, Wonder Boys, Cats & Dogs og Spiderman; og brátt munum við sjá hann í Life of Pi og The Great Gatsby. Saga dagsins er því ekki svo sorgleg að þessu sinni; þær verða oft gleðilegri sögurnar af ölkunum þegar dregur nær okkar tíma. Ódæll kántrísukkari K ris K ristof ferson fæddist þennan dag, 22. júní, 1936 og á því 76 ára afmæli í dag. Hann var einn af ódælu drengjum kántrítónlistarinnar (og menn þurfa að vera mjög ódælir til að falla í þann flokk) þar til að hann hætti að drekka fertugur og mun því líklega fagna 36 ára edrúafmæli í ár. Kris hefur samið mörg lög og texta um drykkju og drykkjumenn; meðal annar Sunday Morning Coming Down á hátindi drykkju sinnar; sem hann syngur hér með öðrum alkóhólista, Johnny Cash, í jólaþætti Cash frá 1978. Þá hafði Johnny Cash ekki drukkið í tíu ár en var nýfallinn í amfetamínneyslu sem hann glímdi við ævina á enda; átti löng edrútímabil en svo mislöng neyslutímabil þess á milli. Í meðferð tæplega áttræð Afmælisbarn dagsins er kynbomban Jane Russell. Hún lifði engu venjulegu lífi. Ofan á hefðbund- inn Hollywood-glamúr og raðkvæni bættist sót- svört íhaldsmennska og logandi trú á lifandi Krist; hún reyndi meir að segja að snúa Mari- lyn Monroe til trúar við tökur á Gentle- men Prefer Blondes. Drykkja var ekki telj- andi vandamál fyrir Jane Russell, ekki fyrr en hún eltist og það hægði á starfsemi lík- amans; þá drakk hún í sig alkóhólima og fór að misnota lyf. 79 ára gömul dreif hún sig hins vegar í meðferð og lifði edrú síðustu tíu ár æfinnar. Undir lokin lýsti hún sér svona: „These days I am a teetotal, mean-spirited, right-wing, narrow-minded, conservative Christian bigot, but not a racist.“ Það er meira framboð af dópi og brenni- víni í popp- heimum og því fleiri veikir þar. 20 úttekt Helgin 13.-15. júlí 2012 1 2 -1 1 9 4 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Með öllum snjallsímum, spjaldtölvum og 3G búnaði hjá Vodafone fylgir 30 daga aðgangur að NetFrelsi SkjásEins. Veldu rétta gagnamagnspakkann fyrir fjölskylduna, svo hún geti horft á sína uppáhaldsþætti hvar og hvenær sem er. Þín ánægja er okkar markmið Law & Order í spjaldtölvuna: 330 MB 5 GB 1.990 kr. á mánuði iPad 16 GB 7.660 kr. á mán. í 18 mánuði. Tölur um gagnamagn miðast við meðalsjónvarpsþátt, 45 mín. að lengd. Þóknun til Borgunar nemur 340 kr. á hverja greiðslu.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.