Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Page 25

Fréttatíminn - 13.07.2012, Page 25
ÍS L E N SK A S IA .IS M S A 5 98 49 0 6/ 12 100% HÁGÆÐA PRÓTEIN HLEÐSLUSKYR ER HOLL NÆRING. ÞAÐ HENTAR VEL Í BOOST-DRYKKI EÐA SEM MÁLTÍÐ OG ER RÍKT AF MYSUPRÓTEINUM. SMAKKAÐU ÞAÐ HREINT EÐA BRAGÐBÆTT. NÝTT Ríkt af mysupróteinum Lífið er æfing - taktu á því „Ljósmæður hafa til að mynda vak- andi auga yfir mæðrum sem koma í mæðraskoðun í því skyni að greina strax ef vandamál eru í fjölskyld- unni svo hægt sé að veita nauðsyn- legan stuðning þannig að foreldr- arnir geti haldið börnum sínum. En mín sýn á þetta er ef til vill meira á faglegu nótunum, meira klínísk ef svo má að orði komast: þetta gengur ekki! Hvers vegna á barnið að þurfa að ganga í gegnum það að látið sé á það reyna hvort það gangi að hafa barnið heima, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem það er ljóst að það mun ekki ganga? Það er svo full- komlega óásættanlegt að ungbarn þurfi að verða fyrir alls kyns hörm- ungum sem eru svo hræðilegar að það er næstum ekki hægt að tala um þær,“ segir hún. Nýtilkominn talsmaður barna Aaja Chemnitz Larsen er talsmaður barna. Stofnun hennar, Mio, er ný og tók til starfa þann 1. apríl síðast- liðinn. Eitt af því sem hún mun berj- ast fyrir er að gripið verði fyrr inn í málefni barna sem þess þurfa. Til þess þarf að fjölga félagsráðgjöfum og mun Mio leggja það til að settar verði reglur um hámarksmálafjölda á hvern fé- lagsráðgjafa svo hægt sé að tryggja að hann ein- faldlega ráði við að sinna þeim málum sem eru á hans borði. „ E i ns og er eru þeir með allt of mörg mál sem veldur því að þeim er ef til vill ekki sinnt nægilega vel og það tekur of langan tíma til að bregðast við þeim málum sem koma upp. Félags- þjónustu sveitarfélagsins er ef til vill kunnugt um mál sem nauðsynlegt er að bregðast við en vegna mikils málafjölda félagsráðgjafanna er ekki hægt að veita barninu þá hjálp sem það þarf fyrr en miklu seinna en æskilegt væri,“ bendir Aaja á. „Reynsla okkar og rannsóknir sýna að ósjaldan er þörf á að taka börn af heimilum sínum strax við fæðingu. Flest börn fara hins veg- ar á fósturheimili á aldrinum 5-10 ára þannig að oft eru börn búin að þurfa að upplifa hluti í fimm til tíu ár áður en þau eru tekin burt úr þeim aðstæðum. Hitt vandamálið er að þegar þau eru loksins tekin af foreldrum sínum er miklu erfiðara fyrir þau að lifa eðlilegu lífi því þau eru búin að þurfa að þola svo margt og eru í raun orðin svo sködduð,“ segir Aaja. Hún bendir á að hvorki sé nægi- legt framboð af fósturfjölskyldum né vistheimilum til þess að sinna þeirri þörf sem er í dag. „Það kemur einnig niður á gæðunum á þjónust- unni sem börnin fá þegar þau eru komin á stofnun eða til fósturfjöl- skyldu. Í stað þess að geta valið saman börn og úrræði eftir þörfum neyðumst við til þess að taka næsta pláss sem býðst,“ segir hún. Götubörn sem sjá um sig sjálf Fie Hansen segir að dæmi séu um að börnin í Nuuk hafi verið þátt- takendur í götugengjum og nánast lifað sem götubörn. „Þau koma úr fjölskyldum þar sem þau hafa ekk- ert að spila úr. Ég trúi því ekki að neinir foreldrar séu vondir eða vilji börnunum sínum illt. Ég held að allir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta. Þau ráða einfaldlega ekki við það og berjast dag frá degi til að fá hlutina til að hanga saman. Oftar en ekki er um áfengismis- notkun að ræða. Foreldrar eru ekki endilega í ástandi til að fylgjast með því hvað mörg börn eru farin í hátt- inn, hvort það eru þrjú af fimm eða kannski átta því það eru þrjú börn til viðbótar á heimilinu án þess að nokkur skipti sér af því. Fjölskyld- an verður svona fljótandi. Mörkin þurrkast út. Eldri systkini hugsa um þau yngri og svo framvegis,“ segir Fie. „Ég hef heyrt frásagnir barna sem eru svo hryllilegar að það er í raun ekki hægt að meðtaka þær. Börn hafa sagt frá því að þau hafi þurft að horfa upp á mömmu sína drepa pabba sinn og frá hryllilegri kynferðislegri misnotkun. Ég varð mjög snortin eitt skipti þegar stúlka hér sagði frá því að allt hefði farið í loft upp á heimilinu í fylliríi og slagsmálum. Hún tók litlu systur sína og þær klifruðu niður í grunn- inn undir húsinu eins og er svo oft er að finna í húsum hér í Grænlandi, þetta eru ekki venjulegir kjallarar heldur húsgrunnar sem hægt er að komast inn í og stundum eru notaðir sem kaldar geymslur. Stúlkan lýsti því hvernig hún þrýsti systur sinni upp að líkama sínum til þess að halda á henni hita. Þetta var lýsing á aðstæðum sem ég gat ekki ímynd- að mér. Oft á tíðum eru frásagnir barnanna hér svo langt frá því lífi sem ég þekki að ég bara get ekki gert mér það í hugarlund hvernig það er að vera hluti af fjölskyldu þar sem svona hlutir gerast. Það er mikið um sjálfsvíg og slys eru tíð í fjölskyldum þessara barna. Það eru hins vegar ekki endilega hin einstöku atvik í lífi barnsins sem skipta máli þegar hér er komið við sögu heldur hvernig barnið brást við þeim og hvort það hafi fengið einhverja hjálp. Mjög mörg þjást af áfallastreituröskun því það er alltaf eitthvað að gerast á heimilinu sem veldur þeim streitu,“ segir Fie. Að sögn Aaja Chemnitz Larsen hefur orðið viðurkenning í samfé- laginu á því að Grænlendingar eigi við stórt vandamál að stríða gagn- vart áfengisneyslu. Verkefnið sem samfélagið stendur frammi fyrir er hins vegar að bregðast við því. „Við vitum heilmikið um þessa hluti. Nú er kominn tími til að gera eitthvað í þeim! Markmið mitt er að tryggja að sjónarmið barnsins verði tek- in með í myndina. Eitt af því sem skiptir máli í þessu samhengi er að grípa fljótt inn í. Öryggi barnsins vegur þyngra en tilraunir til að fá foreldrana til að hætta að drekka – svona í fyrstu atlögu. Hins vegar ber að virða hagsmuni barnsins um að fá að búa hjá foreldrum sínum. Það tekur suma foreldra hins vegar lengri tíma en aðra að komast út úr neyslu og það er mjög erfitt að ná til foreldra sem hafa ekki getu til þess að breyta lífi sínu, eru ef til vill of langt leiddir. Við erum því mjög upptekin af næstu kynslóð, hvern- ig getum við komið í veg fyrir að næsta kynslóð leiðist á sömu braut, hvernig getum við brugðist eins fljótt við og þörf er á?“ spyr Aaja. „Eitt af því sem ég hef áhyggjur af er hversu mikið börn þurfa að þola áður en þau fá hjálp. Þau þurfa að upplifa ansi mikið áður inni á heim- ilinu áður en þau fá þá hjálp sem þau þarfnast,“ segir hún. Aaja Chemnitz Larsen úttekt 25 Helgin 13.-15. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.