Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Side 26

Fréttatíminn - 13.07.2012, Side 26
18.000 manns búa nú á Akur- eyri eftir að sonur Sveins Arnarsonar og Elísabetar Þórunnar Jónsdóttur kom í heiminn á dögunum. 40 ár eru liðin frá því Einvígi aldarinnar milli Boris Spassky og Bobby Fischer hófst í Reykjavík. 18 Vikan í tölum ár eru liðin síðan Stjarnan í Garðabæ komst síðast í undanúrslit í bikarkeppni karla í knattspyrnu en þeim árangri náði liðið í vikunni. Áformar að reisa jarðvarmavirkjun Landsvirkjun áformar að reisa 45 megawatta jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi í Mývatnssveit eða á Þeistareykjasvæðinu sem ætlað er að sjái kísililmálverksmiðju við Húsavík fyrir raforku. Íslenskt timbur fyrir milljarð Íslenskir nytjaskógar hafa vaxið mun hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skógarbændur gætu framleitt þúsundir rúmmetra af timbri fyrir um milljarð króna á ári áður en langt um líður. Áhyggjur af gömlum bílaleigubílum Samtök ferðaþjónustunnar hafa í nokkur ár reynt að fá yfirvöld til að herða eftirlit með bílaleigum hér á landi – ekki síst vegna aukins fjölda fyrirtækja sem leigja út gamla bíla. Mótmæla hótelbyggingu Hópurinn Björgum Ingólfstorgi og Nasa Gamla hlaupakempan Michael Johnson hljóp með Ólymp- íueldinn við Stonehenge í gær. Undirbún- ingur stendur nú sem hæst fyrir leikana en þeir hefjast eftir tvær viku. Nordicphotos/ Getty hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem hótelbyggingu á Landsímareitnum svokallaða í miðborginni er mótmælt. Þúsundkall fyrir köfun í Silfru Frá og með næstu áramótum þurfa kafarar í Silfru að greiða 1000 krónur á mann í gjald fyrir köfunina. Gjaldið er miðað við tólf mánaða þjónustu og fyrirhugaða uppbygg- ingu við Silfru. Verðmætur afli Frystitogarinn Guðmundur í Nesi kom að landi með einn verðmætasta afla sem um getur. Aflaverðmætið nemur um 450 milljónum króna eftir mánaðar veiðiferð. Uppistaða aflans var grálúða. Vill erlend fyrirtæki í borgina Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að borgin hafi áhuga á að laða til sín erlend fyrirtæki sem vilji nýta fólk með há- skólamenntun. Sóknarfæri séu í tengslum við uppbyggingu nýs Landspítala. Hamingja og húrrahróp! Gríðarlegur fögnuður braust út á Facebook, ekki síst meðal blaðamanna, þegar þær fréttir bárust á þriðjudaginn að Erla Hlynsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, og Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, hefðu báðar unnið dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannrétt- indadómstóli Evrópu. Jóhanna Vigdís Arnardóttir You go girls!:-) Tobba Marinósdóttir Það er hamingjudagur í dag! Kolbrún Björnsdóttir Til hamingju Erla Hlynsdóttir og Björk Eiðsdóttir sem og allir íslenskir blaðamenn! Sif Sigmarsdóttir í gegnum Sjon Sigurdsson Húrra! Elín Arnar TIL HAMINGJU BLAÐAMENN! Björn Þorláksson Lifi tjáningarfrelsið! G. Pétur Matthíasson Frábærar fréttir og mikill sigur fyrir tjáningarfrelsið, og kom- inn tími til. Það þarf að hætta þessu rugli sem hefur verið í gangi í dómsmálum hér á landi. Er þá ekki ráð fyrir stjórnvöld og dómstóla að fara að verja og vernda tjáningarfrelsið? Helgi Seljan Hurra!!! Enn einu sinni sækja samleigjendur smákónga- thjodarinnar rettlætid ad utan. Og enn lengist sakaskra islenska rikisins. Reynir Traustason Þá blasir við að sækja bætur vegna dómsmorðsins á Jóni Bjarka sem Hæstiréttur dæmdi til að greiða bætur vegna ummæla þriðja aðila. nasa og djúpsteiktur déskotinn Umhverfismálin komu við sögu á samskiptavefnum af miklum þunga vegna skemmtistaðarins Nasa, sem á að víkja vegna hótelbyggingar; tónlistar- menn voru áberandi meðal mótmælenda. Birgitta Jonsdottir (deildi vefslóð). ENN er von: Ég ásamt 4373 öðrum hafa síðan í gær kvittað undir eftirfarandi: Ég undirrit- aður/uð mótmæli því að hótel rísi við Ingólfstorg, Fógetagarð og Austurvöll í samræmi við verðlaunatillögu sem nú liggur fyrir sjá hér. Samúel Jón Samúelsson Ég vil ekki búa í Hótel Borg! Bragi Valdimar Skúlason Hvernig í djúpsteiktum déskot- anum náði Ingólfstorg að troða sínu vindbarða rokrassgati inn í réttindabaráttu NASA? að vera gerilsneyddur eða ekki – þar er efinn Þá bar það og til tíðinda í vikunni að bann við inn- flutningi á ógerilsneyddum osti hafi verið aflagt, og vakti það athygli nokkurra glöggra Facebookverja. Ari Matthíasson Skil ekki hvernig hægt er að viðhalda banni við innflutning á ógerilsneyddum osti á grundvelli smitsjúkdómavarna á sama tíma og þessi sami innflutningur er heimilaður til einkanota! Ég vil fá góðan ost og ekkert kjaftæði. Páll Ásgeir Ásgeirsson Í gær barst til landsins stór sending af mannréttindum frá Evrópudómstólnum og nú virðist mega flytja inn osta úr ógerilsneyddri mjólk og fleira góðgæti. Hvar endar þetta eiginlega? Á bara að gera Ísland að alvöruríki sisona? Ha! HA! Góð Vika fyrir Steingrím J. Sigfússon „fjölráðherra“ Slæm Vika fyrir Björgólf Thor Björgólfsson athafnamann Fríkirkjuvegurinn friðaður Allar fyrirhugaðar áætlanir Björgólfs Thors Björgólfssonar, hvað Fríkirkjuveg 11 varðar, húsið sem Thor Jensen langafi hans byggði og barnabarnabarnið keypti dýrum dómum, eru í uppnámi eftir að mennta- og menningarmálaráðherra ákvað að friða innra byrði hússins að tillögu Húsafriðunarnefndar. Húsið er þar með alfriðað því ytra byrði þess var friðað árið 1978. Tals- maður Björgólfs Thors segir hann hafa ráðið arkitekt sem sérhæft hafi sig í breytingum á gömlum húsum. Þegar fyrir liggi að breytingar á húsinu verði ekki að veruleika hljóti menn að setjast niður og endurmeta stöðuna. Talsmaðurinn vill þó ekki tjá sig um það hvort til greina komi að selja húsið. HeituStu kolin á Bætti enn einu ráðuneytinu í sarpinn Vart munu dæmi þess í Íslandssögunni að einn og sami maðurinn fari með jafn mörg ráðuneyti og Steingrímur J. Sigfússon gerir nú. Þegar Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason hurfu úr ríkisstjórn- inni tók Steingrímur við ráðuneytum beggja en eftirlét Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðuneytið. Oddný fór raunar einnig með ráðuneytið iðnaðar þar sem Katrín Júlíusdóttir er í fæðingarorlofi. Nú undirbýr Steingrímur nýtt aðvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneyti og tók því til sín iðnaðarráðuneytið frá Odd- nýju. Sem stendur er Steingrímur því sjávarútvegsráðherra, landbúnaðar- ráðherra, efnahagsráðherra, viðskiptaráðherra og iðnaðarráðherra. Bregði Jóhanna Sig- urðardóttir sér í frí tekur Steingrímur enn fremur að sér forsætisráðuneytið á meðan. 361 tonn hefur komið að landi með strandveiðibátum í sumar sem er fimm tonnum meira en í fyrra. 8 sinnum var írski leikarinn Peter O’Toole tilnefndur til Óskarsverðlauna án þess að hljóta þau. Hann er nú hættur að leika eftir 63 ár í bransanum, rétt tæplega áttræður að aldri. 15 röntgenmyndir voru teknar af Einari Bárðarsyni eftir að keyrt var á hann í hjólaferð. Hann slapp með skrámur. Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA 26 fréttir vikunnar Helgin 13.-15. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.