Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Page 27

Fréttatíminn - 13.07.2012, Page 27
Helgin 13.-15. júlí 2012 fréttir vikunnar 27 Uppskriftir á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA silkimjúkt kallar á stökkt og sætt Stráðu múslí yfir gríska jógúrt og bættu í hana örlitlu fljótandi hunangi. Svo tínirðu á diskinn girnilega osta og brauð. Kannski færðu þér kaffi – en rólega því ekkert á að gerast hratt í sumarmorgunverðinum. Fært til bókar J-ið stendur einfaldlega fyrir Jóhann Þeir eru sammála um það Eiður Guðna- son, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og sendiherra, og Egill Helgason dagskrár- gerðarmaður að fordæma Staksteinaskrif Morgunblaðsins síðastliðinn miðvikudag, raunar aðeins stafinn J í þeim pistli. Þeir voru ekki í vafa til hvers var vísað, það er að segja illræmdustu svika sögunnar er Júdas Ískaríot framseldi Jesús til rómverskra yfir- valda fyrir 30 silfurpeninga. Í Staksteinum var fjallað um makríldeiluna og afstöðu for- ystumanna VG í þeim efnum og er vitnað til skrifa Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, á Evrópuvaktinni. Voru þeir Steingrímur J. Sigfússon og Árni Þór Sigurðsson sakaðir í Staksteinum um að vera að undirbúa uppgjöf í málinu og að eina leiðin til að koma í veg fyrir að „Stein- grímur J. svíki“ í málinu sé að grasrótin í VG „láti hann finna rækilega fyrir því í sumar að hún taki ekki þátt í þeim svikum.“ Greininni lýkur á þessum orðum: Veit Styrmir ekki hvað J. í nafninu stendur fyrir? Eiður segir á síðu sinni: „Staksteinahöfundur Morgun- blaðsins náði nýjum botni í skrifum sínum á miðvikudag (11.07.2012). Djúpt var niður á botninn áður. Enn dýpra nú. Hann skrifar um umfjöllun Styrmis Gunnarssonar um Steingrím J. Sigfússon ráðherra og segir: Veit Styrmir ekki hvað J. í nafninu stendur fyrir? Júdasartilvísunin æpir á lesandann. Verri getur nokkur maður varla verið en svikarinn Júdas. Áhangendur Morgun- blaðseigenda og skrifara nota gjarnan nas- istatilvísanir og tala um föðurlandssvikara þegar rætt um þá sem styðja Evrópusam- starfið. Nú hefur nýr maður verið leiddur til leiks á síðum Moggans, – svikarinn Júdas. Svona hefði Matthías aldrei skrifað, – ekki Styrmir heldur. Þetta er heldur ógeðfellt.“ Egill grípur boltann á lofti og segir, undir fyrirsögninni Brigsl: „Manni nokkrum sem lengi hefur stundað pólitísk skrif varð það á fyrir næstum tveimur áratugum að kalla mig Júdas – það var vegna greinar sem ég hafði skrifað í Alþýðublaðið sáluga. Hann iðraðist eftir þetta og bað mig margfaldlega afsök- unar. Ég tók það til greina og hef ekki erft það við manninn. Hann sá að sér – þetta eru brigsl sem eru ekki notuð í siðaðri umræðu. En í fyrrum virðulegasta blaði landsmanna er búið að draga pólitísk skrif niður á plan slíks hamsleysis og haturs að brigsl af þessu tagi eru orðin nánast daglegt brauð. Það er ólíklegt að nokkur iðrun fylgi.“ Rétt er að minna á að J-ið í millinafni Steingríms stendur einfaldlega fyrir Jóhann. Þessir lausgirtu lögmenn „Mér er slétt sama hjá hverjum hann leggst en kannski leiðin- legra ef Baltasar ætti systkini út um allar trissur.“ Kristrún Ösp var í óvenju hispurslausu viðtali í barnablaði Vikunnar meðan barnsfaðir hennar, Sveinn Andri Sveinsson lögmaður, hafði í nægu að snúast í réttarsal og hafði sigur fyrir hönd WikiLeaks gegn korta- fyrirtækjum. Það sem höfðingj- arnir hafast að „Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórn- málaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi.“ Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræð- ingur og forsetaframbjóðandi, hefur eitt og annað við framgöngu forseta lýðveldisins að athuga. Engin vinsældakeppni hjá Brynjari „Það er ekki gæfuleg framtíðin þegar menn, sem eiga að semja fyrir okkur nýja stjórnarskrá, gaspra um að rétt sé að reka dómara sem gerðir hafa verið afturreka með ranga dóma af æðri erlendum dómstóli.“ Beint í inn í gríðarleg fagnaðarlæti sem brutust út í vefheimum þegar spurðist að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði dæmt tveimur blaðakonum í vil, skrifaði Brynjar Níelsson lögmaður Pressu-pistil þar sem hann sagði fögnuðinn einkennast af fávisku og sjálfhverfu gaspri. Veit Jón Bjarnason af þessu? „Reykjavíkurborg fer með skipulags- valdið á svæðinu og það verður ráðherra að virða eins og aðrir.“ Dagur B. Eggerts- son sendir Ögmundi Jónassyni innanríkis- ráðherra tóninn, en Ögmundur segir að flugvöllurinn sé ekki að fara eitt né neitt. En 2024 verður hann farinn, að sögn Dags.  Vikan sem Var

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.