Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 13.07.2012, Qupperneq 34
34 veiði Helgin 13.-15. júlí 2012  Veiði Veiðifélagið Bíttá helVítið þitt é g er nú að þróa, í samstarfi við bróður minn, nýja veiði-aðferð sem ég kalla „veiða og henda“. Ég var við veiðar um daginn og þá veiddi ég einn sem var um- svifalaust drepinn og honum hent, enda óhæfur til átu – lítill, og hálf- vanskapaður,“ segir Sveinn Elmar Magnússon framkvæmdastjóri veið- félagsins Bíttá helvítið þitt – Fyrst og fremst bjargræðisfélag. Fékk ógeð á silungi Þetta sérstæða veiðifélag hefur ver- ið misfyrirferðarmikið en það var stofnað árið 2004 og er því komið til ára sinna. Þeir í Bíttá mega heita frumkvöðlar í veiðibloggi en þeir hafa haldið úti veiðisíðu þar sem greint er frá ævintýrum sem félags- menn lenda í, aflatölur og meira að segja hafa þeir gert sérstaka sjón- varpsþætti sem þeir birta á síðunni, reyndar með óreglubundnum hætti. „Já, maður sér sama orðaforðann og við byrjuðum með víða á veiði- síðum, þannig að ætli það megi ekki heita svo,“ segir Sveinn Elmar. Síð- an er enn virk og fjölsótt: http:// bitta.123.is. Starfsemin hefur ekki verið mikil að undanförnu en það horfir til bóta. Niðursveifla í starfseminni kemur ekki af góðu en framkvæmdastjór- inn fékk ógeð á silungi – sem er ekki gott fyrir mann í hans stöðu. „Já, þetta hefur verið með hálffullu fjöri að undanförnu. Ég var alveg hættur að veiða. Ég veiði bara þegar ég er svangur. Og þar sem ég var kominn með ógeð á silungi, þá hætti ég að veiða. Sumir veiða og sleppa. Ég sleppti því að veiða. En ég er að mjaka mér til baka. Og ætla að fara að moka upp silungi bráðum.“ Rauður dropi er málið Bíttá helvítið þitt leggur allt uppúr sem ódýrustu græjunum auk þess sem félagsmenn hafa megnustu skömm á þessu „veiða og sleppa kjaftæði“ sem hefur vaðið uppi í heimi veiðimennskunnar undan- farin árin. Reyndar er það að félagið hafi verið hálfvankað að undanförnu ekki eingöngu því um að kenna að framkvæmdastjórinn hafði borð- að yfir sig af silungi heldur hafa sumir í félaginu farið í að kaupa sér dýrari búnað, farið í fluguveiði en þetta er bannað samkvæmt lögum félagsins. „Ég var sjálfur farinn að veiða á flugu. En, er nú að færa mig aftur til baka. Það er best. Að vera með ódýra teleskópíska stöng og Rauðan dropa (spinner) – það er best.“ Sveinn Elmar segir svo frá að það hafi haft gríðarleg áhrif á þá foringja í félaginu þegar þeir sáu fyrsta þátt veiðiþáttaraðarinn- ar Sporðaköst: „Dásamlegur þáttur. Menn voru að veiða í Veiðivötnum, á Lödu Sport og töluðu mikið um að það væri nauðsynlegt að vera á góðum bíl. Og veiða með rauðum dropa. Þegar við fórum svo að gera okkar eigin sjónvarpsþætti, en það er gerður einn þáttur á tveggja ára fresti, vorum við einmitt í Apavatni og þá sagði bóndinn þar að Rauður dropi gæfi best. Þetta þótti okkur gott.“ Smíðar sér reykgræju úti á svölum Sveinn Elmar segir að þrátt fyrir að hafa boðað veiðimennsku sem ekki á uppi á pallborðið, svo sem að veiða með ódýrum bensínstöðvagræjum, ryðguðum spún og sleppa aldrei, þá hafi þeir í Bíttá aldrei orðið fyrir að- kasti. „Nei, þeir þora ekki í okkur. Þusið í þeim er sennilega tilkomið af öfund. Þeir eru hræddir um að við séum að veiða meira en þeir á spún.“ Sveinn telur þetta á mis- skilningi byggt, að menn veiði ekk- ert síður á flugu. Og framkvæmda- stjórinn er allur að færast í aukana eftir því sem á líður sumarið: „Ég er nú að smíða mér sérstaka reyk- græju úti á svölum til að reykja aflann. Ég reykti hreindýrshjarta í fyrra á prótótýpunni og það kom vel út. Ég veit ekki hvort nágrann- arnir verði mjög ánægðir,“ segir Sveinn Elmar – en það verður ekki við öllu séð. Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ www.veidiflugur.is hilmar@veidiflugur.is LANGHOLTSVEGI 111 REYKJAVÍK SÍMI 527 1060 Exceed flugustangirnar hafa slegið í gegn á Íslandi, enda frábærar stangir hannaðar af einum besta flugukastara heims Klaus Frimor. Klárlega bestu kaupin á markaðnum í dag! Einhendur frá 43.900 kr. Tvíhendur frá 64.900 kr. Switch 52.900 kr. Úr lögum Bíttá helvítið þitt Reglur félagsins eru nokkuð strangar og um margt forvitnilegar: Í 1. grein segir að stjórn félagsins sé alráð og í 3. grein er skýrt kveðið á um að kvenmenn séu með öllu bannaðir í félaginu. Þar segir meðal annars: „Spúsur meðlima eru þó leyfilegar með í veiðiferðir en þá eingöngu til yndisauka og nestissmurninga. Einnig er spúsum meðlima leyfilegt að hafa tilbúinn heitan málsverð eftir erfiða ferð við að draga björg í bú.“ Önnur grein kveður á um að stjórn ráði því hver fái inni í félaginu og ... „til að fá inn- göngu þarf til þess fyrsta að eiga nógu ódýran veiðibúnað eða úr sér genginn. Undan- þágur um gæði og verð veiðibúnaðar eru aðeins gerðar af stjórnarlimum. Næsta mál fyrir möguleika á nýlimun er að leysa þraut sem viðkomandi stjórnarlimur leggur fyrir hann. Síðasta skilyrði innlimunar er að standast erfitt sálfræðipróf sem stjórnin leggur fyrir verðandi nýlim.“ Fjórða grein er afdráttarlaus og svohljóðandi: „Bíttá helvítið þitt aðhyllist ALLS EKKI veiða/sleppa stefnuna nema viðkomandi fiskur teljist óhæfur til átu vegna smæðar eða vanskapnaðar. Komi upp vafamál mun stjórnin taka ákvörðun í hverju einstöku máli.“ Veiða og henda Veiðifélagið Bíttá helvítið þitt var stofnað árið 2004 af ungum mönnum sem þótti nóg um fíni- mennskuna sem var að yfirtaka stangveiði á Íslandi. Framkvæmdastjóri félagsins heitir Sveinn Elmar Magnússon og hann segir hér undan og ofan af þessu sérstæða veiðifélagi sem stofnað var árið 2004. Sveinn Elmar framkvæmdastjóri Bíttá helvítið þitt lætur fara vel um sig í klappstól á veiðislóð nú í sumar. Lítil og vansköpuð bleikja sem fékk að finna fyrir veiðiaðferðinni Veitt og hent. M yndlistar-maðurinn Jón Óskar er einn þeirra fjölmörgu lista- manna sem sér feg- urðina í fluguveiði. Hann hefur þó ekki gengið svo langt að hefja fluguhnýtingar, sem þó ætti að liggja vel fyrir listamann- inum. „Nei, veistu... það hefur bara aldrei hvarflað að mér því ekki setur Schu- macher sjálfur bens- ín á bílinn sinn.“ Jón Óskar, sem þykir taka sig sér- staklega vel út á bakkanum og lítur helst ekki við tví- hendu, því henni fylgir of mikill „gösl- ara- gang- ur“ hefur á móti náð góðum tök- um á einhendu; „hún er miklu flottari“, velur flugu vikunnar að þessu sinni. Og það vefst ekki fyrir honum. „Jock Scott! Einstaklega fallegt reist bak á þeirri flugu og það hvín í loftinu þegar maður skýtur henni þessa 40 metra, eða svo, út í ána.“ Ástæðan fyrir þessu vali Jóns, fyrir utan hinn fagur- fræðilega, er sú saga sem honum var sögð þegar hann var sem oftar við veiðar í Að- aldalnum; af stærsta flugulaxi sem veiðst hefur á Íslandi en þar var að verki Jakob Hafstein í Höfðahyl 10. júlí árið 1942 og vó hann 36,5 pund. „Á Jock Scott. Ég er fixeraður á að taka „þennan sama“ fisk og þá á Jock Scott. Ég hef aldrei fengið neitt á þessa flugu en mér finnst notalegt að hugsa til þess, þegar ég dorma á bakkan- um, nákvæmlega þar sem hann tók þann lax.“  fluga Vikunnar Jón óskar Schumacher setur ekki sjálfur bensín á bíl sinn Jón Óskar grams- ar í fluguboxi sínu: „Er þetta ekki örugglega Green Butt sem hann Hilmar Hansson er alltaf að reyna að koma mér uppá að nota – þessar grænu flugur?“ Jock Scott-fluga en hana tók stærsti flugulax sem veiðst hefur á Íslandi.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.