Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 13.07.2012, Qupperneq 36
36 bílar Helgin 13.-15. júlí 2012  Skoda FlaggSkipið Superb Prius+ væntanlegur V ilji menn fá svolitla for-stjóratilfinningu er val á flaggskipi Skoda, Superb, freistandi. Bíllinn er stór og rúm- góður og plássið aftur í leyfir létta forsetaveifu fyrir þá sem láta aka sér milli staða. Áherslan er lögð á góða aksturseiginleika og þægindi enda segir á heimasíðu Heklu, þar sem fjallað er um Suberb: „Aftur- hurðirnar eru þær stærstu sem framleiddar hafa verið fyrir Skoda bifreið. Fyrir vikið er allt aðgengi að aftursætunum með þægilegra móti. Glæsilegt form er á fram- hluta bílsins. Áberandi vatns- kassahlífin er með krómumgjörð og innfellt í hana er Skoda merkið. Krómlistar umhverfis glugga- rammana og innfelld stefnuljós í hliðarspeglunum gefa bílnum áber- andi hliðarsvip. Afturljósin mynda C-laga form sem er einkennandi fyrir allar Skoda bifreiðar. Mælaborðið og stýri með þægi- legu gripi eru þeir þættir sem fanga athyglina í innanrýminu. Í breiðum miðjustokknum er að finna sjálfvirkt loftfrískunarkerfi, meira að segja í grunngerð bílsins. Í öllum gerðum Superb er efri hluti mælaborðsins lagður svörtu Onyx efni. Neðri hlut- inn er fáanlegur í þeim litum sem best fara við það áklæði sem valið er. Skreytilistar úr völdum efnum á miðjustokki, dyraspjöldum og loft- túðum skapa þægilegt andrúmsloft og lúxustilfinningu inni í bílnum.“ Þá sameinar tvískiptur aftur- hleri Suberb helstu kosti skutbíls og venjulegs fólksbíls. Í Superb eru ýmsar nýjungar í búnaði. Má þar nefna öryggispúða fyrir hné öku- manns ásamt hliðarpúðum aftur í, alls 9 öryggispúðar, hindrunarvara og Bi-Xenon aðalljóker með beygju- búnaði. Bíllinn fæst bæði með bensín- og dísilvélum. Með 160 hestafla bens- ínvélinni er í boði ný gerð af sjálf- skiptum gírkassa með tvítengsli sem hægt er að stjórna með rofum í stýrishjóli. Hröðun með þeirri vél úr 0 í 100 km/klst er 8.5 sekúndur. Skoda Superb Ambition 1.8 TSI með 160 hestafla vél og sjálf- skiptingu kostar 4.930.000 krón- ur. Eyðsla hans er 7,1 lítri á hverja hundrað kílómetra. Ambition 2.0 TDI, 140 hestafla sjálfskiptur kostar 4.990.000 krónur, eyðslan er 5,9 lítr- ar. Ambition TDI, sjálfskiptur með 170 hestafla vél kostar 5.220.000 krónur, eyðslan er 6 lítrar og Ambi- tion 2.0 TDI 4x4, sjálfskiptur með 140 hestafla vél kostar 6.190.000 krónur. Eyðslan 6,2 lítrar. Skutbíl l inn, Skoda Superb Combi með sömu vélum kostar frá 5.120.000 til 6.380 króna. Forstjóratilfinning og forsetaveifa Bíllinn er stór og rúmgóður enda eru afturhurðirnar þær stærstu sem framleiddar hafa verið fyrir Skoda  VolVo Nýir V40 og V60 kyNNtir Bíll með vegfarendavörn Framhjól V60 bílsins eru knúin af dísilvél en afturhjólin af rafmótor Volvo kynnti nýja V40 og V60 á sýningu í Bretlandi um mán- aðamótin. Nýi Volvo V40 er í flokki lúxus hlaðbaka, ríkulega útbúinn hágæða tækninýjungum, segir á síðu umboðsins, Brimborgar. „Bíllinn markar tímamót þar sem í fyrsta skipti kemur á markað bíll með vegfarandavörn. Hún virkar þannig að um leið og stjórnstöð móttekur neyðarmerkið losnar um hjöruliði vélarhlífarinnar og hún lyftist upp við framrúðu bílsins um leið og loftpúði fyllist á örfáum millisekúndum. Það hefur í för með sér að það dregur úr högginu sem mynd- ast við að vegfarandi skellur á vélarhlífinni í kjölfar ákeyrslu. Auk þess er bíllinn með borgaröryggi sem staðalbúnað en það er búnaður sem er sjálfvirk bremsa. Hann metur fjar- lægð að bílnum fyrir framan og hægir sjálfkrafa á ferðinni fari ökumaður óeðlilega nálægt honum eða stöðvar bílinn alveg sé hætta á aftanákeyrslu. Í Volvo V40 virkar borgarör- yggi upp í 50 km/klst í stað 30 km/klst í eldri tegundum. Útblástur koltvísýrings í Volvo V40 D2 er 94 g/km og elds- neytisnotkun í beinskiptu gerðinni 3,60 l / 100 km í blönd- uðum akstri. Hann er með sex þrepa sjálfskiptingu og 1,6 lítra dísilvélin skilar 115 hestöflum og 270 Nm í togi auk þess að vera með start/stop tækni sem slekkur á vél bílsins þegar hann er kyrrstæður, eins og t.d. í þungri umferð eða á ljósum. Með þeirri tækni sem Volvo V40 státar af leiðir til þess að rekstrarkostnaður bílsins lækkar.“ Á sýningunni var einnig nýi hlaðanlegi dísil tengil-tvinn- bíllinn, Volvo V60 D6 AWD kynntur til sögunnar. „Hann er tæknilegasti Volvo-bíllinn og klárist rafmagnið tekur öflug dísilvélin við,“ segir á síðu Brimborgar. Framhjól Volvo V60 tengil-tvinnbílsins eru knúin áfram af fimm strokka 2,4 lítra túrbó dísilvél sem er 215 hestöfl með hámarkstogi upp á 440 Nm. Afturhjólin eru hinsvegar knúin áfram af rafmótor sem skilar 70 hestöflum og er samanlögð losun koltvísýrings 49 g/km. Nýr Volvo V 40. Bílinn er búinn vegfarendavörn. Toyota Prius+, sjö manna fólksbíll, var kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra. Fram kemur á síðu Toyota að bíllinn sé væntanlegur hingað til lands. Þar segir að Prius+ sé ný hönnun. Bíllinn rúmar fullorðna í öllum þremur sætaröðum og er hver sætaröð 45mm hærri en sú fyrir framan og hafa þar með allir gott útsýni. „Að utan er Prius+ með blöndu af mjúkum og ávölum línum til að minnka loftmót- stöðu og auka þar með sparneytni bílsins. Mjög svo fyrirferðarlítill lithium-ion rafhlöðupakki er staðsettur á milli framsætanna og tekur þar af leiðandi ekkert pláss frá farþegum eða farangursrými. Í annarri sæta- röðinni er hægt að fella niður sætin hvert fyrir sig og er þriðja sætaröðin niðurfellanleg í 50/50. Þetta fyrirkomulag hámarkar nýtingu á plássi og sveigjanleika.“ Prius+ er búinn nýjustu útgáfu af „Toyota Hybrid Synergy Drive“. Eins og í Prius eru þrjár akstursstillingar: EV-stilling sem keyrir eingöngu á rafmagni, allt að 2 kílómetra, ECO-stilling fyrir sparneytinn akstur og Power-stilling fyrir hámarksafl. Upplýsingaskjár í framrúðu og lyklalaust aðgengi er staðalbúnaður og valmöguleikar í öryggisbúnaði eru til dæmis aðlögunarhæfur hraðastillir og árekstrarforvarnarkerfi. Prius+, eins og aðrir bílar í Prius-fjölskyldunni, býður upp á val margmiðlunar og leiðsögukerfa. Sjö manna fólksbíll sem væntanlegur er frá Toyota, Prius+. Skoda Superb, rúmgóður og þægilegur, með „lúxustilfinningu“.-þegar gæði verða lífsstíll Vantar glæsivagna í salinn. Frítt í júlí og ágúst. Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af Mikil sala! Vilt þú selja bílinn þinn? Settu hann á skrá hjá okkur frítt! Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Fylgstu með okkur á Facebook Hyundai Santa Fe fæst með metanbúnaði Vinsæll jepplingur fæst með dísilvél eða bensínvél og metanbúnaði.  HyuNdai aukiN SparNeytNi með díSil eða metaN Hyundai Santa Fe er vinsæll jepplingur í íslenskum bílamarkaði. Hann er með nýja sparneytna 197 hestafla dísilvél sem togar 437 Nm við 2000 snúninga á mínútu. Eyðsla í langkeyrslu er 6,2 lítrar á ekna 100 kílómetra. Bíllinn er með 6 þrepa sjálfskiptingu, tölvustýrða stöðugleikastýringu og spólvörn, leður- innréttingu með rafstýrðum sætum, sóllúgu, Blueto- oth-símabúnað, hljómtæki, aksturstölvu, tvískipta miðstöð með lofthreinsibúnaði og kemur á álfelgum Hyundai Santa Fe er nú fáanlegur með metanbún- aði sem er hefur verið sérstaklega hannaður fyrir Santa Fe, að því er fram kemur á síðu umboðsins, BL. Metanbúnaðurinn í Santa Fe gerir það að verkum að aðflutnings- og bifreiðagjöld bílsins lækka og því fæst rúmgóður fjóhjóladrifsbíll á hagstæðu verði með 2,4 lítra, 174 hestafla bensínvél, fjórhjóladrifi, stöðugleikastýringu, spólvörn, skriðstilli og tvöfaldri loftkælingu. „Fyrir þá sem aka 20.000 km á ári,“ segir enn fremur, „er hægt að spara allt að 160.000 kr. í elds- neytiskostnað á sama tímabili með metnabúnað- inum. Auk þess sem viðkomandi leggur verulega af mörkum í minnkun gróðurhúsalofttegunda því þegar bílnum er ekið á metani fer CO2 útblásturinn á bílnum í 0gr/km.“ Hyundai Santa Fe kostar frá 5.990 krónum til 7.790 króna eftir gerð og búnaði. 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.