Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 38

Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 38
38 heilsa Helgin 13.-15. júlí 2012 Næringarinnihald í einum bolla af strengjabaunum (100 g) Næringarefni Hlutfall af ráðlögðum dagsskammti C-vítamín 20.3% K-vítamín 17.7% A-vítamín 13.8% Mangan 11% Trefjar 8. 10.8% Fólínsýra 8.2% B6-vítamín 7% Mólýbden 6.6% Magnesíum 6.2% Tryptófan 6.2% Kalín 6% B2-vítamín 5.8% Járn 5.7% B1-vítamín 5.3% Fosfór 3.8% Kalk 3 7% Prótein 3.6% B3-vítamín 3.6% Kólín 3.6% Kopar 3.5% Omega-3 fitusýrur 2.9% Hitaeiningar (31) 1%  Heilsa Rannsókn á áhRifum tes á slæmt kólesteRól Grænt te hefur löngum verið talið mikill heilsudrykkur en nú hefur enn einn kvilli bæst á lista yfir þá sem grænt te gagnast gegn, of hátt kólesteról. Samkvæmt nýjum rannsóknum sem gerðar voru í Western University í Bandaríkjunum kom í ljós að grænt te hefur jákvæð áhrif á magn slæms kólester- óls í blóði. Hversu mikil áhrif á hins vegar eftir að rannsaka nánar, sem og magn tesins og hversu oft þarf að neyta þess svo það hafi áhrif. Rannsóknin skipti hópi fólks í tvennt. Annar hlutinn drakk grænt te og neytti dufts sem unnið var úr grænu te. Hinn hlutinn neytti ekki græns tes. Varði rannsóknin allt frá nokkrum vikum upp í þrjá mánuði. Niðurstöðurnar sýndu að hópurinn sem neytti græna tesins sýndi mun meiri lækkun á slæmu kólesteróli. Grænt te þykir enn heilnæmara en svart te vegna mismunar í vinnsluaðferð. Grænt te er þurrkað en svart te er gerjað og síðan þurrkað og inniheldur græna teið því meira af þeim efnum sem þykja heilnæm. -sda ÓTRÚLEGI ÚTSÖLUMARKAÐURINN RÚMLEGA 45.000 VÖRUR · NÝ TILBOÐ DAGLEGA - OPIÐ 11 - 19 ALLA DAGA VERÐ FRÁ99KR.HEFST Í DAGÍ LAUGARDALSHÖLLINNI Grænt te lækkar kólesteról  Fæðuóþol óhefðbundnaR lækningaR Má lækna fæðuóþol með góðum bakteríum? Bandarískur sérfræðingur í frumurannsóknum segir að oft megi koma í veg fyrir einkenni fæðuóþols með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna. Það megi gera með því að neyta í auknu magni nauðsynlegra baktería sem styrkja meltingarflóruna. R aunverulegt fæðuofnæmi er mjög sjaldgæft en einungis eitt prósent fullorðinna og um tvö til átta prósent barna þjást af fæðuofnæmi. Hins vegar virðist sem þeim hafi fjölgað sem þjást af einkennum fæðuóþols, að því er fram kemur á heilsu- fréttavefnum naturalnews.com. Einkenni fæðuóþols eru almenn þreyta, þaninn kviður eða niðurgangur sem koma fram nokkrum klukkustundum eftir mál- tíð. Þessi síðbúnu einkenni eru þess valdandi að erfiðara er að greina nákvæmlega hvað olli einkenn- unum. Fæðuóþol kemur oft ekki fram á hefðbundn- um ofnæmisprófum hjá læknum. Fæðuofnæmi og fæðuóþol lýsa sér oft með svipuð- um einkennum en eru tvö ólík fyrirbæri, samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Jóhannessyni, prófessor í læknisfræði við HÍ, sem birtar eru á Vísindavefnum. „Fæðuofnæmi, eins og allt annað ofnæmi, stafar af eins konar ofvirkni í ónæmiskerfinu gegn vissum efnum og við það myndast mótefni í líkamanum,“ segir Magnús. Þegar þessi mótefni tengjast ofnæmis- valdinum í fæðunni losna úr læðingi ýmis taugaboð- efni og hormón sem valda einkennum. Einkennin geta verið frá húð (útbrot, kláði, ofsakláði), blóðrás (blóðþrýstingsfall), öndunarfærum (hósti, hrygla, nefrennsli, hnerrar, barkakýlisbjúgur og öndunar- erfiðleikar) og meltingarfærum (ógleði, uppköst, samdráttarverkir, vindgangur, niðurgangur og ristil- bólga), að sögn Magnúsar. „Fæðuóþol stafar hins vegar oftast af því að ekki er hægt að brjóta niður viss efni í fæðunni vegna þess að líkamann skortir viðkomandi ensím (efnahvata), og af því hljótast ýmis óþægindi, sem í mörgum til- fellum eru þau sömu og verða við fæðuofnæmi,“ segir Magnús. Bandarískur sérfræðingur í frumurannsóknum með áherslu á meltingu og fæðuóþol, dr. Art Ayers, heldur úti bloggsíðu um rannsóknir sínar og kenn- ingar undir slóðinni coolinginflammation.blogspot. com. Þar heldur hann því meðal annars fram að fæðu- óþol orsakist af skorti á bakteríum í meltingarfær- unum fremur en skorti á ensímum. Hann heldur því fram að hægt sé að lækna flestar tegundir fæðuóþols með því að breyta samsetningu baktería í meltingar- kerfinu, meltingarflórunni, frekar en að reyna að útiloka úr mataræðinu fæðutegundina sem veldur einkennunum. Einkennin komi fram meðal annars vegna skorts á þessum bakteríum, hugsanlega vegna veikinda eða lyfjagjafar. Dr. Art Ayers mælir með mörgum aðferðum til að koma nauðsynlegum bakteríum aftur inn í meltingar- kerfið. Hann mælir með mjólkursýrugerlum, sem meðal annars finnast í AB-mjólk og jógúrt, en einnig með því að neyta lífræns ræktaðs grænmetis, sem gæta verður að þvo eins lítið og hægt er áður en þess er neytt. Það inniheldur náttúrulegar bakteríur sem hjálpa til við meltingu. Jógúrt inniheldur gagnlegar bakteríur sem hjálpa til við meltinguna.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.