Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 64
Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is FERÐIR HAUST E N N E M M / S IA • N M 53 28 3 Alicante frá 14.900 Malaga frá 19.900 9.900 Aðra leið, til eða frá áfangastað, með sköttum. Frá kr. í ágúst og september 21. og 28. ágúst til Alicante 21. og 28. ágúst til Malaga í september og október B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . KÖBEN OSLO frá9.900kr. BILLUND frá9.900kr. frá9.900kr. 30. október og síðan í allan vetur. Pissaði á sig á fyrsta samlestrinum Ragnar Bragason undirbýr uppsetningu á fyrsta leikriti sínu í Borgarleikhúsinu. Hann hefur fengið góðan liðsauka því Örn Elías Guðmundsson, Mugison, sér um tónlistina í verkinu. Mugison segist ekki vera mikið fyrir leikhús en er ánægður með samstarfið við Ragnar. Mitt á milli Barna og Næturvaktarinnar „Þetta er ákveðið spennufall þegar maður er búinn að vinna svona lengi að þessu,“ segir Ragnar Bragason um fyrsta samlesturinn á Gullregni. Hann hefur unnið að verkinu síðan um áramót. „Þetta er unnið með sömu aðferð og ég hef beitt á sjónvarpsefni og kvikmyndir – leikar- arnir eru með í pers- ónusköpun og vinnslu á söguþræði og handriti. Þannig gerði ég Börn og Foreldra og Vaktarserí- urnar og Bjarnfreðar- son. Ég er á svipuðum slóðum efnislega. Þetta fjallar um íslenskan raunveruleika.“ Er þetta fyndið eða dramatískt? „Bæði. Ætli þetta sé ekki mitt á milli Barna og Næturvaktarinnar. Þetta er dramatískt en mjög kómískt á sama tíma.“ Hvernig er fyrir kvik- myndaleikstjórann að vinna í leikhúsi? „Þetta er í sjálfu sér sama vinnan. Maður er ekki með kameru en stillir þessu upp fyrir áhorfandann eins og hann taki að sér kvikmyndatökuna. Formið er annað en ég nálgast þetta svipað. Ég er hreinn sveinn þegar kemur að leikhúsinu og verð bara að læra meðan á ferðalaginu stendur.“ -hdm Fyrsti samlesturinn á Gullregni fór fram í Borgarleikhúsinu í vikunni. Hér er hópurinn sem kemur að sýningunni. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri er lengst til vinstri en fyrir miðju eru leikararnir Brynhildur Guðjónsdóttir, Halldór Gylfason, Sigrún Edda Björnsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Hallgrímur Ólafsson. Fyrir miðju er leikstjórinn og höfundurinn Ragnar Braga- son. Mugison heldur sig hins vegar í bakgrunni í Nirvana-bolnum sínum. Ljósmynd/Hari  Leikhús Mugison seMur tónList við Leikrit ragnars Bragasonar r aggi er frá Súðavík og passaði Rúnu konuna mína í gamla daga. Hann var fyrir vestan í sumar að vinna að þessu og það lá einhvern veginn beint við að ég færi að fikta með músíkina. Að Súðavíkurstrákarnir færu að vinna saman. Á milli þess sem það var grillað, drukkinn bjór og hoppað á trampólíninu,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Mugison sér um tónlistina í nýju leikriti eftir Ragn- ar Bragason, Gullregni, sem frumsýnt verður í Borg- arleikhúsinu 1. nóvember. Þetta er frumraun þeirra beggja í leikhúsi. Leikritið fjallar um Indíönu Jóns- dóttur sem býr í blokk í Fellahverfinu og lifir á bótum þrátt fyrir að vera fullkomlega heilbrigð. Á litlum garðskika hefur hún ræktað tré sem er stolt hennar og yndi, Gullregn. Þegar hið opinbera krefst þess að tréð verði fellt snýst heimur Indíönu á hvolf og hún fer í baráttuham. Leikarar eru þau Sigrún Edda Björns- dóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Halldór Gylfason. Mugison kveðst vera spenntur fyrir þessu verkefni: „Við vorum með fyrsta samlestur í gær og ég pissaði á mig, þetta var svo fyndið. Svo náði ég að fela það þegar það komu tár á hvarminn. Þetta leikrit nær yfir allan skalann. Og svo er það eðlilegt,“ segir Mugison sem viðurkennir að hann sé ekki mikið fyrir leik- hús. „Ég er enginn leikhúskall, miklu frekar bíókall. Leikhús pirrar mig, það er oft svo tilgerðarlegt. En svo eru náttúrlega til snillingar sem kunna að gera góða hluti. Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þarna er talað eðlilegt tungumál, þetta gerist í nútímanum; ekkert Shakespeare-rugl þar sem leikararnir tala upp í loftið og allir láta eins og þeir hafa verið að horfa á einhverja snilld.“ Mugison seldi yfir þrjátíu þúsund plötur á síðasta ári og varð stærsti og eftirsóttasti poppari landsins. Hann er kominn með talhólf sem sver sig í ætt við fræg skilaboð Páls Óskars um stífa dagskrá; Mugison tilkynnir fólki að erfitt geti verið að ná í sig í síma og óskar eftir að fólk sendi sér frekar tölvupóst. Hann viðurkennir að þetta verkefni í Borgarleikhúsinu sé kærkomin tilbreyting. „Í svona verkefni er tónlistin svona hækja, maður teikar fílinginn og reynir að hjálpa. Tónlistin á að ýta undir þegar eitthvað er fyndið eða eitthvað er sorglegt. Svo þarf hún að tengja á milli atriða meðan leikararnir skipta um föt. Mér finnst þetta frábært, maður er ekki í neinu egóflippi. Maður er bara hluti af liðinu, eins og þegar ég hef gert kvikmyndatónlist. Þetta er flottur niðurtúr eftir hitt.“ Mugison jánkar því að hann sé farinn að huga að næstu plötu sinni. Hún verður gerð með umtöluðu hljóðfæri sem hann smíðaði; Mirstrument. „Ég er allt- af að reyna að láta hljóðfærið virka, það fer stundum hálfur dagurinn í að láta það virka. Vonandi kemur næsta plata einhvern tímann á næstu árum.“ Þér liggur auðvitað ekkert á, enda orðinn svo ríkur? „Jú einmitt. Það fer náttúrlega djöfulsins tími í að telja peninga. Ég er eins og Jóakim aðalönd, er með sér hvelfingu fyrir seðlana sem er grafin niður í jörð- ina og á að þola heimsenda.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 62 dægurmál Helgin 17.-19. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.