Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 32
08.30 – 15.00
Reykjavíkurmaraþon
Reykjavíkurmaraþonið markar
upphaf hátíðisdagsins en
hlauparar rjúka af stað frá
Lækjargötu klukkan hálf níu
að morgni laugardagsins.
Reykjavíkurmaraþonið er
fjölskylduviðburður sem
hefur fyrir löngu fest sig í
sessi enda geta allir tekið þátt,
ungir sem aldnir, hlaupandi,
gangandi eða hvetjandi. Þá
hlaupa margir til stuðnings
verðugu málefni og er það vel.
En fyrir dyrum stendur ráp
upp og niður Laugaveginn,
listviðburðir um alla borg;
við Hlemm, í Kvosinni, gömlu
höfnina, Hljómskálagarð-
inum...
11.00 – 17.00
Íslenski Cadillac-klúbburinn
Fréttatíminn var að sjálfsögðu
mættur fyrir allar aldir til að
hvetja hlaupara til dáða, en
er sjálfur sporlatur, svitnar í
huganum með hlaupurunum
en þegar skotið ríður af röltir
hann röltir í rólegheitum niður
að gömlu höfninni til þess að
kíkja á glæsilegar drossíur
og dollaragrín hjá Íslenska
Cadillac klúbbnum. Félagar
í klúbbnum verða mættir á
Hörputorg klukkan ellefu og
sýna gestum og gangandi
ameríska eðalvagna sína til
klukkan 5. Mikið má vera
ef frægasti Cadillac-kall
landsins, rithöfundurinn
Ólafur Gunnarsson, verður
ekki þar mættur á gljáfægðri
og vígalegri sjálfrennireið
sinni. Við missum ekki af því.
Þó hefðbundnar listgreinarnar
séu í öndvegi eru ýmsar upp-
ákomur sem keppa við þær
um athyglina.
12.30 – 13.00
Líf skátans og borgarstjórinn
Svo rólegur í tíðinni var
Fréttatíminn við að
skoða Cadillacbíla
að hann var næstum
búinn að gleyma
sjálfri setningu há-
tíðarinnar sem fram
fer í Hljómskálagarð-
inum. Enda má það ef
til vill vera til marks
um hversu frumlegur
hinn vinsæli borgar-
stóri Reykjavíkur, Jón
Gnarr, er að hann
setur Menningar-
nótt þó nokkru eftir að hún
er byrjuð. Eftir að hafa hlýtt
á borgarstjórann er upplagt
að sjá hvað skátar eru að
bauka en þeir munu koma sér
fyrir í Hljómskálagarðinum og
sýna súrringar og flekagerð
meðal annars; veita innsýn í
líf skátans.
13.00 – 14.00
Ástarmafían fyrir opnum
gluggum
Klukkan eitt er Fréttatíminn
kominn upp á Laugaveg 100 til
þess að horfa á leikritið Hinn
fullkomni glæpur í gegnum
stóra glugga hússins sem
áður hýsti verslun. Leikkonan
Svandís Dóra hóf undirbúning
að þessari sérkennilegu frum-
sýningu á miðvikudaginn og
síðan þá hafa undirbúningur
og æfingar farið fram fyrir
opnum tjöldum, eða gluggum
öllu heldur, þannig að vegfar-
endur hafa getað fylgst með
sköpun verksins frá byrjun.
„Við erum að gera ákveðna
tilraun og erum meðal annars
að athuga hvort við getum
sett upp sýningu á svona
stuttum tíma en við gefum
okkur þessa þrjá sólarhringa,“
segir Svandís. Í heimi þar sem
allir fylgjast með öllum getur
verið erfitt að fremja hinn
fullkomna glæp og tilraun
Svandísar og félaga gengur
ekki síst út á spurninguna um
hvort fólk sé ekki alltaf að
leika þegar það veit að fylgst
er með því. „Áhorfandinn
fær þarna að skyggnast inn í
vinnuferli listamannsins, sem
er oft mjög viðkvæmt. Maður
er að prófa sig áfram og líður
oft eins og kjána þegar maður
fer að skoða hlutina. Þarna
leyfum við öllum að fylgjast
með alveg frá byrjun.“ Og svo
enginn þurfi að missa af neinu
er einnig hægt að fylgjast með
hópnum að störfum í beinni
útsendingu á netinu á www.
astarmafian.is.
„Við erum þarna leikarar,
dansarar, tónlistarfólk og
ýmsir aðrir og vitum ekki
alveg hvað gerist á þessum
þremur dögum en þetta
er tímaramminn sem við
setjum okkur þannig að
það er allt mjög opið með
hvað áhorfendur munu sjá í
glugganum á laugardaginn.“
Svandís segir hópinn vera að
rannsaka glæpasöguna og
hinn fullkomna glæp og leiti
fanga meðal annars
í glæpamyndum- og
sögum. Svo mörg
voru þau orð. Og
áfram skal haldið.
13.00 – 18.00
Víkingar og
vopnaskak
Menningarlegir
félagar úr Einherjar
Víkingafélagi
Reykjavíkur slá upp
tjaldi fyrir framan
Hallgrímskirkju. Þar verða
þeir í fullum skrúða og fræða
gesti um félagsskapinn sem
hvílir á menningu forfeðra
okkar. Handverksfólk verður
á staðnum og sýnir muni
sína og vonandi grípa menn
til einhverra vopna og sýna
bardagalistir sínar en eins og
kemur fram aftar í blaðinu eru
reykvísku víkingarnir frekar
snauðir af sverðum þar sem
þeir lánuðu vopn sín í tökur
á kvikmyndinni Noah. Þeir
láta það ekki á sig fá: „Okkur
leggst eitthvað til,“ segir
Gunnar – jarl Einherja.
14.00 – 15.00
Knús í boði
Eftir spjall við vaska
víkingana er ekki úr vegi að
snara sér niður á Laugaveg
og krækja sér í knús og
faðmlag í Hlutverkaseturs á
Laugavegi 25. Mýkja bæði sál
og líkama. Slík atlot bæta,
hressa og kæta og gera hvern
mann móttækilegri fyrir
menningunni.
13.00-17.00
Fiðluleikur fyrir UNICEF
Á leiðinni niður á Laugaveg
væri syndsamlegt að gleyma
að koma við hjá fiðlunem-
anum unga Ágústu Dómhildi
fyrir utan Eymundsson á
Skólavörðustíg og tæma
vasana ofan í fiðlukassann
hennar. Ágústa fékk þá
frábæru hugmynd í fyrra
að leika á fiðlu til styrktar
UNICEF og hún ætlar að
endurtaka leikinn í ár enda
gekk henni vel í fyrra og
safnaði rúmum 100.000
krónum. Ágústa leikur ljúfa
tóna og er með fiðlukassann
opinn fyrir frjáls framlög frá
gestum og gangandi.
„Ég sá auglýsingar frá
UNICEF um söfnunina og datt
þá í hug að safna fyrir þau,“
sagði Ágústa við Frétta-
tímann í fyrra. „Þetta gekk
mjög vel. Framar mínum
björtustu vonum og það voru
margir sem gáfu og sumir
gáfu frekar mikið,“ sagði hinn
fimmtán ára gamli fiðluleikari
í fyrra og henni gengur von-
andi enn betur núna.
14.00 – 16.00
Horft á tilkomumikla sólina
Ef veður leyfir er ekki úr
vegi að brjótast í gegnum
Á harðaspani á Menningarnótt
H E LGA R BL A Ð
Reykjavíkurborg iðar af mannlífi og alls kyns uppákomum á laugardaginn þegar Menningarnótt stendur
yfir frá morgni til kvölds. Menningarnótt var fyrst haldin árið 1996 og hefur jafnt og þétt þanist út;
hátíðin er orðin einn fjölsóttasti viðburðurinn í borginni ár hvert og tekur jafnvel 17. júní fram. Talið
er að um 100.000 manns bregði sér í bæinn á Menningarnótt og óhætt er að fullyrða að í þéttri og
fjölbreyttri dagskránni geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fréttatíminn þjófstartaði og reyndi að
þeytast á milli nokkurra viðburða, í huganum með skeiðklukku og heyrði af fullkomnu handahófi í
nokkrum sem verða í sviðsljósinu. Úrvalið er slíkt að ekki nokkur manneskja kemst yfir nema brotabrot
af því sem í boði er.
Framhald á næstu opnu
Hátíðardagur Menningarnætur hefst í bítið á laugar-
daginn með hinu fjölmenna Reykjavíkurmaraþoni.
Reykvískir
víkingar
í fullum
skrúða
kynna
félag sitt
á Menn-
ingarnótt.
Ágústa
Dómhildur
safnar fé
fyrir van-
nærð börn
í Afríku
með fiðlu
sína að
vopni.
Ástarmafí-
an hefur
ekkert að
fela og
æfir fyrir
opnum
tjöldum.
30 menningarnótt Helgin 17.-19. ágúst 2012