Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 39
Fært til bókar Ólafur heldur í hirðfylgdina Það hefur andað heldur köldu milli forkólfa ríkisstjórnar- innar og forseta Ís- lands undanfarin misseri. Hvort það ræður einhverju um nýjustu til- lögu Jóhönnu Sigurðardótt- ur forsætis- ráðherra skal ósagt látið en hún hefur lagt til að handhafar forsetavalds hætti að veita forseta Íslands fylgd til og frá Leifsstöð í hvert sinn sem hann heldur utan í embættiserindum. Forsetaembættið leggst hins vegar gegn því að fylgdin verði aflögð, að því er fram kom í frétt Ríkisútvarpsins. „Þegar forsetinn fer úr landi eru handhafar forsetavalds forsætisráð- herra, forseti Alþingis og forseti Hæsta- réttar. Samkvæmt hefð sem ríkt hefur frá upphafi lýðveldis, og er sögð eiga rætur í dönskum konunglegum hefðum, fylgir einn af þeim forseta til Keflavíkur þegar hann fer úr landi í embættiserind- um. Í dagskrá forsetans á heimasíðu embættisins kemur fram að hann hefur á síðustu tveimur árum farið að minnsta kosti 35 ferðir í embættiser- indum, allt upp í þrjár ferðir í mánuði. Þær eru því tíðar ferðir handhafa forseta- valds til Keflavíkur. Þetta er nokkuð fleiri ferðir en í upphafi þess- arar hefðar, þeir Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn fóru um það bil eina ferð á ári til útlanda,“ sagði í fréttinni. Þar kom einnig fram að fyrir um tveimur áratugum hætti forsætisráð- herra að fylgja forsetanum til Keflavíkur. Forseti hæstaréttar hefur einkum tekið fylgdarstarfið að sér. Handhafi forsetavalds þarf með sama hætti að taka á móti forsetanum þegar hann kemur til baka, bíða við landganginn þar til forsetinn kemur og fylgja honum að forsetabílnum. Ferðinni suður á flugvöll er lýst þannig: „Fylgdin fer þannig fram að bílstjóri sækir handhafa forsetavalds, forseta Hæstaréttar eða forseta Alþingis eftir atvikum, og farið er með lögreglu- fylgd á eftir forsetabílnum til Keflavíkur. Þar fer hann í gegnum vopnaleit og öryggisskoðun, fylgir forsetanum að hliðinu og bíður þar til hann fer úr landi. Svo eru hann keyrður í lögreglufygld aftur til baka.“ Eftir að ferðir forseta Íslands fóru að vera svo tíðar sem raun ber vitni fór þetta fyrirkomulag að verða mjög þungt í vöfum, enda forseti Alþingis og Hæstaréttar í annasömum störfum. „Bent hefur verið á,“ segir í fréttinnni, „að fylgdin hafi í raun ekkert lögform- legt gildi, engin sérstök athöfn eða af- hending valds á sér stað við þessa fylgd, og hún er ekki bundin í almenn lög eða stjórnarskrá. Það er forsætisráðuneytið sem hefur fylgdina á sinni könnu. Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði frumkvæði að því í fyrra að taka fylgdina til endurskoðunar. Lagði hún til að hún yrði lögð niður, en lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum fengi þess í stað þetta hlutverk.“ Nú er að vita hvað gerist en for- sætisráðuneytið mun leggja áherslu á að breyta ekki fylgdinni nema í góðu samkomulagi við forsetann. Það sam- komulag hefur ekki náðst. Ólafur Ragnar virðist halda fast í þessa hefð, sem óneitanlega setur hann skör hærra Helgin 17.-19. ágúst 2012 viðhorf 37 en þá sem fylgja honum. Slíkar reisur áður fyrr hafa því væntanlega reynst fleiri for- sætisráðherrum en Jóhönnu önugar, þótt forseti þingsins og einkum forseti hæsta- réttar hafi látið sig hafa þetta. Pæli menn í þessu fyrirkomulagi, sem fæstir hafa eflaust gert, verður því ekki neitað að furðulegt er það úr takti við nútímann. Forseti ætti að geta skotist úr landi án hirðfylgdar. Líklegt er þó að það bíði nýs forseta og nýs for- sætisráðherra að breyta þessum skrýtnu Keflavíkurferðum. 20.000 manna kauptún Jónas Kristjánsson ritstjóri sendir að vanda kveðjur hingað og þangað á síðu sinni. Þar fær hver maður sinn skammt, ýmist einn eða fleiri, enda Jónas lítt eða ekki í sókn eftir vinsældum. Á þriðju- daginn voru það Akureyringar í heild sinni sem voru teknir á beinið. Þar fer hlutum aftur, að mati Jónasar, en það er kannski ekki það versta í augum íbúa Akureyrar heldur það að hann kallar höfuðstað Norður- lands kauptún. Jónas segir: „Akureyri hefur farið aftur, þótt bæjarstæðið sé alltaf jafn flott. Friðrik V er flúinn á Laugaveginn og fátt eftir um fína drætti í veitingum. Fiskbúðin góða er hætt vegna óbeitar heima- manna á ferskum fiski. Skrítið, að 20.000 manna kauptún hafi hvorki fiskbúð né fínt veitingahús. Þar er þó bakarí og Bautinn hefur staðið fyrir sínu í fimmtíu ár. Kjötborð Hagkaupa er lítils virði og fiskihorn þess skartar nokkrum gömlum fiskibollum. Meira að segja Eymundsson er svipur hjá sjón, netsamband hans er daufara en á Kili. Feginn ég að komast aftur í bleikju og flott netsamband í Dalakofanum í Reykjadal.“ Jónas gengur samt ekki eins langt og Flosi heitinn Ólafsson sem sagði í kviðlingi sem geymst hefur í minni margra: „Frá Akureyri er um það bil ekki neins að sakna. En þar er fagurt þangað til þorpsbúarnir vakna.“ Aumir og stífir vöðvar? Voltaren gel er verkjastillandi og bólgueyðandi hlaup við verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum. Lesa skaL vandLega Leiðbeiningar á umbúðum og fyLgiseðLi. Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Samantekt á eiginleikum lyfs – styttur texti SPC. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi (sem jafngildir magni á stærð við kirsuber til valhnetu) er borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir díklófenaki eða einhverju hjálparefnanna. Ofnæmi fyrir asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólg- ueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Á síðustu þremur mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Meðganga og brjóstagjöf: Ef þú ert barnshafandi máttu eingöngu nota Voltaren í samráði við lækni. Þú skalt nota eins litla skammta og hægt er og nota Voltaren í eins skamman tíma og mögulegt er. Þú mátt ekki nota Voltaren á síðustu þremur mánuðum meðgöngunnar. Ef þú ert með barn á brjósti máttu eingöngu nota Voltaren í samráði við lækni. Konur með barn á brjósti mega hvorki bera Voltaren á brjóstin né á stór húðsvæði og eiga að nota lyfið í eins skamman tíma og mögulegt er. Aukaverkanir: Algengar (≥1/100 til <1/10): Útbrot, exem, hörundsroði, húðbólga (þ.m.t. snertiofnæmi), kláði. Sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100): Brunatilfinning á meðferðarstað, roði, punktblæðingar í húð, ofnæmishúðbólga. Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000): Blöðruhúðbólga. Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000): Útbrot með graftarnöbbum, ofnæmi (þ.m.t. ofsakláði), ofnæmisbjúgur, berkjukrampi, astmi, þurrkur, ljósnæmi. Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að ákvarða tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum): Bráðaofnæmisviðbrögð. Við langvarandi notkun (>3 vikur) og/eða þegar verið er að meðhöndla stór húðsvæði geta komið fram almennar aukaverkanir. Einkenni eins og kviðverkir, meltingartruflanir og truflanir á maga og nýrnastarfsemi geta komið fram. Ofskömmtun: Ef of stór skammtur af Voltaren hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími: 543-2222). Hafðu umbúðir lyfsins við höndina. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Ryðgaður og stífur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.