Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 18
víkka skilning fólks á lífinu. Þannig lýsir hann því
meðal annars í bókinni hvernig sál getur yfirgefið
líkamann og tengst öðrum víddum þegar líkaminn
sefur.
Ríkarður segir að hann hafi haft gaman af parasál-
fræði (e. parapsychology) í gegnum árin en hafi
kynnst þessum hugmyndum þegar hann vann með
alnæmissjúkum á Mount Sinai-spítalanum í Tórontó.
„Þeim fannst mörgum þægilegt að hugsa til þess
að þótt þeir væru að deyja úr alnæmi væri lífið ekki
nauðsynlega á enda.“
Ríkarður bjó framan af ævi sinni í Kópavogi en
eftir framhaldsskólanám lauk hann B.S.-gráðu í sál-
fræði frá University of Toronto og meistaragráðu í
sálfræði frá University of Guelph í Ontario í kjölfar-
ið. Doktorsgráðu í faginu tók hann í York University
á Englandi. Eftir að hafa starfað með ungu fólki í
fangelsi, stýrði hann göngudeildaráætlun fyrir ungt
fólk með geðraskanir við Kitchener-Waterloo sjúkra-
húsið í Ontario en vann síðan við fyrrnefndan Mo-
unt-Sinai-spítala. Ríkarður opnaði svo einkastofu
sína í byrjun tíunda áratugar-
ins og sérhæfði sig í endurliti
til fyrra lífs og tilvistar, eins
og hann lýsir sjálfur.
Sálarkvöl vegna fyrri lífa
„Stundum er sálfræðileg þörf
fyrir því að upplifa fyrri líf.
Fólk getur átt í erfiðleikum
í þessu lífi, það hefur verið í
meðferð, ekkert gengur og
ekkert sem skýrir vanlíðan-
ina. En svo þegar það er dá-
leitt og ég fæ það til að rekja
minningar úr fyrri lífum,
kemur oft fram eitthvað atvik
sem höfðar akkúrat til erfið-
leikanna sem það á við að etja
í þessu lífi. Þegar viðkomandi
man þessar minningar og upp-
lifir það sem það fór í gegnum
í fyrra lífi fær hann bót meina
sinna.“ Ríkarður tekur dæmi:
„Segjum sem svo að einhver
sé fæddur hræddur við eld án
nokkurra útskýringa, þá kemur það
stundum upp að sá upplifði eldsvoða í fyrra lífi. Við
þá vitneskju fer óttinn um leið úr þessu lífi. Þannig
að hopanir til fyrra lífs (e. past life regression) og
fyrri lífa meðferðir (e. past life therapy) hjálpa,“
segir hann. Spurður hvort fólk þurfi að trúa til þess
að fá bót meina sinna segir hann svo ekki vera.
„Allir hafa sínar skoðanir og margir eru skept-
ískir,“ segir hann. „Ég hef dáleitt fólk og fengið það
til að muna fyrri líf þótt það hafi enga trú á þessum
fræðum. En það man og því batnar jafnmikið og
hinum.“
Var pólskur gyðingur
Sjálfur hefur Ríkarður kynnst fyrri lífum sínum.
Hann er afslappaður spurður um þau og fer ekki of
nákvæmlega ofan í þá reynslu. „Í síðasta lífi var ég
pólskur gyðingur. Það var í annarri heimstyrjöld-
inni. Ég hef aðallega verið í Evrópu. Ég var læknir
í Frakklandi á átjándu öld,“ segir hann og spurður
um frásagnir í bókinni um að hann hafi drukknað
á Íslandi í kringum 1100 og verið indíáni í fyrra lífi,
segir hann að það sé enginn skáldskapur.
„Flestir hafa lifað mörg, mörg líf. Við erum flest öll
gamlar sálir. Hugmyndin er að við komum aftur og
aftur til að öðlast nýja reynslu, fleiri fleti á þróunar-
ferli sálarinnar,“ segir hann. En blaðamaður vill
meira. Gyðingur? Seinni heimstyrjöldin? Ríkarður
lýsir því þá að fyrir þetta líf hafi hann ákveðið að
hann yrði barnlaus. Reynslan úr því síðasta hafi
verið honum of erfið. Kona hans og börn hafi látist í
stríðinu og hann skotinn í hausinn í einhvers konar
búðum harmi slegin eftir missinn.
„Ég ákvað því að taka mér frí í þessu lífi,“ segir
hann. Ertu að grínast í mér? spyr blaðamaður eða er
þér full alvara? „Alvara. Við ákveðum nefnilega áður
en lífið byrjar í stórum dráttum hvernig það mun
verða.“
Og spurður hvernig þessum skoðunum hans sé
almennt tekið segir hann Íslendinga mjög opna
fyrir þeim enda álfar, huldufólk og draugar meðal
arfleifðar landans.
„Ungir krakkar leika sér oft einir og þegar þeir
eru spurðir þá segjast þeir oft
hafa verið að tala við afa
eða ömmu sem eru látin.
Það þykir sjálfsagt,“ segir
hann. Fólk sé almennt opið
fyrir ólíkum hugmyndum
um lífið. Spurður um fjöl-
skyldu hans og bróður
sinn Eirík sem einnig er
sálfræðingur, svarar hann.
„Hann er ekki inni í þess-
ari tegund sálfræðinnar.
Hann er hefðbundnari sál-
fræðingur.“ Ríkarður hlær.
„Ég er lærði hefðbundna
sálfræði en ég hef þróast í
þessa spíritisma átt. Það er
ekki sérstaklega algengt
meðal sálfræðinga.“
Vangaveltur um tilgang
lífsins hafi dregið hann
áfram.
Lífið nær nefinu
lengra
„Mér finnst að afstaða mín
til lífsins þurfi að vera breið.
Ég las svo mikið um parasálfræði í gegnum árin og
trúði að lífið hlyti að vera stærra og meira en það
sem maður hefur fyrir framan nefið á sér.“ En hver
er tilgangurinn með því að fæðast alltaf að nýju?
„Ég tel að tilgangurinn sé sá að yfirsálinni finnist
gaman að læra nýtt og verða smám saman æðri. Við
séum í rauninni hluti af öllu og hluti af guði líka.
Það er guð í öllum að einhverju leyti. Allar sálir eru
tengdar. Ef að þú meiðir aðra sál ertu að skaða sjálfa
sig. Ef að fólk skilur þá tengingu hættir það kannski
að fara illa með aðra. Maður ræður ekki fram úr
vandamálum með því að heyja stríð við annan,“ segir
hann.
„Ég hugsa að þetta sé þungt í vöfum fyrir marga
og ég er ekkert að reyna að tala um fyrir fólki eða
þvinga það í að hafa þessar skoðanir á tilgangi lífs-
ins. En ég tel að sjónarsvið þeirra sem þær hafa
víkki mikið. Samheldnin verður meiri og markmið
lífsins er í betra farvegi en annars – þannig virkar
það fyrir mig.“
Nálgast má bókina á: http://self-helpodyssey.com/
Dauðinn engin endalok
„Þetta eru ekki trúarleg hugtök fyrir
mér. Þetta er afstaða til lífsins sama
hvaða trúarbrögðum fólk tilheyrir,“
segir hann. Það kemur ekki á óvart
að með þessa sýn að leiðarljósi óttast
hann ekki dauðann.
„Nei, það geri ég ekki. Maður deyr
ekki í merkingu yfirsálarinnar. Það
deyr enginn í þessu lífi fyrr en hann
hefur ákveðið að deyja. Dauði er
aldrei slys,“ segir hann. „Hins vegar
lifum við hér á jörðinni og við verðum
að gera það sem við getum til að
halda í lífið og fyrirbyggja að aðrir
taki sitt líf eða fari sér og öðrum að
voða.“
Og það er markmið bókarinnar;
að hjálpa þeim sem eiga á hættu
að fara sér að voða. „Sjálfsmorð og
sjálfsmorðstilraunir ungmenna 15
til 24 ára eru algengar hér í Kanada.
Tuttugu prósent þeirra sem deyja
á þessum aldri taka líf sitt. Flestir
deyja af slysförum, en sjálfsmorð eru
næst algengust. Þau eru sérstaklega
algeng meðal samkynhneigðra.“ Með
því að tileinka sér þennan þankagang
er hægt að hjálpa mörgum, segir
hann, og fyrirbyggja slíka atburði.
En hver hellir sér út í spíritisma
án þess að trúa eða jafnvel sjá? „Ég
tel mig ekki vera skyggnan,“ segir
Ríkarður og hlær. Hann kveðst þó
hafa rætt við ömmu sína frá bænum
Lækjamóti og afa í Ameríku eftir and-
lát þeirra. „Er maður skyggn þá? Ég
veit það ekki,“ svarar hann sposkur
og segir frá því að afi hans hafi sagt
honum frá atviki sem faðir hans átti
eftir að upplifa síðar um daginn og
hann gat borið undir hann og fengið
staðfest.
Upplifði sálina utan líkamans
En hugmyndirnar sem hann kennir
snúast þó ekki um drauga heldur að
Stundum er sál-
fræðileg þörf
fyrir því að upplifa
fyrri líf. Fólk getur
átt í erfiðleikum
í þessu lífi, það
hefur verið í með-
ferð, ekkert geng-
ur og ekkert sem
skýrir vanlíðanina.
En svo þegar það
er dáleitt og ég
fæ það til að rekja
minningar úr fyrri
lífum, kemur oft
fram eitthvað
atvik sem höfðar
akkúrat til erfið-
leikanna sem það
á við að etja í
þessu lífi.“
Brautarholti 8
Opið virka daga 9-18
og laugardaga 10-16
sími 517 7210 / www.idnu.is
skólavöruverslun
,,...Góð bók fyrir
öll grunnskólabörn
og foreldra þeirra.“
Helen Símonardóttir,
grunnskólakennari
Nýjar og fræðandi bækur
(G
ild
ir
ti
l 3
0.
á
gú
st
n
.k
.)
„...fyrir öll börn
á skólaaldri.“
Þuríður Þorbjarnardóttir,
líffræðingur
16 viðtal Helgin 17.-19. ágúst 2012