Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 16
H ann settist við skriftir og níu mánuðum síðar varð til bók. Í Slice Of Life: A Self-Help Odys-sey fléttar Ríkarður Líndal uppvaxtarárum sínum í Kópavogi og sumardvöl sinni í sveitum lands- ins, samkynhneigð sinni og tilgangi lífsins saman í sjálfshjálparbók. Bókin kom út á ensku í mars á þessu ári og vinnur Ríkarður nú að kynningarstarf- inu. Markmiðið er að útskýra á einföldu máli hvernig veröldin er sett saman og hvernig hver og einn mótar veruleika sinn. Ríkarður styðst við spíritisma – þá kenningu að sálir framliðinna geti komist í samband við lifandi fólk. Hann trúir á endurholdgun. „Grundvallarmarkmið lífsins er að skapa tilfinning- ar og læra af þeim og skapa þær án þess að fara sér að voða,“ segir Ríkarður þar sem hann situr heima við í húsi sínu og eiginmanns síns Johns Van Bakel. Eplatré og skúlptúrar – sem Ríkarður vinnur að í tómstundum sínum, prýða garðinn þeirra. Hitinn er kominn í 25 gráður og klukkan rétt níu á þriðjudags- morgni. Í þrettán ár með John Þeir Ríkarður og John hafa verið saman síðustu þrettán ár, en giftu sig í fyrra. John starfar sem hár- greiðslumeistari og rekur eigin stofu og þeir eiga tvo hunda: Thor og Loka. Þeir búa tuttugu kílómetrum utan við Coburg í Ontario-fylki Kanada, en í Kanada hefur Ríkarður búið frá árinu 1991. Þangað flutti hann aftur eftir að hafa unnið í ár hér heima á Íslandi, bæði hjá Samtökum áhugafólks um alnæmisvandann og á sálfræðistofu. Ríkarður er næst elstur fjögurra bræðra sem allir búa hér á landi en yngst er systir þeirra Anna sem einnig býr með fjölskyldu sinni í Kanada. Hann lýsir því í bókinni hvernig foreldrar hans lifðu í ástlausu hjónabandi. Þau skildu. Móðir hans var bandarísk og lést úr brjóstakrabbameini á sjötugsaldri. Snemma uppgötvaði hann samkynhneigð sína en stofnaði ekki til ástarsambands fyrr en eftir tvítugt, þá fluttur úr landi. Hann lýsir því hvernig hann sem barn kveið skólagöngu vegna lesblindu, skrópaði og þróaði með sér stam, sem hann vann bug á með árunum. Sögur af álfum, fylgjum og draugum fléttast inn í frásögnina í bókinni og í samtölum við Gömlu sálina leiðir hann lesandann að „tilgangi lífsins.“ Þetta hljóm- ar skringilega en frásögnin er skýr og auðskilin, sem var einmitt markmið Ríkarðs. Bækur um endurholdg- un séu oftar en ekki of fræðilegar fyrir meðal Jóninn. „Sálin deyr aldrei og að við lifum samtímis í þessu lífi og utan þess. Maður er alltaf í sambandi við yfir- sálina,“ segir hann og greinir í bókinni frá fjórum hlutum sem móti manninn: Yfirsálin, sálin sjálf, innri einkenni og ytra egó. Yfirsálin og sálin séu andi mannsins, innri einkenni séu undirmeðvitundin en ytra egóið meðvitundin.  Viðtal RíkaRðuR líndal Læknar sálarkvilla vegna fyrri lífa Drukknaði í sveitum Íslands í kringum 1100 og var því vatnshræddur í þessu lífi. Ákvað áður en hann fæddist að eignast ekki börn, þar sem það var óbærilegt að missa sín tvö í seinni heim- styrjöldinni. Ríkharður Líndal gefur lesendum Fréttatímans innsýn í ólík æviskeið sálar sinnar í mismunandi líkömum í gegnum aldirnar. Ríkarður, sem stendur á sextugu, hefur aðeins búið í eitt ár á Íslandi af síðustu fjörutíu. Hann er doktorsmenntaður sálfræðingur, sem býr með eiginmanni sínum í Norðymbralandi í Ontario-fylki í Kanada og hjálpar einstaklingum í vanda með óhefð- bundnum hætti. Hann rýnir meðal annars í fyrri líf þeirra með ákveðinni dáleiðslutækni. Rikki, Thor, Loki og álfarnir. Meðal áhugamála Ríkarðs er gerð skúlptúra og situr hann hér á einum við heimili sitt í Ontario-fylki í Kanada. Mynd/einkasafn „Ég hef dáleitt fólk og fengið það til að muna fyrri líf þótt það hafi enga trú á þessum fræðum. En það man og því batn- ar jafn- mikið og hinum.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is www.baendaferdir.is Sp ör e hf . s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 3. - 15. október Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board HAUST 9 & Spánn Í þessari skemmtilegu ferð kynnumst við töfrandi menningu Spánar og Frakklands og mannlífi þessara fallegu landa. Fegurðin er óviðjafnanleg og náttúran sem ferðast er um stórbrotin. Ferðin hefst á flugi til Alicante þaðan sem ekið verður til Valencia sem er með stærstu borgum landsins og mjög eftirsótt af Spánverjum sem og öðrum ferðamönnum, þar sem gist verður í 3 nætur. Þá komum við til Tossa de Mar, yndislegs bæjar við Costa Brava ströndina og gistum þar í 6 nætur. Þaðan verður farið í skoðunarferðir, m.a. til heimsborgarinnar Barcelona og í Montserrat klaustrið sem liggur í 720 m hæð í Katalónsku hæðunum, en þar hlustum við á einn frægasta drengjakór landsins. Einnig verður farið í siglingu til Lloret de Mar í vínsmökkun, komið til Figueres, fæðingarborgar Salvadors Dalís, skoðum safnið hans, Teatre-Museu, en safnið er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðaþjónustunnar í Katalóníu. Þaðan verður ekið til Annecy, sem er sannkölluð perla frönsku Alpanna, þar sem gist verður í 2 nætur og m.a. farið í siglingu á Annecy vatni. Síðasta nóttin okkar verður í Offenburg í Þýskalandi. Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir Verð: 224.400 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar Suður-Frakkaland Framhald á næstu opnu 14 viðtal Helgin 17.-19. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.