Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 46
44 maraþon Helgin 17.-19. ágúst 2012  ReykjavíkuRmaRaþon viktoR SnæR SiguRðSSon ReykjavíkuRmaRaþon StefniR í metþátttöku v iktor Snær Sigurðsson stóð í stórræðum á miðvikudag, því þá hringdi hann í þá sem hafa heitið á hann í Reykja- víkurmaraþoninu um næstu helgi. Viktor er efstur á lista yfir þá sem safna áheitum fyrir þau 134 góð- gerðarfélög og samtök sem hlaupið er fyrir í ár. Upphæðin er rúmlega 1,2 milljónir króna. Samtals hafa ríflega 28 milljónir króna safnast fyrir félögin, um þremur millj- ónum meira en á sama tíma í fyrra. Styrktarhlaupararnir í ár eru nærri 3.150 talsins. Miklu munar um Svölurnar, styrktarfélag flugfreyja og þjóna, sem hétu hálfri milljón króna á Viktor tækist honum að safna hálfri í áheit fyrir hlaupið. Viktor tók við fénu núna í vikunni. „Já, ég hef verið að æfa. Ég er búinn að hlaupa níu og fimm kílómetra nokkrum sinnum,“ segir Viktor, sem verður þrettán eftir rétt rúman mánuð. Hann hleypur með foreldrum sínum á laugardag tíu kílómetra. Þetta er í annað sinn sem hann hleypur svona langt, en í þriðja sinn sem hann tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég er með plattfót svo þetta er svolítið erfitt fyrir mig,“ segir hann og viðurkennir að hann kvíði því örlítið fyrir hlaupinu, þótt gaman sé að komast í mark. Faðir Viktors, Sigurður Hólmar Jóhannesson, segir árangur Viktors nú þriðja árið í röð virkilega gleði- legan, en hann var þriðji hæstur safnara í fyrra og sá fjórði í fyrsta hlaupinu sínu. „Kynningin á sjúk- dómnum og samtökunum skiptir höfuðmáli og meira máli en upp- hæðin,“ segir hann en systir Vikt- ors, Sunna Valdís, þjáist af AHC, Alternating Hemiplegia of Childho- od, ein Íslendinga. Stökkbreyting í geni veldur sjúk- dómi Sunnu. Hún fær krampaköst sem hafa áhrif á þroska hennar. „Vonandi vekur þetta afrek Viktors athygli fyrirtækja í fram- tíðinni sem geta þá hjálpað okkur að finna lyf á markaðnum sem virka á sjúkdóminn. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En auðvitað er frábært að sjá hvað fólk tekur vel í þetta, hvað ættingjar og vinir og ókunn- ugt fólk er tilbúið að styrkja, þetta er æðislegt,“ segir Sigurður. Nú í byrjun mánaðarins var opinberlega tilkynnt um rannsóknarniðurstöður sem greina frá orsökum sjúkdóms- ins hjá tveimur þriðju þeirra 800 hundruð sem þjást af honum í heim- inum. Vonar fjölskyldan að nú þegar séu til lyf sem virka á sjúkdóminn. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is v ið búumst við nýju þátttökumeti. Það stefnir í svakalega stórt og flott hlaup,“ segir Gerður Þóra Björnsdóttir upplýsingafulltrúi fyrir maraþonhlaupið. „Í fyrra var slegið þátttökumet en þá tók 12.481 þátt. Þegar forskráningu lauk höfðu 9.788 skráð sig. Í ár eru skráðir 10.366. Í maraþon, hálfmaraþon og 10 km eru þegar skráðir fleiri en tóku þátt í þeim vegalengdum í fyrra.“ Gerður Þóra bendir á að við þessa tölu eigi eftir að bætast verulegur fjöldi á skráningarhátíð í Laugardalshöll sem stendur frá 10 til 19 í dag (föstudag). Einkum í Latabæjarhlaupið og 3 kílómetra hlaupið. „Þar þarf minnstan fyrir- vara. Þetta fer mest eftir veðri og spáin er góð.“ Þá hafa erlendir þátttakendur aldrei verið fleiri en í ár en þegar eru skráðir 1.617 af 61 þjóðerni. Mjög hefur færst í aukana að hlaupið sé til góðs; að heitið sé á þátttakendur sem vísa á eitthvert þarft málefni til styrktar. Að sögn Gerðar Þóru söfnuð- ust með þeim hætti 43,6 milljónir: „Nú klukkan 14:40 (fimmtudag) hafa safnast 28.355.531 krónur en á sama tíma í fyrra höfðu safnast 25.872.441 á hlaupastyrkur.is. Í áheitasöfnunina eru skráð 134 góðgerðafélög í ár en í fyrra voru 138 félög sem tóku þátt í söfnuninni. Af þeim 8.650 skráðu þátttakendum í Reykjavík- urmaraþoni Íslandsbanka (þátttak- endur í Latabæjarhlaupi geta ekki safnað áheitum á hlaupstyrkur.is) eru 3.144 skráðir góðgerðahlaup- arar en það getur enn átt eftir að bætast við þann hóp. Árið 2011 voru áheitahlauparar 4.056 þegar áheitasöfnun lauk.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is Hlaupaæði í Reykjavík Reykjavíkurmaraþonið nú er hið 29. í röðinni. Þegar fyrst var hlaupið voru þátttakendur 250. Í fyrra var slegið þátttökumet: 12.500 hlupu. Tæpar 44 milljónir söfnuðust í áheit. Forskráning og góð veðurspá benda eindregið til þess að metið frá í fyrra falli. Gerður Þóra Nánast öruggt má heita að þátttökumet verður slegið í Reykjavíkur- maraþoni í ár, forskráning er meiri en í fyrra en þá hlupu um 12.500. Efstur 3000 áheitahlaupara Bróðir Sunnu Valdísar sem haldin er erfiðum genasjúkdómi trónir á toppi þeirra sem hafa safnað áheitum fyrir góðgerðafélög í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið. Hann hleypur í annað sinn tíu kílómetra með foreldra sína sér við hlið. Faðir hans segir frábært að sjá hvað ættingjar, vinir og ókunnugt fólk sé tilbúið að styrkja þau í baráttu sinni. Viktor Snær með Svölunum, sem afhentu honum hálfa milljón króna í vikunni til styrktar AHC samtökunum, en systir hans Sunna er sú eina hér á landi með AHC- sjúkdóminn. Mynd/Hari Faxafeni 14 Sími 560 1010 www.heilsuborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.