Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Side 46

Fréttatíminn - 17.08.2012, Side 46
44 maraþon Helgin 17.-19. ágúst 2012  ReykjavíkuRmaRaþon viktoR SnæR SiguRðSSon ReykjavíkuRmaRaþon StefniR í metþátttöku v iktor Snær Sigurðsson stóð í stórræðum á miðvikudag, því þá hringdi hann í þá sem hafa heitið á hann í Reykja- víkurmaraþoninu um næstu helgi. Viktor er efstur á lista yfir þá sem safna áheitum fyrir þau 134 góð- gerðarfélög og samtök sem hlaupið er fyrir í ár. Upphæðin er rúmlega 1,2 milljónir króna. Samtals hafa ríflega 28 milljónir króna safnast fyrir félögin, um þremur millj- ónum meira en á sama tíma í fyrra. Styrktarhlaupararnir í ár eru nærri 3.150 talsins. Miklu munar um Svölurnar, styrktarfélag flugfreyja og þjóna, sem hétu hálfri milljón króna á Viktor tækist honum að safna hálfri í áheit fyrir hlaupið. Viktor tók við fénu núna í vikunni. „Já, ég hef verið að æfa. Ég er búinn að hlaupa níu og fimm kílómetra nokkrum sinnum,“ segir Viktor, sem verður þrettán eftir rétt rúman mánuð. Hann hleypur með foreldrum sínum á laugardag tíu kílómetra. Þetta er í annað sinn sem hann hleypur svona langt, en í þriðja sinn sem hann tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég er með plattfót svo þetta er svolítið erfitt fyrir mig,“ segir hann og viðurkennir að hann kvíði því örlítið fyrir hlaupinu, þótt gaman sé að komast í mark. Faðir Viktors, Sigurður Hólmar Jóhannesson, segir árangur Viktors nú þriðja árið í röð virkilega gleði- legan, en hann var þriðji hæstur safnara í fyrra og sá fjórði í fyrsta hlaupinu sínu. „Kynningin á sjúk- dómnum og samtökunum skiptir höfuðmáli og meira máli en upp- hæðin,“ segir hann en systir Vikt- ors, Sunna Valdís, þjáist af AHC, Alternating Hemiplegia of Childho- od, ein Íslendinga. Stökkbreyting í geni veldur sjúk- dómi Sunnu. Hún fær krampaköst sem hafa áhrif á þroska hennar. „Vonandi vekur þetta afrek Viktors athygli fyrirtækja í fram- tíðinni sem geta þá hjálpað okkur að finna lyf á markaðnum sem virka á sjúkdóminn. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En auðvitað er frábært að sjá hvað fólk tekur vel í þetta, hvað ættingjar og vinir og ókunn- ugt fólk er tilbúið að styrkja, þetta er æðislegt,“ segir Sigurður. Nú í byrjun mánaðarins var opinberlega tilkynnt um rannsóknarniðurstöður sem greina frá orsökum sjúkdóms- ins hjá tveimur þriðju þeirra 800 hundruð sem þjást af honum í heim- inum. Vonar fjölskyldan að nú þegar séu til lyf sem virka á sjúkdóminn. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is v ið búumst við nýju þátttökumeti. Það stefnir í svakalega stórt og flott hlaup,“ segir Gerður Þóra Björnsdóttir upplýsingafulltrúi fyrir maraþonhlaupið. „Í fyrra var slegið þátttökumet en þá tók 12.481 þátt. Þegar forskráningu lauk höfðu 9.788 skráð sig. Í ár eru skráðir 10.366. Í maraþon, hálfmaraþon og 10 km eru þegar skráðir fleiri en tóku þátt í þeim vegalengdum í fyrra.“ Gerður Þóra bendir á að við þessa tölu eigi eftir að bætast verulegur fjöldi á skráningarhátíð í Laugardalshöll sem stendur frá 10 til 19 í dag (föstudag). Einkum í Latabæjarhlaupið og 3 kílómetra hlaupið. „Þar þarf minnstan fyrir- vara. Þetta fer mest eftir veðri og spáin er góð.“ Þá hafa erlendir þátttakendur aldrei verið fleiri en í ár en þegar eru skráðir 1.617 af 61 þjóðerni. Mjög hefur færst í aukana að hlaupið sé til góðs; að heitið sé á þátttakendur sem vísa á eitthvert þarft málefni til styrktar. Að sögn Gerðar Þóru söfnuð- ust með þeim hætti 43,6 milljónir: „Nú klukkan 14:40 (fimmtudag) hafa safnast 28.355.531 krónur en á sama tíma í fyrra höfðu safnast 25.872.441 á hlaupastyrkur.is. Í áheitasöfnunina eru skráð 134 góðgerðafélög í ár en í fyrra voru 138 félög sem tóku þátt í söfnuninni. Af þeim 8.650 skráðu þátttakendum í Reykjavík- urmaraþoni Íslandsbanka (þátttak- endur í Latabæjarhlaupi geta ekki safnað áheitum á hlaupstyrkur.is) eru 3.144 skráðir góðgerðahlaup- arar en það getur enn átt eftir að bætast við þann hóp. Árið 2011 voru áheitahlauparar 4.056 þegar áheitasöfnun lauk.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is Hlaupaæði í Reykjavík Reykjavíkurmaraþonið nú er hið 29. í röðinni. Þegar fyrst var hlaupið voru þátttakendur 250. Í fyrra var slegið þátttökumet: 12.500 hlupu. Tæpar 44 milljónir söfnuðust í áheit. Forskráning og góð veðurspá benda eindregið til þess að metið frá í fyrra falli. Gerður Þóra Nánast öruggt má heita að þátttökumet verður slegið í Reykjavíkur- maraþoni í ár, forskráning er meiri en í fyrra en þá hlupu um 12.500. Efstur 3000 áheitahlaupara Bróðir Sunnu Valdísar sem haldin er erfiðum genasjúkdómi trónir á toppi þeirra sem hafa safnað áheitum fyrir góðgerðafélög í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið. Hann hleypur í annað sinn tíu kílómetra með foreldra sína sér við hlið. Faðir hans segir frábært að sjá hvað ættingjar, vinir og ókunnugt fólk sé tilbúið að styrkja þau í baráttu sinni. Viktor Snær með Svölunum, sem afhentu honum hálfa milljón króna í vikunni til styrktar AHC samtökunum, en systir hans Sunna er sú eina hér á landi með AHC- sjúkdóminn. Mynd/Hari Faxafeni 14 Sími 560 1010 www.heilsuborg.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.