Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 34
Skólavörðustíg 16 sími: 519-6000 www.geysir.net Ný sending Litla Jólabúðin lindsay@simnet.is Laugavegi 8 Sími: 5522412 101 Reykjavík Laugavegi 8 101 Reykjavík Sími: 5522412 lindsay@simnet.is mannhafið á Laugavegi og koma sér niður á Austurvöll þar sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn ætla að koma sér fyrir við styttuna af Jóni Sigurðssyni og bjóða fólki að kíkja á sólina í gegnum sjónauka ef skyggni verður ágætt. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoð- unarfélags Seltjarnarness, segir sólina, þennan stórfenglega lífgjafa okkar, bjóða upp á mikið sjónarspil sem heilli jafnt unga sem gamla. „Það er alltaf gaman að heyra öll „váááá-in“ sem við fáum þegar fólk horfir á sólina með okkur,“ segir Sævar Helgi. „Við verðum með tvo sjón- auka. Annan til þess að greina sólbletti og hinn sem greinir sólgos.“ Sævar Helgi segir sólgosin oft á tíðum vera mjög tilkomumikil á að horfa og bætir við að sjónaukarnir séu búnir þannig síum að aðeins brotabrotabrot af birtu sólar komist í gegn þannig að enginn sem vill horfa á móti sólu á Menningarnótt þarf að hafa áhyggjur af augum sínum. Félagarnir í Stjörnuskoðunar- félaginu eru vitaskuld hafsjór af fróðleik og hafa gaman að því að ausa úr viskubrunnum sínum. „Það eru allir velkomnir til okkar og fólk getur auð- vitað fengið að fræðast eitthvað um þessa stjörnu okkar í leiðinni. Það er fátt sem við vitum ekki og við svörum öllum spurningum.“ 16.30 Landsbankanum Eftirhermuhlaðborðið hans Sóla Fréttatíminn mun alveg örugg- lega rangla inn í Landsbankann um þetta leyti dags og þá verður á sviðinu skemmti- krafturinn Sóli Hólm: „Þú munt sjá mig á sviði með mínar eftir- hermur. Þær fylgja mér hvert sem ég fer. Þetta verður eftir- hermuhlaðborð: Pálmi Gunn- arsson efstur á blaði, Páll Óskar, Herbert Guðmundsson og Gylfi Ægisson... hver stórstjarnan á fætur annarri. Ég verð með gítarinn og tek lagið. Þetta er tónlistaratriði í leiðinni,“ segir Sóli sem hefur sérhæft sig í að herma eftir tónlistar- mönnum. Búast má áhorfendum á eins breiðu aldursbili og hugsast má og af því þarf Sóli að taka mið af: „Jájá, þetta er ekki þorrablót, þannig að maður þarf að passa sig á því að vera grófur, það má ekki. Reyndar er ég ekki þekktur sem grófur uppistand- ari en maður segir kannski ekki alveg það sama þegar fjögurra ára börn eru annars vegar eða fullir kallar á kallakvöldi. Tempraðari útgáfa, en ég geng alltaf eins langt og ég get. Þetta verður ekki dauðhreinsað uppistand, langt því frá.“ Sóli gerir ráð fyrir því að vera á sviðinu í um hálftíma. „Ég fæ það erfiða verkefni að koma fram á eftir Gunna og Felix, að fara í grínskóna á eftir þeim er ekkert grín. Ég hef komið fram á eftir Felix einu sinni á krakkaskemmtun, þar sem hann var búinn að taka Fiskinn minn! Og allir krakkarnir trylltir. Fáir listamenn sem erfiðara að koma á eftir, allavega þar sem eru börn. Bið til guðs að Felix taki ekki Fiskinn minn, eða Fiskurinn hennar Stínu heitir það víst.“ Opið til 20.00 Samtöl við hluti Í Spark Design Space á Klapparstíg verður hönnunarverkefni Hönnu Dísar Whitehead kynnt en í verkum sínum rann- sakar hún samband og samtal fólks við manngerða hluti. Hún hefur hannað hluti úr steinleir þar sem notagildið er ekki skil- greint heldur opið. Um leið og sett er handfang á hlut skapast sterk tenging við notandann og ímyndunaraflið fer af stað í leit að notagildi. Þessi árátta er afgerandi. Verkefnið á uppruna sinn í útskriftarverkefni Hönnu Dísar frá Hönnunaraka- demíunni í Eindhoven 2011 og Fréttatíminn ætlar á hlaup- unum að reka inn nefið og gerast dálítið gáfulegur innan um hönnunargripina. 12.00 – 18.00 Skák fyrir alla Skákakademía Reykjavíkur verður á fullu á Lækjartorgi frá hádegi þar sem meðal annars undrabörn og stórmeistarar tefla við gesti og gangandi. Skák er skemmtileg og akademían ætlar að færa fólki heim sanninn um það með léttri og hraðri stemningu, kaffi og kleinum. Fréttatíminn ætlar sér ekki að missa af spenn- andi hraðskákeinvígi klukkan fimm þegar Jóhann Hjartarson og Hjörvar Steinn Grétarsson mætast. Segja má að þarna takist á sá besti og sá efnilegasti. En fyrir það verður Hjörvar búinn að tefla fjöltefli við gesti og gangandi en það byrjar klukkan fjögur. „Við ætlum að byrja í hádeginu með því að Helgi Ólafsson teflir við kvennalandsliðið í klukkufjöltefli,“ segir Snorri Bergsson hjá Skákakademíunni. „ Klukkan hálf tvö verður svo Alheims- mótið í Leifturskák. Þá er ein mínúta á keppanda þannig að þetta snýst ansi mikið um að vera snöggur á klukkunni og harður í tímahraki. Þetta er lokað mót sterkusta hrað- skákfólks sem jafnvel sveigir og beygir reglur sér í hag.“ Klukkan þrjú dregur mennta- málaráðherra í töfluröð á Íslandsmóti skákfélaga og fyrsta Íslandsmótið í Heilinn og höndin fer fram. Þá eru tveir í liði. Annar er heilinn og ákveður hvaða manni á að leika og hinn ákveður leikinn. Mótið er öllum opið. „Stemn- ingin yfir daginn verður létt og skemmtileg með stuttum, skemmtilegum og fjölbreyttum viðburðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, segir stefán. 11.00 – 22.00 Sýning á antikplötuspilurun Eftir að hafa tapað hrað- skák á móti Hjörvari Steini og fylgst spenntur með hinum unga meistara mæta Jóhanni Hjartarsyni leggur Fréttatíminn á brattann og röltir í Gallerí Fold á Rauðarárstíg til þess að kíkja á antik plötuspilara og hlusta á tónlist leikna af þeim en meðal sýningargripa er plötuspilari sem María Markan átti. Þeir hjá Fold láta til sín taka; ljósmyndarinn Ástþór Magnússon mun ræða list sína þar og einnig væri fáránlegt, eftir að hafa tekið út antíkplötu- spilarana að láta athyglisverða sýningu Ragnhildar Þóru Ágústsdóttur listmálara fram hjá sér fara. 21.00 – 21.30 Ofurhetjur í popplist Þegar kvölda tekur liggur leiðin aftur í Gallerí Fold þar sem mynd- listarmaðurinn Hjalti Parelius ræðir við gesti um list sína. Hann hefur vakið verðskuldaða athygli með verkum sinum undanfarið enda ákaflega litríkar og skemmtilegar myndir. „Ég verð með allavegana eitt stórt verk sem er hrun- og spill- ingarádeila á bæði samfélagið og stjórnmálin. Svo verð ég með einhverjar minni myndir með mér líka.“ Hjalti ætlar að vera í miklu stuði, spjalla og svara öllum þeim spurningum sem kunna að vakna hjá fólki. „Ég er í popp- listinni. Þessari teiknimyndalist og nota svipaða tækni, ef ekki sömu tækni, og Erró notar til dæmis. Ég hef stúderað hans verk í mörg ár og hef alltaf verið mjög hrifinn af hans efni. Í fljótu bragði rugla kannski margir manni við hann eða kalla mig kannski eftirhermu. Það er mögulega vegna þess að fólkið þekkir myndmálið en skoðar kannski ekki söguna í myndinni. Við erum kannski að nota sama tungumálið en ekki að skrifa sömu bókina. Maður fær svolítið þetta samasemmerki hérna heima. En svo eru margir sem hafa skoðað meira af Erró- verkum og sjá strax muninn. Að ég er að segja allt annað.“ 22.00 – 23.00 Balkan á bryggjunni Eftir að hafa drukkið í sig litagleði Hjalta Parelísar freistar Fréttatíminn þess að rjúka í Sjóminjasafnið við Grandagarð 8 til þess að hlusta á órafmagn- aða balkan-tónlist hjá Varsjár- bandalaginu. 23.00 – 23.15 Flugeldasýningin Með tóna Varsjárbandalagsins í eyrunum rýkur Fréttatíminn niður á höfn þaðan sem hann ætlar að horfa á hina mögnuðu flugeldasýningu sem er form- legur endapunktur hátíðarhald- anna. Þessi hlaup um dagskrá Menningarnætur hafa verið stefnulaus og ekki fyrir nema skipulögðustu menn að merkja við og teikna upp dagskrá svo vel sé. Allt og ekkert í gangi á hverju götuhorni. Sá á kvölina sem á völina. Snorri Bergsson fram- kvæmda- stjóri Skákaka- demíunnar ásamt Vigni Vatnari Stefáns- syni, níu ára skák- kappa. Hjalti Parelius við eitt verka sinna. „Það er mjög gaman að vinna í þessu og þetta höfðar til breiðs hóps. Krakkarnir alveg elska þetta. Ég fæ oft mikið af krökkum inn á sýningar hjá mér. Ef ég væri jafn vinsæll og ég er hjá börnunum þá væri ég löngu orðinn ríkur.“ Samtal við mann- gerða hluti fer fram í Spark. Stjörnu- skoðunar- félag Sel- tjarnarness og Stjörnu- fræðivefur- inn hafa boðið fólki að horfa á sólina og það mikla sjónarspil sem hún býður upp á þegar veður leyfir á Menn- ingarnótt og 17. júní. Þetta vekur alltaf mikla lukku og sólin heillar bæði börn og full- orðna. Sóli kemur fram á eftir Gunna og Felix og biður til guðs að Felix taki ekki Fiskinn minn – þá verði krakkarnir hreinlega alveg snar. 32 menningarnótt Helgin 17.-19. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.