Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 20
M ið b a k k i GeirsGata t r y G G v a G a ta Hafnarstræ ti austurstræ ti kirkjustræ ti ve lt us un d að al st ræ ti te M pl ar as un d pó st H ú ss tr æ ti æ Gi sG at a læ kj ar Ga ta kalkofnsveGur skólabrú in Gó lf ss tr æ ti aM tM ann sstíGur lauGaveGur tryGGvaGata HverfisGata bankastræ ti Þi nG Ho lt ss tr æ ti sM ið ju st íG ur be rG ss ta ða st ræ ti týsGata óð in sG at a GrettisGata kl ap pa rs tí Gu r s k ó l a v ö r ð u s t íG u r va tn ss tí Gu r njálsGata HallveiGarstíGur Gró fin vestur- Gata Sushi-sprengja á Íslandi Matarmenning þjóðarinnar hefur breyst hratt undanfarin ár. Fyrsti sushi-staður landsins var opnaður skömmu fyrir aldamótin en var ekki spáð langlífi. Eftir nokkurn aðlögunartíma hafa Íslendingar kolfallið fyrir þessari japönsku matargerðarlist. Nú verður vart þverfótað fyrir sushi-stöðum í miðborginni og þeir eru meira að segja komnir í verslunarmiðstöðvarnar. Þ að var sagt við mig að þetta væri bara bóla,“ segir Snorri Birgir Snorrason sem opn- aði fyrsta sushi-staðinn á Íslandi árið 1998. Það var Sticks’n’Sushi í Aðalstræti. Snorri hafði þekkt til sushi í tutt- ugu ár þegar hann opnaði fyrsta staðinn á Íslandi. Hann lærði hjá japönskum meistara í Danmörku og fór eftir það til Tokyo í frekara nám. „Það tekur langan tíma að verða góður,“ segir Snorri. Hann segir að þessar vinsældir komi sér alls ekki á óvart því sama þróun eigi sér stað víðsvegar um Evrópu. „Þetta byrjar alltaf rólega. Það skrítna við sushi-ið er nefnilega að fyrstu kynnin eru ekki alltaf jákvæð. En svo vinnur það alltaf á hjá fólki. Það var þannig hjá sjálfum mér,“ segir Snorri sem í dag rekur veisluþjónustuna Kokkinn og kaffihúsið og veitingastaðinn Víkina í Sjóminja- safninu niður við höfn. „Er fólk ekki bara orðið meðvit- aðra um það sem það setur ofan í sig?“ segir Eyþór Mar Halldórsson, yfirkokkur á Sus- hisamba, þegar hann er spurður hvað valdi þess- ari aukningu á sushi-stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Eyþór segir að fólk sæki í léttari mat en áður en auk þess finnist því gaman að kynn- ast fjarlægri matarmenningu. Þá segir Eyþór að það spili óneitanlega inn í að hér á landi sé frábært hráefni til sushi- gerðar. „Við erum auðvitað með frábæran fisk hér á Íslandi. Það er búið að elda hann á alla vegu og þetta er held ég ein leið til að gera meira úr fisknum.“ Að undanförnu hafa íslenskir sushi-staðir fært sig æ meira upp á skaftið með nýjar útfærslur á réttum. Til að mynda Sushisamba. „Við blöndum saman japanskri og suður-amerískri matarhefð. Þeirri matarmenningu sem Japanir komu með til Perú. Þetta er blanda sem virðist virka vel í fólk hér, við kvörtum ekki,“ segir Eyþór. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Sushisamba Þingholtsstræti 5 Einn heitasti veitingastaður borgarinnar síðasta árið. Á staðnum er blandað saman japanskri og suður-amerískri matargerð með tilheyrandi sósum og stemningu. Ósushi Pósthússtræti 13 Flutti nýverið úr Iðuhúsinu yfir í Pósthús- strætið. Einkenni staðarins er að fólk velur sjálft bitana af færibandi. Sushi smiðjan Geirsgötu 3 Huggulegur staður í gamalli verbúð niður við höfn. Bæði hægt að borða á staðnum og kaupa tilbúna bakka til að taka með. Sakebarinn Laugavegi 2 Systurstaður Sushibarsins sem opnaði nýlega. Kvöldverðarstaður með fjölbreyttari matseðil. Forréttabarinn Mýrargötu Smáréttastaður þar sem hægt er að næla sér í sushi-bita. Sushibarinn Laugavegi 2 Vinsæll staður til að taka mat með sér heim. Rub 23 Aðalstræti 2 Staðurinn sem sló í gegn á Akureyri og opnaði nýverið í miðborginni. Fjöl- breytt úrval í hádeginu og á kvöldin. Hin umtalaða sushi pítsa þykir ómissandi. Sjávargrillið Skólavörðustíg 14 Boðið upp á disk með blöndu af sushi og sashimi bæði í hádeginu og á kvöldin. Fiskfélagið Vesturgötu 2a Fínt úrval af sushi í hádeginu en aðeins einn blandaður diskur á kvöldseðlinum. Fiskmarkaðurinn Aðalstræti 12 Sjávarréttastaður Hrefnu Sætran hefur boðið upp á sushi um nokkurra ára skeið. Fjölbreytt úrval bæði í hádeginu og á kvöldin. Soya Makibar Iðuhúsinu Lækjargötu Tók við af Osushi þegar hann flutti sig um set fyrir skemmstu. Býður bara upp á maki-rúllur og hefur smitast af fusion-bylgjunni vinsælu með tilheyrandi sósum. Sushigryfjan Smáralind Fínt úrval blandaðra diska og sérvalinna bita. Bæði hægt að borða á staðnum og taka með. Tokyo sushi Glæsibæ Fjölbreytt úrval sushibita sem seldir eru í tilbúnum bökkum. SuZushii Stjörnutorgi í Kringlunni Stærir sig af því að bjóða upp á handgert og nýlagað sushi fyrir alla viðskipta- vini. Þykir almennt með betri sushistöðum landsins. Osushi Borgartúni 29 Systurstaður þess sem er í Pósthússtræti. Herjar á sushi-aðdáendur í hádeginu. Fólk velur sér bita af færibandi. MýrarGata Buddha Café Laugavegi 3 Boðið upp á fjölbreyttan asískan mat eins og á forvera staðarins Indókína.Arftak- arnir hafa tileinkað sér japanska matargerð til viðbótar við gamla skólann. 18 úttekt Helgin 17.-19. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.